Alþýðublaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 9
— Er þá gott aS vera auglýs-
ingateiknarr á íslandi?
— Hér ske ekki stórir hlutir og
aðalástæðan er sú, að hér vantar
fólk fleira fólk. Sem dæmi getur
maður tekið útgáfu einnar bókar.
i Hún kostar jafnmikið hér og er-
lendis, en munurinn er bara sá, að
^ erlendis eru möguleikar á að
selja bókina í milljónurri eintaka,
en hérlendis varla nema nokkrum
hundruðum. Þess vegna fer eðli-
legt að fólk spari við útgáfuna,
svo sem til bókarkápunnar og ann-
ars. Erlendis geturðu fengið að
, velta fyrir þér einni bókárkápu í
heilan mánuð og haft gott kaup
fyrir, samt sem áður, en hér er
prúttað við þig um verðið, enda
er árangurinn eftir því.
Þó má ekki segja, að ísiending-
ar skilji ekki tilgang auglýsingar-
■ innar, þó svo að mikið af þeim
peningum, sem verja á til auglýs-
| inga, fari í súginn, vegna þess að
I auglýsendur spara krónuna, en
henda tíkallinum. Svo getur mað-
ur ekki ætlazt til þess að þeir fari
að eyða miklu fé í auglýsingar, þar
sem óvíst er að þær borgi sig,
vegna þess að það vantar fólk til
að kaupa vöruna, sem auglýst er.
— Hafa margir íslendingar
stundað nám við sama skóla og
þú?
f— Þeir eru nokkrir. Ásgeir Júl,
og Atli Már, en þegar þeir lærðu
var skólinn þrjú ár og margt hef-
ur þreyzt síðan og síðan eru Krist-
ján Kristjánsson frá Akureyri og
Friðrikka Geirsdóttur. Það var
vegna kynna minna af Atla Má, að
ég hóf nám í auglýsingateiknun.
— Er það rétt, að þú sért á för-
um til Bandaríkjanna, sem innflytj
andi?
— Já, ég er að leggja drög að
því.
— Er vel gert við auglýsinga-
teiknara þar?
— Þar er mjög vel borgað fyrjr
auglýsingarr- Eins og hver veit ei
þetta fag sem þarfnast ungra
manna, með ferskar hugmyndir.
Það er lítið gagn í fimmtugum aug
lýsingateiknara. Þess vegna er
þetta ved borguð vinna, en hins
vegar mjög óörugg af ýmsum á-
stæðum.
— Bandaríkjamenn leggja mik-
ið upp úr auglýsingum?
— Geysilega. í timariti, sem ég
hef hérna við hendina, segir með-
al annars frá því, að eitt fyrir-
tæki hefur eytt 17 milljónum og
500 þúsund dollurum í auglýsing-
ar í eitt ár, en meðal auglýsinga;
kostnaður á fyrirtæki er 5 millj-
ónir á ári.
— Máttur auglýsingarinnar er
mikill?
— Auglýsing er eins og vindur
yfir sjávarfleti, ef hann stefnir
móti flóði virkar hann ekki, en
fylgi hann öldunni, rífur hann allt
upp. Það þýðir ekki að auglýsa
upp lélega vöru og auglýsingar
Framhald á 10. síðu
RITARASTÖRF
Störf ritara og <vélritunarstúlku við sakadóm.
Reykjavíkur eru laus til umsóknar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist fyrir 1. október n.k.
til skrifstofu sakadóms í Borgartúni 7, þar
sem gefnar eru nánari upplýsingar um störf
in.
Yfirsakadómari.
ABstoðarráBskonu
vantar að Samvinnuskólanum Bifröst á
komandi vetri.
Upplýsingar á súnstöðinni Bifröst á mánu-
dág 21. september og næstu daga.
Sýkl arannsóknír
Stúlka óskast til aðstoðar við sýklarannsóknir í Rann-
sóknastofu Háskólans v/Barónsstíg. Stúdentsmenntun
æskileg. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs-
manna.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist Rannsóknastofu Háskólans fyrir 1. næsta mán-
aðar.
Trésmíðir
Umsóknir um fasteignaveðlán þurfa að hafa
borizt skrifstofu sjóðsins fyrir 25. septem-
ber.
LífeyrissjcSur húsasmiða
Ódýrir
morgun-
sloppar
r
1
fjölbreyttu úrvali.
Aðeins kr. 195,00 stk.
Marleinn Einarsson & Co.
DÖMUDEILD SÍMI 12815.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. sept. 1964 0