Alþýðublaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 4
Umsögn stjórnar SR um ríkisábyrgð
á láni til handa Jóni Gunnarssyni
BLAÐINU barst í gær eftirfarandi
frá stjórn SíldarverksmiSja ríkis-
ins.
Að gefnu tilefni telur stjórn
Síldarverksmiðja ríkisins ástæðu
til að birta fundargerð verksmiðju
stjórnavinnar frá 11. þ. m. og fleiri
upplýsingar varðandi umsögn
stjórnar S. R. um beiðni Jóns
Gunnarssonar, verkfræð-
ings til Sjávarútvegsmálaráðuneyt
isins um meðmæli með ríkisábyrgð
á lánum, sem hlutafélag, sem hann
ætlar að stofna. taki til byggingar
síldarverksmiðju á Raufarhöfn
með 5 þúsund móla afköstum á sól-
arhring, en Sjávarútvegsmálaráðu-
neytið liafði sent stjóm S. R.
beiðni þessa til umsagnar.
Hafði Jón Gunnarsson áætlað
kostnað við byggingu verksmiðj-
unnar 65 milljónir króna. Af þess-
ari upphæð myndi hlutafélag, sem
Jiann ætlaði að stofna til að reisa
og reka verksmiðjuna, liafa yfir
að ráða fjármagni að upphæð 10
milljónir króna. Mismuninn, kr.
55 milljónir, þyrfti félagið því að
taka að láni. í erindi sínu fer Jón
Gunnarsson fram á meðmæli fyrir
ríkisábyrgð á lánum, sem tekin
yrðu í þessu skyni,
í niðurlagi erindis Jóns Gunn-
arssonar til Sjávarútvegsmálaráðu
neytisins segir svo:
; „Sé eingöngu reiknað með verk-
emiðjuaí'köstunum á Austfjörðum
Og Raufarhöfn, þá er burðarmagn
‘síldveiðiflotans miðað við verk-
omiðjuafköstin um 5 sinnum
tneira nú en árið 1942.
Af framangreindu er ljóst, að
íialdi síldin áfram á næstu árum
'Áð halda sig á norð-austursvæðinu
og ýt af Austfjörðum, eru fyrir-
sjáanleg stórkostleg áframhald-
andi afgreiðsluvandræði í öllum
aflahrotum á þessu svæði, auk
tiess sem heildarafköst verksmiðj-
anna á Norður- og Austurlandi eru
<iú miklu minni miðað við burðar-
tnagn síldveiðiflotans, en þau voru
íyrir 22 árum, þegar afgreiðslu-
vandræði voru sem mest. Hér er
f)ó ekki reiknað með þeim tugum
*tórra og glæsilegra skipa. sem
feru í smíðum og eiga eftir að bæt-
ast í síldveiðiflotann fyrir næstu
síldarvertíð.
Bygging nýrrar verksmiðju á
Raufarhöfn með 5000 mála afköst
um á sólarhring er því knýjandi
nauðsyn.
Hin stórkostlega aukning síld-
veiðiflotans með nýjum skipum
búnum hinum fullkomnustu tækj-
um og veiðarfærum, mönnuðum
dugmiklum sjómönnum, kemur
ekki að nema takmörkuðum not-
um og er óraunhæf nema því aðeins
að móttökuskilyrðin í landi fyrir
aflann batni tilsvarandi, en á það
hefur mjög skort til þessa.
Er hér um að ræða bráðaðkall-
andi verkefni, sem þörf er á að
leysa með átaki margra aðila.
Þar sem tími til framkvæmd-
anna er naumur, treysti ég því að
þér sjáið yður fært að senda með-
mæli yðar með umbeðinni ríkis-
ábyrgð til fjármálaráðuneytisins,
sem allra fyrst”.
Umsögn stjórnar S. R. um
beiðni Jóns Gunnarssonar var end
anlega ákveðin á fundi verksmiðju
stjórnarinnar 11. þ. m., þar sem
mættir voru Eysteinn Jónsson, Jó-
hann G. Möller, Þóroddur Guð-
mundsson, Jónas G. Rafnar, vara-
maður Sveins Benediktssonar, og
Eyþór Hallsson, varamaður Sig-
urðar Ágústssonar. Var gerð eftlr-
farandi bókun:
„Bréf sjávarútvegsmálaráðu-
neytisins dagsett 17. ágúst, þar
sem óskað er umsagnar um erindi
Jóns Gunnarssonar, um rikis-
ábyrgð í sambandi við 5000 mála
verksmiðju á Raufarliöfn, sbr.
fundargerð 27. ágúst 1964, liður 7
og fundargerð 10. sept. liður 3,
Jóhann G. Möller varaform.
setti fundinn og stjórnaði lionum.
Eyþór Hallsson lagði fram eftir-
farándi tillögu:
„Þar sem mjög skortir á, að af-
köst síldarverksmiðjanna á Aust-
fjörðum og Raufarhöfn nægi til
viðunandi móttöku á afla síldveiði
flotans á veiðisvæðinu út af Mel-
rakkasléttu, Þistilfirði og Langa-
nesi og fyrir Austfjörðum, þá sam-
þykkir stjórn S. 8. að mæla með
því við sjávarútvegsmálaráðherra,
að hlutafélagi, sem Jón Gunnars-
son, verkfr., ætlar að stofna, verði
veitt rikisábyrgð sú, sem hann hef-
ur farið fram á til þess að reisa
síldarverksmiðju á Raufarhöfn
með 5 þúsund mála afköstum á
sólarhring".
Jóhann Möller bað Eyþór Halls-
son að stjórna fundinum meðan
liann gerði stuttlega grein fyrir
skoðun sinni á málinu.
Eysteinn Jónsson óskaði að fram
færi nafnakall um tillöguna og
var það gert.
Já sögðu: Jónas Rafnar, Eyþór
Hallsson og Eysteinn Jónsson með
tilvísun í sérstaka greinargerð,
„sem ég óska að send verði með
svari verksmiðjustjórnar”, svo-
hljóðandi:
„Sjávarútvegsmálaráðherra lief-
ur óskað eftir áliti stjórnar síldar;
verksmiðja ríkisins á því, hvort
veita eigi hlutafélagi, sem Jón
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
gengst fyrir, ríkisábyrgð fyrir ca.
53 milljón króna láni til þess að
byggja síldarverksmiðju á Raufar
höfn, sem bræði 5000 mál á sólar-
hring.
Út af þessu vil ég láta í ljós eft-
irfarandi álit mitt á því, hvað nú
beri að gera til að auka afköst
síldarverksmiðjanna á Austur- og
Norðurlandi:
1. Stækka Seyðisfjarðarverk-
smiðju S. R. í 10.000 mála bræðslu
afköst á sólarhring, byggja þar
afurðageymslur í hlutfalli við það
og hráefnageymsiur (þrær) nægi-
lega stórar fyrir þau afköst og um
skipun síldar til verksmiðja á
Norðurlandi.
2. Stækka Raufarhafnarverk-
smiðju S. R. í 8.000 mála bræðslu
á sólarhring og auka afurða- og
hráefnisgeymslur í samræmi við
það.
3. Koma upp síldarbræðslum í
syðstu kauptúnunum á Austur-
landi þar sem engar eru og á Þórs
höfn a. m. k. til stuðnings söltun
á þessum stöðum.
4. Veita hlutafélagi, sem Jón
Gunnarsson gengst fyrir ríkis-
ábyrgð fyrir 55 milljón króna láni,
til að byggja • 5.000 mála verk-
smiðju á Raufarhöfn, enda sé fé-
lagið að öllu leyti eign innlendra
‘
Merkjasala Krabbameinsfélaganna
er á morgun (sunnudag)
Merki afgreidd kl. 10 f. h. — Skilatími kl. 5 —- 6 e. h.
Austurbær: Húsgagnav. Erlings Jónsson Skólavörðustíg 22 —
Skátaheimilið — Laugarnesskóli — Vogaskóli — Lang-
holtsskóli — Breiða-ge rðissköli.
Vesturbær: Vesturbæjarskólinn Öldugötu 23 — Melaskóli. — Skrif-
stofu Knabbameinsfjél ags íslands, Suðurgötu 22.
Steltjarnarnes: Mýrahúsaskóli.
Kópavogur: Félagsheimiji Kópavogs.
aðila, hlutafé verði a. m. þ. 10
milljónir, ríkisábyrgðarlánin helzt
til 15 ára og veiting ábyrgðarinn-
ar og .lántaka til verksmiðjunnar
komi ekki í veg fyrir þær fram-
kvæmdir, sem greindar eru hér að
íraman.
Ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir
að fullnægjandi afurða- og hrá-
efnisgeymslum verði komið upp
við S. R, á Reyðarfirði, löndunar-
bryggjur endurbyggðar á Siglu-
firði og nauðsynlegar ráðstafanir
gerðar til þess að bæta svo sem
frekast er unnt tæknibúnað Síld-
arverksmiðja ríkisins í því skyni
að hækka verð á síld.
Láta mun nærri að S. R. hafi
varið 105 milljónum til fjárfest-
ingar á árunum 1962-1964 (3 ár-
um). Þetta er kostnaður við að
kaupa, endurbyggja og stækka
Seyðisfjarðarverksmiðjuna í 5.000
mála afköst, byggja 3.000 mála
verksmiðju á Reyðarfirði, og vant-
ar þó mjög á að hráefnis- og af-
urðageymslur séu fullnægjandi
við þessar verksmiðjur. (Áætlað er
að vanti framkvæmdir upp á 17
milljónir enn til þess). Þá er þarna
í kostnaður við að koma á fullnýt-
ingu á soðkjarna í öllum verksmiðj
um S. R. nýtt suðukerfi á Siglu-
firði o. fl. endurbætur á gömlu
verksmiðjunum, sem lífsnauðsyn-
legar voru eftir síldarleysisárin.
S. R. tók við 13 milljón króna
áhvílandi skuldum með gömlu
Seyðisfjarðarverksmiðjunni og
hefur því orðið að leggja út nálægt
92 milljónir til þessara fram-
kvæmda.
Þrátt fyrir ítrekaðar málaleit-
anir til ríkisstjórnarinnar um að
útvega lánsfé til þessara fram-
kvæmda, hafa ekki fengist nema
tæpar 20 milljónir alls að láni til
þeirra. S. R. hafa því orðið að festa
í þeim af sínu fé á 3 árum um 72
milljónir króna og hefur það leitt
til verulegrar lausaskuldasöfnun-
ar.
Afleiðingarnar af þessu eru þær,
að ekki hefur einu sinni verið
liægt að Ijúka verksmiðjunum á
Seyðisfirði og Reyðarfirði og frek-
ari framkvæmdir til að auka
bræðsluafköst með öllu útilokað-
ar. Ennfremur að þrátt fyrir góða
rekstrarafkomu eru verksmiðjurn-
ar stöðugt í fjárhraki og liafa ekki
getað komið í framkvæmd nauð-
synlegum tæknilegum endurbót-
um, hvað þá aukið afköst sín eða
hráefnisgeymslur eins og þurft
hefði til að þjóna stækkun síldar-
flotans.
Framangreindar framkvæmdir
tel ég nauðsynlegar til þess að
hægt sé að nýta síldaraflann fyrir
Austur- og Norðurlandi og horfast
verður í augu við þá staðreynd, að
til þessara framkvæmda verður að
útvega lánsfé”.
Þóroddur Guðmundsson sagði
já, og gerði grein fyrir atkvæði
sínu á þessa leið: „áð hann telji
brýna nauðsyn bera til að auka
.allverulega afköst síldarverk-
smiðja á Austur- og Norðurlandl
og að margir kostir væru við það
að slíkar framkvæmdir færu fram
á vegum S. R. Hinsvegar hafi S.R.
gengið mjög illa að fá lánsfé til
þeirra stækkana, sem framkvæmd
ar hafa verið undanfarið og allt í
óvissu um hvort fé fæst til þeirra
endurbóta og stækkana, sem
stjórn S. R. hefur samþykkt, þess
vegna segi hann já”.
Nei sagði Jóhann G. Möller og
óskar eftirfarandi bókað:
„Ég tel nauðsynlegt að auka af-
köst síldarverksmiðjanna á Aust-
ur- og Norðurlandi (Raufarhöfn),
ásamt þróarrými þeirra og lönd-
unarafköstum, til þess að auka af-
skipunarmöguleika hins stækkandi
síldveiðiflota fyrir yfir síldveiði-
tímann og koma þannig í veg fyr-
ir löndunarbið.
Einnig þarf að auka afskipunar
möguleika ’ síldveiðiflotans með
því að nýta betur þær verksmiðj-
ur, sem fyrir eru Norðanlands með
aukinni tækni við síldarflutninga.
Á fundi í verksmiðjustjórn í
gær (10. sept.j var samþykkt með
öllum atkvæðum að stækka verk-
smiðjuna á Raufarhöfn úr 5.000
málum í 8.000 mál og er áætlað að
sumarvinnsla verksmiðjunnar
verði við það 450 þús. mál eða um
150 þús. mála afkastaaukningu
yfir síldveiðitímann og reyndar
meiri, miðað við 60 daga vinnslu
ög aukið þróarrými.
Þá var samþykkt að auka þróar-
rými verksmiðjunnar úr 62.500
málum í 87.500 mál eða um 25.000
mál.
Löndunarafköst verksmiðjunnar
eiga að aukast úr 900 málum á
klst í 1500 mál á klst. eða um 600
mál á klst., þ. e. 14400 mála lönd-
unaraukning.
Varðandi Seyðisfjörð var sam-
þykkt að stækka verksmiðjuna úr
5.000 málum í 7.500 mál og er á-
ætlað að sumarvinnsla verksmiðj-
unnar verði 400 þús. mál í stað
300 þús. mál, eða um 100 þús, mála
afkastaaukningu.
Þá var einnig samþykkt að auka
þróarrými verksmiðjunnar úr.
22.500 málum í 60.000 mál eða um
37.500 mál.
Löndunarafköstin eiga að auk-
ast úr 1.000 málum á klst. í 1.500
mál á klst., þ. e. 12.000 mála lönd-
unaraukning á sólarhring.
Þessar framkvæmdir og bætt að-
staða til síldarflutninga munu stór
auka afskipunarmöguleika síld-
veiðiflotans næsta sumar og eru
því bráðnauðsynlegar.
Þar sem ég tel eðlilegt, að síld-
arverksmiðjur ríkisins hafi einar
með höndum alla síldarbræðslu á
Raufarhöfn, eins og verið hefur,
og stækkun Raufarhafnarverk-
smiðjunnar fyrirhuguð samkvæmt
framangreindu — og frekari stækk
un framkvæmist síðar af S. R.
mæli ég gegn því að umbeðin rík-
isábyrgð fyrir láni til Jóns Gunn*
arssonar verði veitt, og segi því
nei”.
Tillaga Eyþórs Hallssonar sam-
þykkt að viðhöfðu nafnakalli með
4 atkv. gegn 1.
Jónas Rafnar óskar bókað:
„í tilefni af greinargerð Eysteins
Jónssonar vil ég taka fram, að ég
tel mjög knýjandi að komið verði
sem fyrst upp síldarbræðslu á Þórs
höfri, án þess að gera um það til-
lögu á þessum fundi, þar sem mál-
ið þarfnast nánari undirbúnings”.
4 19. sept. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ