Alþýðublaðið - 06.10.1964, Page 10

Alþýðublaðið - 06.10.1964, Page 10
• . •' •••• ••:•:;;•••-::i;- KR sigraði Akureyri á vafasamri aukaspyrnu MIKIÐ annríki var í Bikarkeppni KSÍ á sunnudaginn var. En þá fóru fram þrír leikir í keppninni. Tveir í Reykjavík og einn á Akra- nesi. KR var aSili a8 báðum leikj- unum hér, og hafði sigur í hvort- tveggja. Annarsvegar meistara- flokkurinn, gegn Akureyringum, sem nú hafa tekið' sæti í I. deild á ný, en sluppu með nauman sig- ur á heimavelli, gegn B-liði Fram á dögunum í þessari sömu keppni, og hinsvegar KR-b, sem atti kappi við hina nýbökuðu íslandsmeist- ara frá Keflavík. Á Akranesi máttu ■ ■'mÓTTAFRÉTm i STUTTU MÁLI ★ London, 4. okt. (ntb-reut.-) England sigraði írland í knatt- ^pyrnu á laugardag með 4-3 í Wind ójor Park og Wales vann Skotland Jheð 3-2 í Cardiff. ★ Osló, 4. október (NTB). , Lyn varð norskur meistari í Snattspyrnu 1964, hlaut all$,.26 st. í 18 leikjum, en 9 lið eru í 1. deild. — Fredrikstad er í öðru sæti með 24 stig og Sarpsberg þriðja með 23 stig. Raufoss og Brann fellu nið'ur í 2. deild. Arsþing Körfuknattleikssam- bands íslands fer fram í KR-hús- inu 1. nóvember og hefst kl. 10 f. h. heimamenn prísa sig sæla að merja sigur yfir fall-liði Þróttar úr I. deild. KR — ÍBA 1:0 ÞAÐ skorti mjög á að leikur þessi einkenndist af þeim hæfilega skap- hita og skerpu, sem þarf til þess að gefa knattspyrnukappleik líf og lit, og þá ekki síst útsláttarkeppni sem þessari. Þetta var mest mið- vallar-puð, þar sem boltinn lenti oftar hjá mótherja en samherja. Segja má, að aðeins tvívegis væru minnisstæð atvik hvort- tveggja síðast, sitt í hvorum hálf- leik. Annarsvegar er Magnús Jón- atansson v. útvörður Akureyringa átti fast skot að marki á 44. mín. en sem Heimir varði ágætlega, svo og er Ólafur Lárusson nýliði í inn herjastöðu KR, stóð fyrir opnu marki og skaut yfir. Að undan- skildu þessu og svo skoti, er Heim ir varði á 12 mín. leiksins, skeði Iít ið frásagnarvert. SÍÐARI HÁLFLEIKUR 1:0 ÞRÁTT fyrir það að Akureyringar hertu sig.mun betur í þessum hálf- leik og ættu nokkur skot að marki, tókst þeim þé aldrei að setja KR- markið í neina verulega hættu. Þegar á 4. mín. átti Skúli sæmi- legt skot, en Heimir varði það auð- veldlega. og nokkrum mín. síðar kom loftbolti frá Magnúsi, sem féll niður fyrir framan mark KR, en skoppaði yfir. Á 43. mín, mun aði mjóu að Ellert tækist aí skalla og skora, en öðrum bak verðinum tókst að vera fyrri ti og skalla út fyrir endamörk. Lok; rétt fyrir leikslokin fengu KR-ing ar aukaspyrnu dæmda á vítateigs línu, og var sá dómur mjög vafa samur en bjargaði hins vegar sig inum í land fyrir KR. Ellert Schram tók síðan spyrri una, firnavel og skoraði glæsilegs Hinn annars ungi og lipri mark vörður Akureyringa, Samúel Jó harinsson, fékk ekki ráðið vi skotið, sem hafnaði í netinu o tryggði KR sigurinn. Hefði mark vörðurinn reynt að slá yfir, va kannske möguleiki að bjarga, e að ætla að reyna að grípa slíka bolta, svo fastur og beinskeyttu sem hann var, reyndist ókleii enda þaut hann rétt undir slá o„ inn, eins og fyrr segir. í liði Akureyringa má auk Jóns Stefánssonar, miðframvarðar, sem var einn traustasti maður liðsins, geta Valsteins Jónssonar v. út- herja, sem er mjög eftirtektarverð ur leikmaður, lipur og laginn. Einn ig var Steingrímur Björnsson oft snarpur og harðskeyttur. Hörður Felixsson var traustasti maður KR-varnarinnar auk Heim- is, sem að vísu reyndi ekki mikið á, en greip mjög vel inn í þegar þess þurfti með. Einar Hjartarson dæmdi leik- inn, var hann sýnilega ekki í of- þjálfun og fór gjarna eftir upp- hrópunum leikmanna. — EB Steingrímur IBA sækir að Heimi markverði KR. Akranes sigraði Þrótt með 1:0 Hörður Felixson, miðframvörður, skallar frá marki KR í leiknum gcgn ÍBA. Leikur Akurnesinga í Bikar- keppninni við fall-lið Þróttar, sem fram fór á Akranesi á sunnudag- inn, bar ekki sannri bikarkeppn- is „stemmningu” mikinn vott. — Þetta var svona á borð við sæmi- legan æfingaleik, þar sem jafnt er skipað í liðin. Þróttur átti eitt hörkuskot í stöng í fyrri hálfleik, frá Axel, og var það einna næst sem Þróttarar komust að marki þeirra Skagamanna í leiknum. — Annars var fyrri hálfleikurinn mjög jafn — þ. e. jafn sviplítill á báða bóga. í síðari hálfleik herða Skagamenn róðurinn, og er um 1/3 hluti hálfleiksins var liðinn, tókst þeim að skora þetta eina mark sem gerði út um leik- inn og gaf Skagamönnum mögu- leika á að halda áfram keppninni. Markið kom upp úr aukaspyrnu, sem Þórður Jónsson framkvæmdi snoturlega og sendi inn að mark- inu, en 'hinn efnilegi nýliði, Guðjón Guðmundsson, bætti því við, sem dugði og skoraði. Var þetta rétt lagleg afgreiðsla lijá Guðjóni og viðstöðulaus. Fleiri möguleika áttu Skagamenn að vísu í hálfleiknum, en þeir fóru í súginn. Hins vegar dugði þetta sem komið var, þar sem Þrótti tókst ekki að gjalda í sömu mynt. Það qr næsta eftirtektarvert, að hin gamalgrónu lið, KR og D.A. sigra bæði úr aukaspyrnum, og að eins með 1 marki bæði í síðari hálíleik. Sigrar þeirra hanga á þprriminni — og i þau sýndur ekki þetri. eða sigurstranglegri leikur eða knattmeðferð en vænt- anlegir nýliðar í I. deild, eða fall- lið þaðan. Hver er leiksins raun- verulegi munur? — Er hann ann- ars nokkur, knattspyrnulega séð, þegar á allt er litið. Spyr sá, sem ekki veit. Frjálsíbróttaæf- ingar Ármenninga Frjálsíþróttadeild Ármanns er nú að hefja vetrarstarfið. Æfingar deildarinnar í vetur eru á þriðju- dögum og föstudögum kl. 7-8 síðd. Nýr þjálfari tekur nú við störf- um hjó frjálsíþróttadeildinni, en það er Þorkell Steinar Ellertsson, sem undanfarin ár hefur stundað íþróttanám og íþróttakennslu er- lendis. Frjálsiþróttamenn cru hvattir til að fjölmenna til æfinganna, og notfæra sér góða kennslu hjó fé- laginu. Æfingarnar fara fram í í- þróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. Félagslíf: " Innanfélagsmót í kúlu-, kringlu- og sleggjukasti í dag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 6.15. , ;• í. R. /10 6- október 1964 - ALÞÝÐU BLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.