Alþýðublaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 2
AmzmmMMM) Eltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl: Arni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðseturi Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriítargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. EININGARHJAL ÞJOÐVILJINN fer í gær mörgum orðum og fögrum um nauðsyn stéttarlegrar einingar innan samtaka alþýðunnar og bendir réttilega á, að sam staða hafi skapazt um ýmis veigamikil mál á undan förnum mánuðum. Framkoma kommúnista og fylgifiska þeirra á Alþýðusambandsþingi hefur þó fram að þessu verið í öðrum dúr en leiðari Þjóðviljans, því þar hefur lítið bóláð á samstarfsvilja eða samvinnuá- huga. Á það hefur áður verið bent í forystugrein- um Alþýðublaðsins, að þörf sé ýmissa breytinga á skipulagi alþýðusamtakanna og að fjármál þeirra séu nú að kompst í slíkt öngþveiti að við gjaldþrot jaðrar. Kommúnistar megá þó vita, að vonlaust er að koma fram umbótum í þessum efnum, nema minni hlutinn fái nokkra hönd í bagga um stjórn samtak anna á næstu árum. Virði meirihlutinn rétt minni- hlutans enn að vettugi ,geta meirihlutamenn sjálfum sér einum um kennt, ef úrbætur ekki fást á þessu þingi. Kommúnistar hafa misnotað sér aðstöðu sína í Alþýðusambandinu og óspart beitt því fyrir póli- tíska kerru sína. Það er ekki vilji verkafólks al- mennt, að þeim skrípaleik verði haldið áfram, heldur verði nú stefnt að því markvisst að bæta kjör verkalýðsins, en pólitískir hagsmunir látnir sitja á hakanum. Einingarhjal Þjóðviljans er markleysa ein, með an ekki verður látið undan sanngjörnum kröfum um aðild minnihlutans að stjórn Aiþýðusamhands ins og stjórn sambandsins kjörin á breiðum fagleg um grundvelli, RITSTJÓRASKIPTI RITSTJÓRASKIPTI hafa nú orðið við blað jafnaðarmanna á Akureyri, Alþýðumanninn. Bragi Sigurjónsson hefur látið af störfum sem rit stjóri, en við hefur tekið Steindór Steindórsson í síðasta tölublað Alþýðumannsins ritar Emil Jónsson stutta grein um ritstjóraskiptin þar sem hann segir meðal annars: Þegar Bragi Sigurjóns- son lætur nú af ritstjórn Alþýðumannsins er mér ljúf skylda að færa honum kæra þökk fyrir hið langa og giftudrjúga starf. Við ritstjórn blaðsins tók hann í ársbyrjun 1947 og hefur alla tíð síðan veitt því forystu hins skelegga baráttumanns og færa penna. Undir ritstjórn hans hefur blaðið unn ið sér álit sem eitt bezt ritaða stjórnmálablað lands ins og fá stjórnmálablöð hafa verið jafn skelegg og hörð í baráttu. Þetta er sú farsæla og glæsilega forysta, sem blaðið hefur veitt undif forystu Braga og fyrir það eru honum færðar kærar þakkir“ AlþýðublaBið vill taka undir þessi orð og býð ur jafnframt hinn nýja ritstjóra og ritnefndar- menn sem með honum munu vinna, velkomna til starfa. 2 19. nóv. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ RÝR AFLI VESTFJARDA- BÁTA í OKTÓBERMÁN. YFIRLIT yfir sjösókn og aflabrögð í Vest- firðingafjórðungi í október 1964. Nokkrir stærri bátanna byrjuðu ródra um og upp úr miðjum mán- uðinum, en almennt munu róðrar ■ekki hefjast fyrr en um mánaðar mótin, og er það nokkru seinna en undanfarin liaust. Afiinn var yfirleitt mjög rýr hjá þeim bát- um, sem byrjaðir voru róðra, 4-5 lestir að meðaltali í róðri. • Heilðaraflinn í fjórðungnum var 1193 lestir í október, en var |747 lestir á sama tíma í fyrra. Aflinn í einstökum verstöðvum. j PATREKSFJÖRÐUR . Sæborg hóf róðra í byrjun októ ber og aflaði 108 lestir í 20 róðr j um, Dofri fékk 3 lestir í einum róðri. Fimm dragnótabátar voru að veiðum fram eftir mánuðin um, og var afli þeirra 12 lestir. Þar af var rúmlega helmingur háméri, sern var fryst til útflutn ings, og fengu bátarnir 10 krónur fyrir kílóið. Helga Guðmundsdóttir stundar síldveiðar. TÁLKNAFJÖRÐUR Guðmundur á Sveinseyri var einn byrjaður róðra og var búinn að fá 40 lestir í 9 róðrum. Sæ- úlfur byrjar væntanlega róðra um mánaðarmótin. BÍLDUDALUR Andri byrjaði róðra um miðjan mánuðinn og var búinn að fá 53 lestir í 14 róðrum. Einn dragnót- arbátur, Jörundur Bjarnason, fékk 50 lestir í 11 róðrum. Rækju veiðar eru enn ekki byrjaðar en vonir standa til, að þær geti haf izt upp úr mánaðarmótunum. ÞINGEYRI Þorgrímur var búinn að fara 6 róðra, og var afiinn 24 lestir. Hinir tveir bátarnir, Fjölnir og Framnes, hefja væntanlega róðra upp úr mánaðarmótunum. FLATEYRI Bragi aflaði 17 lestir í 4 róðrum og nýr bátur, Hilmir II. sem keypt ur var til Flateyrar í liaust var búinn að fara einn iróður, og fékk 4 lestir. Hinrik Guðmundsson og Rán frá Hnífsdal, sem Hjallanes h.f. hefir tekið á leigu, byrja vænt anlega róðra fljótlega eftir mán aðarmótin. SUÐUREYRI 13 bátar stunduðu róðra frá Suðureyri í október, og varð heild 'arafli þeirra 208 lestir. Aflahæst ir voru Friðbert Guðmuridsson með 49 lestir í 12 róðrum, Sif 32 lestir í 7 róðrum, Gyllir 32 lestir í 9 róðrum og Stefnir. 23 lestir í 7 róðrum. Af stærri bátunum eru Hávarð ur og Draupnir ekki byrjaðir enn þá, en byrja væntanlega iróðra fljótlega. BOLUNGARVIK :Af stærri bátunum voru Hug- rún og Þorlákur Ingimundarson byrjaðir róðra, og var Hugrún búin að fá 38 lestir í 7 róðrum og Þorlákur 14 lestir í 3 róðrum Guðrún, minni bátur, sem rær með 80 lóðir, aflaði 42 lestir í <17 róðrum, og Geirólfur 11 lestir í þorskanet í 11 róðrum. Einar Hálfdáns og Heiðrún byrja róðra eftir mánaðarmótin, en Guðmund ur Péturs, Hafrún og Sólrún eru á síldveiðum fyrir austurlandi. HNÍFSDALUR Tveir bátar verða gerðir út frá Hnífsdal í haust, og voru báðir byrjaðir róðra. Mímir aflaði 34 lestir í 7 róðrum og Páll Pálsson 11 lestir í 2 róðrum. ÍSAFJÖRÐUR Fjórir bátar voru byrjaðir. róðra, og var heildarafli þeirra 218 lestir. Gunnvör var með HINN 6. þ. m. var stofnað í Glasgow skozkt-íslenzkt félag, Tlie Scottish-Icelandic Society. Stofn- fundinn sátu 50 Skotar og 3 ís- lendingar. Einar T. Elíasson fyrir- lesari við háskólann í Glasgow setti fundinn og stakk upp á síra Róbert Jack sem fundarstjóra. Róbert Jack lýsti síðan stofn- un og tilgangi félagsins, að halda uppi menningarlegum og öðrum tengslum milli íslands og Skot- lands. Hann þakkaði þeim Einari T. Elíassyni, Mr. Peacock og Ólafi Jónssyni skrifstofustjóra FÍ í Glas gow fyrir hjálp við að koma fé- laginu á fót. Síðan stalik hann upp aflaði 67 lestir í 24 róðrum, en hjá þorkanet í ísafjarðardjúpi og iínubátunum var aflinn þannig að Guðný fékk 62 iestir í 11 róðrum Guðbjartur Kristján ÍS. 286 45 lestir í 7 róðrum, Guðbjartur Kristján ÍS. 280 44 lestir Í7 iróðr um. Guðbjörg, Gunnhildur, Straumnes og Víkingur H- byrja allir róðra um og upp úr mánaðar mótunum, en Guðrún Jónsdóttir var byrjuð síldveiðar í Faxaflóa, SÚÐAVÍK 1 Þri'r bátar stunda róðra frá Súðavík í haust, og byrjuðu þeir allir róðra eftir miðjan mánuð- inn, og var aflinn þannig: Svanur 43 lestir í 9 róðrum, Trausti 31 lest í 9 róðrum, og Freyja, minni bátur, sem rær með 80 lóðir, 22 lestir í 6 róðrum. HÓLMAVÍK ' Frá Hólmavík stunduðu 4 bát Framhald á 4. síðu j á stjórn, sem var einróma kjör« in. Hún er þannig skipuð: Einar T. Elíasson formaður, Mr. Pea« cock ræðismaður íslands í Glas« gow og vestur Skotlandi varaform, Mrs. O. Aitken ritari, Mr. Alfreí CcDougall, Ólafur Jónsson, Mr, T. McEvans og Mr. S. KirkpatriclC meðstjórnendur. Sýnd var kvikmynd frá íslandi S fundinum, sem heppnaðist hil bezta. Umsóknir hafa borizt um upptöku í félagið og frá mörgunt hlutum Skotlands og N-Englanda hafa borizt beiðnir um stofnun deilda úr félaginu. Skozkt-íslenzkt félag-stofnað

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.