Alþýðublaðið - 19.11.1964, Page 7

Alþýðublaðið - 19.11.1964, Page 7
sem er ■ w. ■ a íí ÞÆTTIR UM ISLENZKT MAL. eftir nokkra íslenzka málfræðinga- Ritstjórn annaðist Halidór Hall- dórsson. Almenna bók'afélagiff, Reykjavík 1964. 202 bis. Sunnudagserindi útvarpsins, alþýðlegir, áheyrilegir erinda- flokkar um ýmis fræðileg efni, eru að vonum vinsælt útvarps- efni; þau eru fróðleg námfúsum áheyrendum og væntanlega að því skapi nytsamleg. Sumt af þessu efni er síðan gefið út í bókum (og mætti líklega gefa út fleira). í nýrri bók af þessu tagi er erinda flokkur útvarpsins um íslenzkt mál frá vetrinum .1963 sem Al- menna bókafélagið gefur út und ir ritstjórn Halldórs Halldórsson ar prófessors. í Þættum um íslenzkt mál fjall ar Hreinn Benediktsson fyrst um upptök og þróunarsögu íslenzks máls, en Jón Aðalsteinn Jónsson lýsir mállýzkumyndun í ísienzku, þetta eru samtals fjórar greinar. Síðan fjalla þeir Jakob Benedikts son, Halldór Iíalldórsson og Ás- geir Blöndal Magnússon í öð'rum fjórum greinum um íslenzkan orðaforða, sögu orðaforðans, ný- myndanir í íslenzku máli og um geymd orðanna. Árni Böðvarsson lýsir að lokum viðhorfi íslend- inga við móðurmálinu fyrr og síðar. Erindaflokkurinn var á sínum tíma pi'ýðilega áheyrilegur í útvarpinu, og það er fengur að honum í bók. Talað o:rð ber ört hjá, en í þessari bók er fróðleik lur sem varla er aðgengilegur í neinum einum stað öðrum. Hún er eflaust kærkomin öllum, sem annt er um mál sitt, forvitni á sögu Þess og örlögum. Og eflaust væri einnig þörf alþýðlegra fræðirita um fleiri svið islerízks máls og málvísinda, alþýðleg stílfræði gæti áreiðanlega orðið þarfiegt rit og forvitnilegt. Á þessum svið um hefur löngum verið fátt að hafa, ekki einu sinni til handhæg orðabók fyrr en Menningarsjóður bætti úr skák í fyrra. Og enn vant ar. reyndar orðabækur um orð- sifjar, samheiti o.s.frv. Fyrir hálfri annarri öld þótti beztu mönnum horfa óvænlega fyrir íslenzku máli. Rasmus Rask hélt að íslenzkan mundi bráðum útaf deyja, eins og oft er til vitn að síðan og síðast af Jakob Bene- diktsyni í þessari bók. „Reikna ég að varla muni nokkur skilja hana í Reykjavík að 100 árum liðnum en varla nokkur í landinu að öðr um 200 þar upp frá, ef allt fer eins og hingað til og ekki verða rammar skorður við reistar; jafn vel hjá beztu mönnum er annað hvört orð á dönsku, hjá almúg- anum mun hún haldast við lengst.“ En rammar skorður voru við reist ar, svo sem kunnugt er, hrein tungustefnan, sem svo er nefnd, hefur sigrað gersamlega í íslenzku. Allir höfundar þessarar bókar eru líka einlæglega sammála um hana, þótt kannski megi greina svolítinn frjálslyndismun þeirra gagnvart- tökuorðum. „íslenzk menning er órjúfanlega tengd ís- lenzkri tungu, íslenzkum bók menntum, íslenzkum orðaforða," segir Jakob Benediktsson í sinni grein. „Rofni þau tengsl, glatist sambandið við fortíðina, mundi þess skammt að bíða að saga ís- lenzkrar menningar væri öll.“ Og þessi ummæli mega víst heita trúarjátning allra þeirra sem við íslenzkt mál fást, hvernig sem svo gengur að framfylgja trúarsetning unum í verki. En það er fáheyrt eða óheyrt að hreintungustefn- unni sé mótmælt af nokkurri al- vöru. En mál er ekki gagn til að geyma á safni, til að varðveita minningu fortíðarinnar, mál er hugsunartæki og hugsunartækni Okkur er nauðsyn að geta orðað á íslenzku „allt sem er hugsað á jörðu“. I’essi' nauðsyn er sígild, en óneitanlega hefur hún sífellt orðið brýnni og tilfinnanlegri síðustu áratugina og verður sí og æ brýnni. Og þetta er liöfundum bók arinnar náttúrlega prýðisvel Ijóst, einhverjir fróðlegustu og for vitnilegustu þættj^- hennpr eru greinar Halldórs Halldórssonar um nýgervinga í fornu máli og nýju. Þar eru rakin ýmis dæmi nýmyndana sem vel og aðdáan- lega hafa tekizt og eflt og auðg að tunguna, engum þarf að bland ast hugur um að nýgerving henn ar að þeim hætti sé okkur nauð- syn framvegis. En lærdómsríkt hefði það líka verið að sjá rakin heiti og hugtök úr alþjóðlegu máli, sem að svo konmu yrðu ekki orðuð á íslenzku, eða ekki nema til hálfs, en sem við þurf- um kannski á að halda daglega eða annan hvorn dag. Jakob Bene diktsson bendir á það að þjóð- félagshættir hafi átt drjúgan þátt í að varðveita kjarna málsins ó- spilltan meðan atvinnulíf og bú- skaparlag íslendinga stóð að mestu í stað. Sú kyrrstaða er nú löngu fyrir bí, og enginn harmar hana, en vera kann að hinn alþýð legi kjarni málsins sé síðan að kom ast í hættu, valdi ekki því hlut- verki sem málinu er ætlað. Hall dór Halldórsson tekur dæmi af ungum eðlisfræðingi sem sagði honum „að það sem stæði eðlis- fræði mest fyrir þrifum hér á landi, væri að ekki væri hægt að vel má vera einhver hæfa í því. En engum sem að staðaldri les blöð, hlustar á útvarp og við ræður manna á meðal, kemur á mannfundi þarf að blandast hug ur um að mikið af því máli sem notast í daglegum samskiptum okkar, er ógn fátæklegt, merg- laust, afbakað. Blöð og útvarp bera því daglega og stundlega vitnj hve mönnum getur mistek- izt hraparlega að orða einfalt mál erlent á íslenzku, hve ósýnt mörgum er að verða að hugra á eigin rnáli. Taki rrienn ‘ hvaða blað sém er og lesi' til dæmis Gerður er greinarmunur á „akt ífum“ og ,,passífum“ orðaforða máls á hverjum tíma, það yrði fróðlegt að' athuga hvernig þessi hlutföll reyndust í daglegu máli íslenzku, blaðamáli, bókmáli. Móðurmálskennsla skólanna og opinber málvöndunarviðleitni er svo kapítuli út af fyrir sig. Oft er eins og allt ofurkapp sé lagt á að skrifa um tilteknar greinar á skilj anlegu máli fyrir alþýðu manna“. Á nýjum tíma, í hringiðu nýrra kenna mönnum stafsetningarregl lífshátta, siða, menningar er okkur Ur annarg vegar, cins og þær séu sí og æ þörf á nýju máli, og þaff verður að vera mál skiljanleg okkur öllum, en ekki sérhæft mál fárra útvalinna. Sé hreintungu- stefnan færð út í öfgar getur hún hæglega orðið dragbítur á eðlilega málmyndun og þar með alla hugsunarviðleitni á íslenzku. Á hinu leitinu er svo „enska sýk in,“ sem Halldór Ilalldórsson geg ir frá og herjar nú mál frænda okkar á Norðurlöndum. Það er stundum sagt að íslenzka sé nú betur töluö og rituð en , nokkru sinni fyrr um aldabil. Og einhvers verðar sjálfra sín vegna og forðast „slettur." í máli sínu hins vegar. Og þá einkum dönsku slettur svokallaðar, eins og okk ur stafi einhver hætta af dönskum. áhrifum núorðið! En slettur í máli eru sannarlega hættulausar meðan þær eru einangraðar af byggingu og allri gerð málsins. Og vald á máli er sannalega fólg ið í öðru en kunna að staf- og kommusetja einhvern uppgerðan texta. Okkur er þörf á auðugum, öflugum orðaforða sem takj til sem allra flestra sviða daglegrar reynslu okkar innra og ytrá, heima og heiman, skilningi þessa orðaforða og kunnáttu að með höndla hann, beita honurri í dag legum samskiptum. Og það er heimilt að spyrja' hvernig skól- unum gangi og hversu þeir á- stundi að innræta nemendum sín um þetta %'eganesti. Daglegt mál íslenzkt, og ekki þá sízt ýmsar þýðingartilraunir, beinar eða ó- beinar, bera því sannarlega vitni að þetta vald málsins sé nú al- mennt í hnignun. Og þá verða sletturnar fyrst háskalegar þeg ar mótstöðuafl málsins er á þrot um, þegar vönuð erlend hugsun er komin í stað innlendrar málskia unar. Vandi íslenzks máls nú á dög- um er náttúrlega ekkert einsdæmi i íslenzku né er hann bundinú okkar tímum. En núverandi menn ingarástæður okkar kunna að gera hann sérléga brýnan og eftirtekt arverðan. Hann verður áreiðan- lega ekki leystur i neitt eitt skipti fyrir öll, lifandi tunga á' sífelit við ný vandamál að etja, og állir lesendur þessarar bókar um is- lenzkt mál óska þess sjálfsagt með höfundum hennar að íslenzk tunga megi lifa og dafna um aí-í ur. En bókin er þarfleg og þakk arverð fyrir það að vekja athygii á ýmsum vandamálum íslenzkrar tungu um þessar mundir, og verði hún til að vekja lesendur til íhug unar daglegs málfars síns, skilu ings á gildi þess fyrir sjálfa þá og aðra, hefur hún gert meir en svara sinni fyrirhöfn. Ó.J. F.r4-M»E-RsK+F-R4.'M-E>'R-K«i|-F-R+M-B=R: PÓSTSTJÓRN Bandaríkjanna gaf út nýtt frímerki hinn 20. júní 1963. — Var það 100 ára afmælismerki Vestur-Virginíu ríkis. — Frímerk- ið er 5 centa merki og útgáfustað- ur þess var borgin Wheeling, sem var upprunalega höfuðborgin, Charleston ‘varð höfuðborg 1885. Á frímerkinu sjást til vinstri landa mæralínur Vestur-Virginia rikis, prentaðar í rauðum lit með græn- um bakgrunni. — Til hægri.sjást byggingar í Charléston-borg ásamt ártölunum 1863-1963. — Stærð merkisins er 2.13x3.65 sm. — Upp- lag 120 milljónir. Vestur-Virginia var upphaflega hluti af Virginia- ríki, en klofnaði frá í Borgara- styrjöldinni. — Atvinnuhættir þar voru í þann tíma þannig, að íbúar Vestur-Virginiu höfðu ekki áhuga á þrælalialdi og-studdu því ekki Suðurríkin í styrjöldinni. Sam- band Vestur-Virginiu og Virginiu rofnaði 1.861 og 1863 varð Véstur- Virginía eitt af ríkjum Bandaríkj- anna. Wheeling varð þá höfuð- borgin, en seinna eða 1885 varð Charleston höfuðborg rikisins. — Vestur-Virginia er á mótum Suð- austur-ríkja og Norður-ríkja Bandarikjarina. — Norðaustur- héruðin er sá' hluti landsins, sem á Evrópu stærsta skuld að gjalda. - Til þessara héraða Ameríku fluttust milljónir Evrópu-manna, af ýmsu og ólíku þjóðerni. Þessi héruð hafa því oft verið nefnd „Deiglan". — Þarna átti sér stað sú sambræðsla, sem skapaði am- erísku þjóðina eins og við þekkj- um hana í dag. — Þegar við nú lítum á þessi iðnaðarhéruð, er erf- itt að gera sér grein fyrir því, að i bóginn og allan þennan tíma Völ'U þania voru óbyggðir einar og óbyggðirnar og öræfin stærsta afí- frumskógar fyrir ekki meira en i ið í sköþun og þróun hinnar urigu 300 árum síðan. — Þau áhrif, sem þessar óbyggðir höfðu á fr’um- byggjana, mörkuðu djúp spor í síðari þróun hins nýja heims. — í þrjú hundruð ár hélt landnámið áfram lengra og lengra vestur á þjóðar. — En í dag má sjá í Vest- ur-Virginiu, á víssum svæðum, yf- irborð jarðarinnar alsett djúpum sárum, þar sem geysistórar vél- skóflur aúsa upp mjúku rauðleitu Framhald á 10. síðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. nóv. 1964- J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.