Alþýðublaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 19.11.1964, Blaðsíða 11
 FRÁ ÁRSÞINGI KKÍ: Vaxandi þátftaka örfuknattleik Á nýafstöðnu ársþingi KKÍ, sem við iiöfum skýrt frá hér í blaðinu, er rætt um þann fjölda sem leggur stund á körfuknatt- leik, en hann var sl. ár 1228 kon- ur og karlar. Þessar upplýsingar eru sam- kvæmt kennsluskýrslum er ÍSÍ Þorsteinn Hallgrímsson, fyrirliði ÍR-inga. hafa'borizt fyrir árið 1963. Þessi þátttökufjöidi skiptist þannig milli karla og kvenna: Karlar Konur íb. Reykjavíkur 569 80 — Hafnarfj. 20 — Siglufjarðar 12 12 — Ólíjfsfjárðar 35 28 — Akureyrar 140 16 — Vestm. 40 — Suðurnesja 50 Ú.Í.A. ' 16 Ums. Kjalarness 15 — Borgarfjarðar 25 14 Hs. Strandamanna 8 — V.-ísfirðinga 16 — Skarphéðinn 132 Pjöldi þeirra, sem iðka körfu- knattleik mun vera talsvert meiri en þessar kennsluskýrslur bera með sér. Er t. d. athyglisvert- að Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu sýnir enga iðk- endur körfuknattleiks, enda þótt vitað sé, að Stykkishólmur og Borgarnes nafi háð bæjarkeppni í þessari íþróttagrein um árabil. A6. sjálfsögðu nær þessi upp- talning ekki yfir þann mikla fjölda unglinga, sem iðka körfuknattleik í skólum landsins. Á þessu þingi var einnig getið landsleikja íslands í körfuknatt- leik, en þeir eru: Ísland-Danmörk: 1959 í Kaupm.höfn 49-52 1961 í Kaupm.höfn 45-49 1962 í Stokkhólmi 60-41 Evrópubikarkeppni í kröfubolta: ÍR mætir írsku meis urunum í 1. umferö Eins og skýrt hefur verið frá hér á íþróttasíðunni tek ur ÍR, sem er íslandsmeist- ari í körfuknattleik, þátt í Evrópubikarkeppninni. — í gær kom tilkynning um það tU ÍR-inga, að andstæðingar þeirra í fyrstu innferð verði Oollegeans basketball club frá Belfast á írlandi. Verður leikið bæði heima og heim- an, fyrri leikurinn fer fram í íþróttahúsinu á Keflavík- urflugvelli laugardaginn 5. desember. Ekki er ennþá á- kveðið hvenær leikið verður ytra, en trúlega verður það í desember mánuði. ÍR-ing- ar hafa stungið upp á 12. désember, en írlendingar munu ekki getað leikið þann dag. Ekki er vitað um styrk- leika hins írska félags, en þess má geta, að í fyrr'a lék Real Madrid, sem nú er Ev- rópumeistari gegn írsku meisturunum og þá sigraði Real með 104 gegn 13, sem sýnir góðan styrkleika íra. 1964 í Helsinki 56-55 Ísland-Svíþjóð: 1961 í Næstved 45-53 1962 í Stokkhólmi 38-63 1963 í París, ungl.1.1. 25-64 1964 í Helsinki 59-65 Ísland-Finnland: 1962 í Stokkhólmi 47-100 1964 í Helsinki 48-31 Frh. á 13. síðn. Sigurður Dagsson hinn efnilegi Ieikmaður Vals. FRÁJAFNTEFLI VALS OG AJAX Danmerkurmeistararnir frá Aj- ax í Kaupmannahöfn léku annan leik sinn hér á landi að þessu sinni í fyrrakvöld og mættu Val, gestgjöfum sínum, en Valsmenn leika nú í 2. deild eins og kunn- ugt er. Leikurinn fór fram í í- þróttahúsinu að Hálogalandi og voru áhorfendur um 400 talsins. Viðureignin var mjög spennandi, en lauk með jafntefli 27:27. í hálf leik var staðan 13:11 Ajax í vil. ★ Ajax byrjar mjög vel. Danirnir hófu leikinn af mikl- um krafti og markmaður Vals varð mun oftar að tina boltann úr netinu í upphafi leiksins en kollega hans hinum megin í saln- um. Valsmenn virtust mjög tauga óstyrkir og staðan fór ekki að batna fyrr en skipt var um mark mann hjá Val, þá var einnig eins og liðið næði sér fyrst á strik. Nokkrum mínútum fyrir hlé var staðan 12:6 fyrir Ajax, en í hléi munaði aðeins tveimur mörkum. ^iiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiitmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiim 't, | FH - AJAX | | í KVÖLD | í í KVÖLD kl. 20.15 leikur I \ Ajax þriðja leik sinn hér og I : mætir FH, hinum snjöllu | í handknattleiksmönnum Hafnfirðinga. Fer leikurimi \ fram að Hálogalandi og má i | svo sannarlega búast vlð | | hörðum og skemmtileguin | i leik. i :k Valsmenn jafna metin og komast yfir. Valsmenn skoruðu þrjú fyrstu mörkin í síðari hálfleik og kom- ust nú yfir í leiknum í fyrsta sinn, en Ajax tókst að jafna 14 gegn 14 og 15 gegn 15. Tvívegis náðu Valsmenn þriggja marka for skoti, en Ajax, sem lék mjög hart á köflum, tókst ávallt að jafna. Þegar aðeins tæpar tvær mínút- ur eru eftir af leiknum skoraði Sigurður Dagsson 27. mark Vals og Valsmönnum tókst að ná knett- inum skömmu síðar, virtist sigur Vals þá blasa við, en Bergur Guðnason var fullbráðlátur, han* reyndi að skora í erfiðri-aðstöðn og Danir náðu knettinum, sem hafnaði í marki Vals. Sigurmögu- leikarnir glötuðust og leiknuai lauk með jafntefli eins og fyrj* segir. Þessi leikur bar augljós ein- kenni hins litla sals að Háloga- landi, stympingar og hálfgerð á- flog næstum á hverri mínútu. —i Trúlegt er, að Danir hefðu sigrafr í leik þessum, fef hann nefði far- ið fram í stærri sal. í liði Vals voru beztir Sigurð- Framhald á 13. síðu. Enn setti Peter Snell heimsmet PETER SNELL, hinn ósigrandi setti nýtt heimsmet í míluhlaupi á móti í Auckland á þriðjudag, nann hljóp á 3.54.1 sek., sem er 3/10 úr sek. betra en gamla met- ið, sem hann átti sjálfur. Annar í hlaupinu varð Odlozil, Tékki, á 3.56,4 mín., • sem er nýtt tékk- neskt met og þriðji Davies, Nýja Sjálandi á 3.56.8 mín. Snell var þreyttur síðasta hring- inn og Tékkinn dró mikið á hann, en sigur hans var þó aldrei í hættu. Snell sagði, að millitím- inn við 800 m. hefði verið full- góður — eða 1.54.0 mín. Fyrstur til að hlaupa enska mílu á betri tíma var enski lækn- irinn Rogejr Ranni^tetr, sem hljóp á 3.59.4 mín. 1954 og bætti þá heimsmet Gunders Hagg frá 1945 um 2 sek. . Peter Snell. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 19. nóv. 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.