Alþýðublaðið - 25.11.1964, Síða 1

Alþýðublaðið - 25.11.1964, Síða 1
Framtíðarstefna Alþýðuflokksins: Álykfanir 30. þings Alþýðu- fiokksins ÞINGI ALÞÝÐUFLOKKSINS lauk í fyrrinótt með kosningu stjórnar flokksins, og voru þá afgreiddar ályktanir. Mun Alþýðublaðið kynna sanh þykktirnar næstu daga, en hér fer á eftir stjórnmálaályktun þingsins.- „ 30. þing Alþýðuflokksins ályktar, að flokkurinn eigi að einbeita sér að því, að íslenzkt þjóðfélag verði velferðarríki á vísindagrundvelli. Flokksþingið telur þjóðfélagið eiga að vera velferðarríki af því a3 unnt sé að láta alla búa við velmegun og girða fyrir það, að nokkur þurfi að óttast um afkomu sína, mannréttindi sín eða frelsi sitt. Flokksþingif telur þjóðfélagið eiga að vera á vísiiidagrundvelli tll að hagnýta þekkingu og tækni út í æsar og tryggja öllum hin beztu lífskjör. Flokksþingið leggur áherzlu á, að það hafi frá upphafi verið meg- instefna Alþýðuflokksins að tryggja íslenzku þjóðinni sem bezi lífskjör og sem mest afkomuöryggi. Þess vegna hefur það verið kiarni stefnu hans, að þjóðarframieiðslan aukist jafnan sem mest og þjóðartekjunum sé skipt af sem fyllstu réttlæti- í því skyni, að þjóðarframleiðslan aukist sem mest hefur flokkurinn jafnan lagt og leggur enn höfuðáherzlu á, að heildarframkvæmdaáætlun fyrir þjóðarbúskapinn allan sé leiðarljós viS stjórn efnahagsmálanna. í því skyni að tekjuskiptingin sé sem féttlátust, hefur hann lagt og leggur enn megináherzlu á, að félagsmálalöggjöfin sé svo víðtæk og fullkomin, að öryggisleysi og skorti sé bægt frá dyrum sér- hvers manns. Flokksþingið gerir sér Ijóst, að á þeim tímum vísinda og tækní, sem upp eru runnir, er aukning framleiðslu og framleiðni í sívaxandi mæli undir því komin, að menntun sé aukin og rannsóknir efldar. Reynsla am> arra þjóða hefur sýnt, að ný tækni og nýjar vinnuaðferðir eru nú Örugg- asta og skjótasta leiðin til framfara og kjarabóta. Þess vegna leggur Framhald á 13. síðu Bærinn á Mikla túni rifinn BYRJAÐ er aff rífa samla bæ- inn á Klambratúni, effa Mikla- túni eins og þaff nú heitir, og vora nonkrir menn frá „garff- yrk,iimni“ mættir þar í dag, með hamra, kúbein og fleiri til- heyrandi verkfæri. Upphaflega hét túnið Norður- mýrarblettur 4, og var byggt af Magga Júlíusi Magnússyni lækni nokkru fyrir 1926. Það ár sótti hann svo um, og fékk leyfi til þess að byggja á túninu hlöðu, fjárhús og gryfju, því hann var jarðræktarmaður mikill. Miklatúnið hefur þó verið til ýmissa annarra hluta nytsam- legt en að rækta, og beita ó bú- peningi. Fyrir börn úr nærliggjandi hverfum hefur það verið tilval- inn leikvöllur, og þar hafa far- ið fram margir fjörugir fótbolta leikir, og jafnvel skíðakeppnir. Þá voru og háðir margir „skæð- ir frumskógarbardagar“ í trján- um umhverfis bæinn. Hann hef ur nú verið mjög í niðurníðslu síðustu árin, en þó er hætt við að fólki því sem býr umhverfis túnið, finnist það nokkuð tóm- legt fyrst á eftir, að hann er farinn. Lystigarðurinn væntan- legi ætti þó að bæta úr þeim söknuði. Á myndinni sem J. V. tók sjást mennirnir vinna við að rífa íbúðarhúsið,- Reykhúsið fær að öllum líkindum að standa eitthvað framyfir jól. WWWV.WmtWWMMMMMWWMWMttllMWMWWMIWWW lírslit kosninga a fflokksþinginu Reykjavík, 24. nóv. Skýrt hefur veriff frá hér í blaff inu hvernig- affalstjórn og miff- stjórn Alþýffuflokksins verffa skip affar næstu tvö árin. Hér fer á eftir Iisti yfir þá sem kosnir voru varameun miffstjórnar, og þá sem kosnir voru affalmenn og varamenn í flokksstjórn utan Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarffar. Varamenn í miðstjórn: Björg- vin Guðmundsson, Arnbjörn Krist insson, Gunnlaugur Þórffarson, Þorsteinn Péturssön, Pétux Stef- ánsson, Jón H. Guffmundsson, Sig fús Bjarnason, Kristinn. Gunnars son, Aðalsteinn Halldórsson, Þór unn Valdimarsdóttir. Fyrir SUJ: Hrafnkell Ásgeirsson, Örlygur Geirsson, Unnar Stefáns son, Jón Kristinn Valdimarsson, Geir Gunnlaugsson. í flokksstjórn utan Reykjavikur, Hafnarfjarffar og Kópavogs: Suðurland: Brynjar Pétursson, Sandgerði, Guðmundur Kr. Ól- afsson, Akranesi, Hálfdán Sveins son, Akranesi, Helgi Sigurðsson, Stokkseyri, Magnús H. Magnús- on Vestmannaeyjum, Ottó Árna- son, Ölafsvík, Ólafur Sigurjóns- son, Njarðvík, Ragnar Guðleifa* son Keflavík, Svavar Árnasou, Grindavík, Vigfús Jónsson Eyraf bakka. Vestfirðir: Ágúst H. Pétursson, Patreksfirði, Birgir Finnsson, Isa« firði, Bjarni Guðnason, Súðavík, Björgvin Sighvatsson, ísafirðl, Hjörtur Hjálmarsson Flateyri, Jens Hjörleifsson, Hnífsdal, Gun® laugur Ó. Guðmundsson, ísafirSi, Notrðurland: Bjargvin BrynjólfcB son, Skagaströnd, Bragi Sigur* jónsson, Akureyri-, FrlðjÓR Framhald á 13. síffu

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.