Alþýðublaðið - 25.11.1964, Page 2
Hltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Bcnedikt Gröndal. — Fréttastjóri:
Arni Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Simár:
14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við
Hverfisgötu, Beykjavik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald
kr. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Ctgefandl: Alþýðuflokkurinn.
Velferö og vísindi
, ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur-lokið þrítug-
asta flokksþingi sínu og endurkjörið einróma for-
mann flokksins, Emil Jónsson, varaformann, Guð-
mund í. Guðmundsson, og ritara, Gylfa Þ. Gísla-
son. Þingið var eitt hið fjölsóttasta og bezta, sem
flokkurinn hefur haldið. Ríkti þar einhugur og
sterkur vilji til að efla gengi jafnaðarstefnunnar
á íslandi,. sérstaklega með hinu innra starfi Al-
þýðuflokksins og með starfi hans á sviði verka-
lýðshreyfingarinnar.
í stjórnmálaályktun flokksþingsins var álykt-
að, að Alþýðuflokkurinn skyldi einbeita sér að
því, að íslenzkt þjóðfélag verði velferðarríki á
vísindagrundvelli.
Með velferðarríki eiga Alþýðuflokksmenn við
það, að öll þjóðin búi við velmegun og öryggi,
enginn þurfi að óttast um afkomu sína, mannrétt-
indi eða frelsi.
Með vísindagrundvelli eiga jafnaðarmenn við,
að hagnýta þurfi vísindi og tækni nútímans út í
æsar til að tryggja öllum batnandi lífskjör. Þetta
er leið nútímans til bjartari framtíðar.
Flokksþingið krafðist heildaráætlunar um all-
an þjóðarbúskapinn og víðtækrar félagsmálalög-
gjafar til að tryggja þjóðina gegn skorti eða örbirgð
Þingið lagði megináherzlu á aukna menntun þjóð-
arinnar og uppfræðslu æskunnar til nýrra starfa
í hinu nýja vísindaþjóðfélagi framtíðarinnar. Efla
ber rannsóknir, sem nú reynast öðrum þjóðum ör-
uggasta og skjótasta leiðin til framfara og kjara-
bóta, og taka vísindi í sem ríkustum mæli í þjón-
ustu íslenzkra atvinnuvega.
í ályktun flokksþingsins kemur fram, að enn
þurfi að efla tryggingakerfi þjóðarinnar. Er næsta
stóra skrefið talið vera lífeyrissjóður fyrir alla
landsmenn, eða með öðrum orðum samfellt kerfi
til að tryggja öllu landsfólki sömu lífskjör á elli-
árum og það hafði á beztu starfsárum sínum.
Slíku kerfi hefur þegar verið komið á í nokkrum
nágrannalandanna og er viðurkennt sem einhver
mesta þjóðfélagsbreyting til batnaðar, sem þar
hafi verið gerð. Alþýðuflokkurinn hefur þegar
hafið undirbúnmg þessa máls og mun á næstu ár-
um berjast fyrir framkvæmd þess.
Flokksþingið lagði áherzlu á, að leitað væri
eftir víðtæku samkomulagi um kaupgjalds- og
kjaramál til að tryggja frið á vinnumarkaðinum.
Flokkurinn vill auka framleiðni í öllum atvinnu-
greirium landsmanna í því skyni að stytta vinnu-
tíma og auka launatekjur.
í heild eru ályktanir flokksþingsins lifandi
túlkun á markmiðum hugsjónaríks jafnaðarmanna
flokks í vaxandi velferðarríki á öld tækninnar,
stefnuskrá, sem hugsindi konur og menn geta að-
hyllzt.
^ 25. nóv. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
JMHIIIIlflllllMmillMllllllllfllllllllllllllllllllllllMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIII IIIIIMMMIMIIIIIIIIMMMM II il.l'1111111
★ Örlagaríkasta máliö.
★ Menn fengu taugaáfall.
★ Það verður aldrei læknað til fulls. |
★ Ekki einu sinni með endurbótum.
MIIMMMMMIMIMMIIMMMMMIIIM riMMMIIIIIMIMMIIIIMIIIIIIIIMMIllllllllllllliniMllllllllllllllllllllMIIMMIIMMIIIMMMUH
EKKERT, sem gerzt hefur síð
a'ðstliðin tíu ár hefur haft eins
mikil' áhrif á almenning og út
koma skatts og útsvarsskráinn
ar síðast. Tíðindin, sem hún
flutti mönnum, ollu allt að því
taugaáfalli fyrir þúsundir heim
ila. Ástæðan var' sú, að hækkun
in varð svo mikil og kom alger-
lega að óvörum. Menn urðu
„sjokkeraðir". — Menn skulu
ekki halda að heimilin hafi lækn
azt af þessu taugaáfalli. Það á eft
ir að hafa *ín árrif á stjórnmál
in langt inn í framtíðina.
ÉG SKRIFAÐI MIKEB um
þessi mál og í raun og veru voru
þau skrif ekki annað en berg
mál frá almenningi. Enn fæ ég
bréf um þau, en hef látið kyrrt
um sinn vegna þess, að þau e.ru
nú í athugun,, en ég vil vara við
tómlæti um málin. í dag birti ég
bréf frá „Athugulum". Hann
kemur viða við. Ég kem aðeins
lians skoðunum á framfæri. En
ég segi ekki að tillögur hans séu
mínar þó að ég birti þær:
og lóða verður hækkað til raun
verulegs verðs, t. d. fimm eða
sexfaldað, þarf að undanþiggja
eignarskatti a.m.k. fimm hundr
uð þúsund í eign, en ,er nú 100
þúsund. Þá mundu flestir sleppa
við eignarskatt, sem eiga íbúðir
allt 'að 90 ferm., jafnvel þó þeir
skuldi ekki að ráði. En það er
ekki sanngjarnt að eigendur smá
Ibúða, sem flestir eru lágtekju-
menn, greiði eignarskatt að
nokkru ráði.
ÞAq HLÝTUR ALLTAF að
vera. Reykjavík og öðrum bæjum
í hag, að spyrna við ’óeðlilegri
verðhækkun og braski með eign
ir. Til þess er verðhækkunar
skattur handhægur, þannig, að
borgin taki til sín hluta af óeðli
legri verðhækkun. Það torveldar
brask ævintýramanna. Menn.
hafg fengið of fjár fyrirhafnar
laust með því 'að selja eignir i
miðbænum, sem borgin hefur
gert verðmætar með sameigin
legu starfi allra borgaranna. Og
svokallaðar eignarlóðir, sem borg
in raunverulega á, á að skatt
leggja mjög. Leiga á leigulóðunx
er líka óeðlilega lág, miðað við
söluverð leiguréttarins.
SÍÐASTLIÐIÐ ÁR ár var per
sónufrádráttur frá tekjuskattl
hækkaður um 30%, en hefði átt
að vera a.m.k. 45—50%, þannig
t.d., að hjón með tvö börn borg
uðu ekki tekjuskatt af kr. 135
þúsund. Það kostar mikið að
halda uppi heimili, hvort sem
menn eiga íbúð eða leigja. Og
barnauppeldi kostar mikið, en
börnin eru skattstofn fyrir þjóð
félagið, sem verið er að ala upp,
en það á að taka nokkurn
þátt í þeim kostnaði.
ÞAÐ MÆTTI GJARNAN skatt
leggja luxusflakk og óhófs
eyðslu. Slíkt er siðspillandi, og
hefir æsandi áhi'if á vanþroska
fólk og unglinga.
ÞAÐ NÆR ENGRI ÁTT, að
skipta sér af siðferði manna. Ef
maður og kona lýsa því yfir í
framtali að þau búi í sambýli,
ber að skattleggja þau sem hjón
væru. En nú er svo komið, aS
ógift hjón, sem búa í sambýli,
eru skattlögð sitt í hvoru lagi,
jafnvel þó þau hafi búið saman
í öllu skikkelsi yfir 30 ár, og allt
af verið skattlögð saman.
7
ÚTSVAR Á TEKJUR aUt að 200
þúsund þarf að lækka mjög, og
ætti að vera sama og ekkert á
hjón með tvö börn og 100 þús
und kr. tekjur. Það ætti að hækka
í 5 stigum, vera lágt á tekjur
allt að 150 þúsund, en þá nokkiru
meiri hækkun. Nú munu álagn
ingarstigin vera 3. Frá 200 —•
hækkun, en er þar kemur yfir
mikil.
ÞAB ER ÓEÐLILEGT, aS
leggja aðstöðugjald á keyptar
matvörur sem flestar eru mefl
hámarksverði í smásölu. Og
einnig á landbúnaðnrvörur, scnt
flestar eru seldar með lítillf
álagningu. Það ætti að vera nóg,
að leggja á kostnaðinn. Smásal
arnir eru oftast félagar almenn
ings, og bera fæstir mikið úr být
um, ef þeir fást aðeins við verzl
un. “
Egill Sigurgeirsson '
Hæstaréttariögmaður
Málflutningsskrifstofa 7
Ingólfsstræti 10. — Síml 15988«
„EF FASTEIGNAMAT HÚSA
GOLFIEPPI
margs konar
mjög falleg
TEPPADREGLAR
3 mtr. á breidd
GANGADREGLAR
alls konar
fjölbreytt úrval
nýkomið.
GEYSIR H.F.
Teppa og dregladeildin