Alþýðublaðið - 25.11.1964, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 25.11.1964, Qupperneq 10
■ í ■ á húsum í smíðum, vélum og áhöldum, effni og lagerum o. fl. Heimistrygginy hentar yður Heimilistpyggingar Innbús Vatnstjóns Innbrots Glerfryggingar TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIR H F UNDAÍGATA 9 REYKJAVIK SlMI 21260 SlMNEFNI:SURETY SENDISVEINN óskast. — Vinnutími fyrir hádegi. Alþýðublaðið Sími 14 900. vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- I enda í þessum hverfum: n Hverfisgötu Bergþórugötu i Högunum Afgreáðsla Alþýðubiaðslns Sími 14 900. FRÍ MERKI Framhald úr opnu „Norwex—Osló“, en svo hét sýn ingin. íslenzk frímerki eiga ekki 100 ára afmæli fyrr en árið 1973. Verður því mikið vatn runnið til sjávar í frímerkjaheiminum og mörg merki, sem nú eru ófædd, búin að sjá dagsins ljós. í heyranda hljóði Framhald úr opnu. skeru í stað þess, sem hann vildi uppræta. Og nú vita víst flestir íslendingar, að Grímur Thom- sen kunni að- yrkja, minnsta kosti öðru hvoru, þó að honum væri borið annað á brýn af víg- reifustu og ófyrirleitnustu gagn- rýnendum sínum, þegar hann ó- náðaði þá með því að láta prenta sérkennilegustu kvæði sín. Sigurði A. Magnússyni og öðr- um bókmenntafrömuðum ungu kynslóðarinnar, sem eru skaplík- astir honum, vil ég góðfúslega gefa þessi heilræði: Forðizt að skrifa „rabb,” sem ætti að réttu lagi að kallast „nöldur”. Fjallið heldur um skáldskap sjálfra ykk- ar og samherjanna svo, að þjóðin hljóti að sannfærast um gildi hans nú og framvegis. Þess er auðveldur kostur, ef allt telst með felldu hvað rök og málstað varðar. Morgunblaðið getur haft mikil áhrif í þessu efni, stærsta og útbreiddasta blað landsins, ó- háð fátæktinni og sinnuleysinu, sem háði Fjölni. Sigurður A. Magnússon getur skrifað um Matthías Johannessen og Matth- ias Johannessen um Sigurð A. Magnússon, en Jóhann Hjálmars- son um Jón Kára og Jón Kári um Jóhann Hjálmarsson. Eg bendi á þessa verkaskiptingu af því að Sigurður og Matthías þurfa ekki að hafa fyrir því að útskýra snilli Jóns Kára framar. Þeir fullyrtu svo rækilega á sín- um tíma. hvað sum ljóðin í „Þok- um” yrðu að teljast virðingar- verður og persönulegur skáld- slcapur, þó að hrekkjalómarnir væru búnir að játa á sig spottið og spéið, að harðara verður ekki fram gengið í bardaga. Það er vissulega munur að vera þannig í náðinni eða „8 eða 10 kelling- ar”, sem reita til reiði við- kvæma fagurkera og stórláta en misskilda snillinga. Helgi Sæmundsson. HióiborSQvíSgerðlr Cd*lD ALLADACA (LBCA LAIXXAADAQA OG JHJNNUÐACA) FKAKL.8TIL 22. GÚMiíávinnnstofgn hfl «á#Mti38,IUíW«at. ||0 25. nóv. 1964 — ALþÝÐUBLAÐlÐ : Ný bók, sem máli skiptir fyrir sérhvern einstakling. Á meðal undirstöðuhlutverka fjölskyldunnar er að sjá um endurnýjun og vlðhald kynstofnsins og barnaupp- eldið. Frjóvgun, barnsfæðing og barnauppeldi eru því fyrst og fremst fjölskyldumálefni. — En hvenær á fjöl- skyldan að stækka og hversu stór á hún að verða? Á hverjum degi vaknar sú spurning hjá miklum hluta þjóð- arinnar, hvort innilegustu samskipti karls og konu eigi að leiða til þungunar, barnsfæðingar, fjölskyldustækk- unar. Bókin Fjölskylduáætlanir og siðfræði kynlífs, eftir Hannes Jónsson, félagsfræðing, fjallar á heilbrigðan hátt um þessi mál, þ. á. m. um fjölskylduáætlanir, frjóvgun- arvarnir og siðfræði kynlífsins. í bókinni eru um 60 líffæramyndir og myndir af frjóvg- unarvörnum. Bókin fæst hjá flestum bóksölum en einnig beint frá útgefanda. Félagsmálastafnuiiin. Pósthólf 31, Reykjavík, sími 40624. Pöntunarseðill: Sendi hér með kr. 150.00 til greiðslu á einu eintaki af bókinni Fjölskylduáætl- anir og siðfræði kynlífs, sem óskast póstlagt strax. Nafn Heimili Gaf sig fram Rvík, 23. nóv. - ÓTJ STÚLKA sú er auglýst var eftir í útvarpinu um helgina er komin fram. Hún hafði fariö að heiman frá sér á fimmtudagskvöld, og sagst koma að vörmu spori aftur. En þegar svo ekkert hafði heyrst frá henni fram á laugardag, hafði móðir hennar samband við lögregl- una, og bað aðstoðar. Var þá m. a. auglýst eftir stúlkunni en áður en til verulegrar leitar kom gaf hún sig fram. Of þungar Frh. af 6. síðu. jov féll ög segir eftirfarandi um viðbrögðin, sem hann varð vitni að í Shanghai: — FJokksmeðlimir voru mjög glaðir og héldu því fram, að þetta stafaði af andstöðu Kínverja við Krústjov. — Fall Krústjovs væri því sigur fyrir stefnu Kínverja, sögðu þeir. í lok viðtalsins við „Hong Kong American” segir Dollerup, að mán uðurinn, sem hann dvaldi í Kína hafi verið mjög fróðlegur, en ekkl hefði hann með nokljru móti getað fengið sig til að vera þar mínútu lengur. Þrir kærðu Framhald af 5. síðu ið, steig hann í botn, og buldi þá mölin á þeim sem á eftir fóru. — Sprungu við það rúður, og brotn- uðu luktir. Þennan leik lék pilturinn við tvo aðra bíla sem reyndu að komast fram úr. Þannig gekk það alla leið til Hafnarfjarðar, en þar nam Fordinn staðar. Þegar strákur steig svo út, kom aðvífandi einn af þeim sem á eftir höfðu ekið, og þreif af lionum lyklana. Stráksi reyndi að ná þeim aftur, en árangurslaust, og afhenti hinn þá lögreglunni um leið og. hann kærði. Lögreglan hinsvegar lét. sér ekki nægja lykl- ana heldur hirti piltinn líka, og færði til Reykjavíkur, en þar, á hann heima. Þetta munu ekki vera hans fyrstu þorparabrögð í um- ferðinni, - ,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.