Alþýðublaðið - 25.11.1964, Síða 16

Alþýðublaðið - 25.11.1964, Síða 16
Sn/or yfir öllu á Siglufirði Siglufjörður, 24. nóv. I sær átti aff opna skarðiff, og telja HÉB hefur verið hlýtt og gott veð- menn að lítill snjór sé í því. Ýta, ur í dag. Snjór liggur nú yfir öllu, sem lagffi af stað, varð þó að snúa og Sigluf jarðarskarð er ófært. í I við, þar sem blindbylur var uppi. rATODi B Miðvikudagur 25>. nóvsmber 1964 MUNU LEITA SÉRSTAKLEGA AÐ SPRENGJUM OG PÚÐURKERLINGÚM HI\N árlegi fullveldisfagnaður Stúdentafélags Reykjavikur verður haldinn að Hótel Borg n.k. mánudagskvöld. Hefst fagnaður- inn með borðhaldi kl. 7 og er vandað til veizlufanga. Meðal skemmti- atriða er gluntasöngur þeirra Kristins Hallssonar og Guðmundar Jónssonar, ræða Jónasar H. Haralz og nýr skemmtiþáttur Ómars Ragnarssonar Að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum verður stig- inn dans til kl. 3 eftir miðnætti. Aðgöngumiðasala er hjá Gunnari Ragnars í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssen í Austurstræti og er verði miða mjög í hóf stillt. Myndin er tekin af óperusögvurunum við æfingu á Gluntasöngvunum. (Ljósm. K. J.) BERKLAVEIKI Á ÞÓRSHÖFN Reykjavík, 24. nóv ÓTJ. BERKLAVEIKI kom upp á þremur heimilum á I>órshöfn í Nórður - Þingeyjarsýslu fyrir tskömmu, og varð að flytja átta íbörn og unglinga á hæli til lækn inga. Strax og vart var við veikina var byrjað að rekja slóð hennar og var hún rakin til fullorðins manns, sem dvalist hafði á öllum heimilunum. Sigurður Sigurðsson landlæknir úpplýsti að öll til- fellin hefðu verið á byrjunarstigi og því þyrftu börnin aðeins að dveljast stuttan tíma á hælinu. Hann sagði einnig að auðvitað hefðí allt fólk verið berklaprófað sem möguleiki var á að hefðu fengið veikina. Aðspurður, kvað hann slík til- felli alltaf geta komið fyrir með- an eitthvað fólk gengi með veikina í sér. Endurminningar Önnu Borg komnar út ÍReykjavík, 24. nóv. ÁG. ► ; í DAG komu út í Kaup- ;mannahöfn Endurminningar |Önnu Borg, sem Poul Reumert ;hefur safnað. Bókin kemur út lá vegum Gyldendalsbókaútgáf unnar. Bókin er komin hing- að, og var send bóksölum í dag Hún er prýdd mörgum mynd iuni og er í vandaðri útgáfu itwwwwvtwvmwwwwv Hver byggir í Surtsey? Reykjavík, 24. nóv. ÓTJ. EINHVER deifa hefur komið upp milli Rannsóknarráðs ríkisins og Vestmannaeyinga, en þessir að- ilar eiga erfitt með að koma sér saman um livor hafi meiri rétt til þess að byggja fyrsta húsið í Surtsey. Rannsóknarráðið skipaði sérstaka Surtseyjarnefnd, og var m.a. talað um að það félli í henn ar hlut að reisa húsið, eða sjá um það. Bæjarbúar í Vestmannaeyjum vilja hins vegar hvergi láta sinn hlut, og verður vandamálið vænt anlega rætt á bæóarstjórnarfundi þar á næstunni. í athugun er hvort réttara sé a‘ð byggja hús, eða flytja Þangað létt stálhús. TOLLGÆZLAN telur ekki vera ástæðu til þess að grípa til sér- stakra aðgerða vegna „jólasmygls- ins”. Alþýðublaðið hafði í dag samband við Unnsteinn Beck, sem sagðist ekki búast við að gripið 30 ökumenn voru kærðir TJM 30 ökumenn voru kærðir eftir „herferff” sem lögreglan í Reykja- vík gerði í nótt. Voru kærurnar af ýmsum orsökum, mest þó fyrir of hraðan akstur, og ólag á Ijósaút- búnaffi. Ekki er vitað um slys á mönnum utan hvað 5 ára drengur varð fyrir bíl í Kópavogi. Hinsveg- ar urðu skcmmdir á nokkrum bíl- um sem keyrðu saman eða á Ijósa- staura og gangstéttir, af völdum hálkunnar. Salt og sandur var bor inn á þær götur sem hættulegastar þóttu. wwwwwwwwwwwwwww yrði til sérstakra aðgerða nema eitthvað óvænt kæmi fyrir. Það eina sem veruleg áherzla yrði lögð á, væri að leita uppi sprengj- ur og púðurkerlingar sem reynt væri að smygla inn fyrir gamla- árskvöld. Unnsteinn kvað „jólaumferð- ina“ hafa dreifst meira á síðustu árum, þánnig að hún hæfist í okt-( óher, og því hægara um vik að I fylgjast með henni. Þetta kæmi j sér vel, ekki síst vegna þess að tollgæzlan hefði ekki í mörg ár verið svo illa mönnuð. Að vísu væri nokkurnvegin fullliðað, en það væri alls ekki nóg. Á síðustu árum hefðu komið ýmis ný verk- efni, sem hefðu krafist fulls vinnu- tíma nokkurra manna, og engir hefðu komið í staðinn fyrir þá. Aðspurður um hvar þeir settu mörkin um það magn sem farþegar mættu hafa með sér sagði Unn- steinn að það væri nokkuð laust í reipunum. Ekki væri nokkur leið að framfylgja neinum föstum ströngum reglum þar að lútandi. Hefðu tollgæzlumenn búið sér sjálfir til reglur um þetta, þar sem aðallega er lagt upp úr því að ekki sé alltof mikið „óhóf”. Hækkun á Sogs- virkjunarbréfum Handfitin ekki afhent í febrúar Kaupmannahöfn, 24. nóv. (NTB - Ritzau) Þingnefndin, sem á að f jalla um Iagafrumvarpið um afhendingu norrænu hand- ritanna hefur enn ekki hald ið fund, aff því er skýrt er frá í Kaupmannahöfn í dag Þaff er því almenn skoðun, að ekki verði lokið við með- ferff frumvarpsins fyrir fund Norðurlandaráðs í Reykja- vík í febrúar. Uppliaflega stóðu vonir til að þingið lyki meðferð máls ins fyrir þann tíma svo að frumvarpið yrði samþykkt og handritin afhent í Reykjavík í sambandi við fund Norffur landaráðs. Verði frumvarpiff sam- þykkt tálaiar það ekki aff handritin verði þegar afhent. Ljósmynda verður og gera við handritin fyrst og að því að sagt er kunna mörg ár að líffa áður en hin umtöluðu liaudrit koma til íslands. wwwwwwwwwwwwwww SAMKVÆMT lögrum nr. 35 frá 23. maí 1959 var stjórn Sogsvirkjunar innar heimilað að bjóða til sölu 30 millj. kr. skuldabréfalán, og skyldi fénu variff til virkjunarfram- kvæmda við Efra Fall, en Seðla- bankinn annaðist sölu og dreif- ingu bréfanna, sem komu á mark- aðinn í desember 1959. Bréf þessi voru til skamms tíma, frá 1-5 ára, og var síðasti flokkurinn með gjalddaga 1. nóv- ember 1964. Það nýmæli var tekið upp f sambandi við þessa skuldabréfaút- gáfu, að bréfin voru verðtryggð, og miðaðist tryggingin við hækkua rafmagnsverðs. Þannig var greidd verðlagsuppbót á nafnverð hvers bréfs í hlutfalli við hækkun raf- magnsverðs í Reykjavík frá þvf sem var í okt.-nóv. 1959 við úb- gáfu þeirra til gjalddaga. Verðbætur, sem greiddar eru ft E-flokk nefndra bréfa, námu 40.43% á nafnverð þeirra. Vat gjalddaginn 1. nóvember sl. BJÖRN BJARNASON GEKK / / UR SOSIALISTAFLOKKNUM BJORN BJARNASON BJÖRN Bjarnason, fyrrverandi formaður IS3u, hefur sagt sig úr Sójíalistaflo!d:r.-jm. Gcrðist þetta í Iok flokksþingsins, sem háff var hér í Reykjavík, og lauk nú um helgina. Á þinginu mun Björn hafa haidið uppi mikilli gag*n- rýni á stjórn flokksins. Blaðið hafði samband viff Björd í dag, og leitaði eftir staðfest* ingu á þessari frétt. Kvað Bjöm þetta vera rétt, en vildi ekkl greina frá ástæðum. Þaff er kunnugt, að flokksþing Sósíalistaflokksins var hin mesta halelújasamkoma, og munu fáir utan Björns, hafa hreyft and mælum gegn framgöngu flokka stjórnarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.