Alþýðublaðið - 28.11.1964, Side 2
Rltstjórar; Gylfl Gröndal (áb.) og Bonedikt Gröndal. — Fréttastjórl:
'Ami Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúi: Eiöur Guðnason. — Símar:
14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — ABsetur: Alþýöuhúsiö vlð
Hverfisfiötu, Reykjavík. — Prentsmiöja Alþýðublaðsins. — Áskrittargjald
kr. 80.00. — í lausasölu kr. S.OO eintakið. — Útcefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ólónsferill Framsóknar
DAÐUR Hannibals Valdimarssonar við Fram-
sóknarmenn hefur vakið nokkra athygli, og velta
menn fyrir sér, hvórt Hannibal hyggist segja skil-
ið við gamla félaga í Alþýðubandalaginu og stofna
til búskapar með Framsóknarmaddömunni. Ýmsir
eru þó á þeirri skoðun, að hér sé aðeins um tíma-
bundið framhjáhald að ræða, og sé Hannibal á
þennan hátt að reyna að styrkja aðstöðu sína eftir
flokksþing kommúnista.
Alþýðublaðinu finnst ekki úr vegi að minna
Hannibal á ummæli hans um Framsóknarflokk-
inn, sem birtust í Alþýðublaðinu fyrir nokkrum
árum. Þá sagði Hannibal:
„Framsóknarflokkurinn hefur um langt skeið
leikið þann leik að látast vera frjálslyndur og rót-
tækur fyrir kosningar, en skipa sér undir íhalds-
merki að kosningum loknum. Ýmsir óbreyttir fylg-
ismenn Framsóknarflokksins hafa fyrirlitningu á
þessu athæfi forkólfanna, en fá ekki við neitt ráð-
ið. Tímanum er óhætt að gera sér grein fyrir því
strax, að Framsóknarflokknum þýðir ekki að ætla
að leika þennan sama leik einu sinni enn. Kjós-
endur muna loforð hans og fyrirheit í kosninga-
baráttunni haustið 1949 og láta áreiðanlega ekki
blekkja sig einu sinni enn. Séu skrif Tímans sprott-
in af því að áhrifamenn Framsóknarflokksins vilji
stefnubreytingu, þá verða þeir að gera annað og
meira en láta Tímann setja upp vinstra bros“.
Undir lokin kveðst Hannibal ekki ræða frekar
um „ólánsferil Framsóknarflokksins“ að sinni, en
klykkir út með því að tala um.Framsóknarflokk-
inn sem „forustu afturhaldsins“ hér á landi.
Ferill Framsóknarflokksins er með slíkum-
endemum í íslenzkum stjórnmálum, að slíks eru
-engin dæmi. Hentistefna.og tækifærispólitík hefur
einkennt afstöðu hans frá upphafi. í ríkisstjórn
hefur hann skipað sér undir íhaldsmerki, eins og
Hannibal réttilega segir, að utan stjórnar þótzt
frjálslyndur umbótaflokkur, þótt fæstir hafi látið
blekkjast af tvískinnungshætti Tímans.
Það yrði sannarlega kóróna á ólánsferli Fram-
sóknarflokksins, ef Hannibal Valdimarsson gengi
nú til liðs við hann. Hætt er við, að margur mað-
urinn brosi, ef Hannibal á eftir að skreiðast upp
í til maddömunnar, eftir að hafa verið stjakað út
úr flatsænginni hjá kommúnistum.
Starfsstúlka óskast
Starfsstúlku vantar nú þegar í Kópavogs-
hæli, Upplýsingar í síma 41504 og 41505.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
REYKJALUNDAR
LEIKFÖNG
ýV ERU löngu landsþekkt.
☆ GLEÐJIÐ BÖRNIN MEÐ GÓÐUM LEIKFÖNGUM.
Avallt fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af plast og tré-leikföngum.
VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI
Aðalskrifstofa að Reykjalundi, súni um Brúarland.
Skrifstofa í Reykjavík Bræðraborgarstíg 9, sími 22150.
Frá aðalfundi Samlags skreiðaríramleiðenda
Seldi 3833 tonn
af skreið 1963
AÐALFUNDUR Samlags
skreiðarframleiðenda fyrir árið
1963 var haldinn þann 20. nóv-
ember síðastliðinn í Þjóðleikhús-
kjallaranum.
Framkvæmdastjórinn, Bragi
Eiríksson flutti sk-ýrslu stjórnar-
innar og sagði að það ár
seldi Skreiðarsamlagið ea 3833
tonn af skreið.
Mestur hluti framleiðslunnar
var seldur til Nígeríu og tals-
vert til ítalíu.
Eins og að venju voru greidd-
ar verðbætur fyrir skreiðina, og
í þetta sinn ca 2.5 milljónir
króna.
í skýrslu stjórnarinnar var
einnig skýrt nokkuð frá ástandi
skreiðarmarkaðanna nú og sér-
staklega í Nígeríu. Þar er nú all
erfitt ástand og markaðurinn
slæmur,; og hafa flestir kaupend
ur óskað eftir frestun á afskipun
um í bili.
Markaðurinn í Nigeríu hefur
breytzt til hins verra hin síðari
ár. Nígeríumenn auka eigin fisk-
veiðar og hafa í því sambandi
byggt all mörg kælihús. Þetta
bendir til þess, að Nígeríumenn
munu minnka innflutning á að-
fluttum fiskafurðum.
Fram komu í skýrslu stjórnar-
innar nokkrar áhyggjúr varðandi
Framhald á 13. síðu.
JOHANNES
|Á BORG
Reykjavík, 26. nóv. ÁG.
UT er komin hjá Ægisútgáf
unni bókin Jóhannes á Borg,
minningar glímukappans, som
Stefán Jóusson, fréttamaður
hefur skráð. Bókin er í 36
köflum . Nefnist sá fyrsti
„Ágæt byrjun“ og sá síöasti
„Heim úr víking“. Hógvær end
ir!
Bókin er 304 blaðsíður að
stærð, prýdd fijölda mynda af
Jóhannési heima og erlendis.
Gísli Ástþórsson sá um út-
lit bókarinnar. í upphafi bók
arinnar segir Jóliannes: „í
þessa bók licfur höfundur
skráð það citt, sem ég vildi
segja og með þeim hætti, sem
ég vildi það sagt hafa“.
Bókin spannar Iangt tíma-
bil í ævi Jóhannesar, allt frá
því hann fæðist á Barði milli
Akureyrar og Oddeyrar, 28,
júlí 1883 og þar til hann opnar
veitingasali Hótel Borgar ||930.
Jóhannes glímir við björninn
2 28, nóv. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ