Alþýðublaðið - 28.11.1964, Side 9

Alþýðublaðið - 28.11.1964, Side 9
ni og auna hins almenna launþega batni mik ið frá því, sem nú er og jafngildi þó nokkurri beinni kauphækkun. 5) Að, á meðan ekki verður komið í veg fyrir árstíðabundið atvinnuleysi á einstökum stöðum, verði reglur um úthlutun úr at- vinnuleysistryggingasjóði rýmkað ar frá því, sem nú er, og meiri dagpeningar veittir til þeirra, sem við atvinnuleysi eiga að búa“. Þingið samþykkti og eftirfar- andi tillögu frá Ögmundi Jóns- syni: „30 þing Alþýðuflokksins tel- ur, að með úrskurði kjaradóms opinberra starfsmanna 1963 hafi verið skapaður of mikill launa- mismunur á kjörum opinberra starfsmanna, og telur þingið nauð synlegt að kjör lægstu launa- flokka verði bætt“. Illllllllllllllllliillllllllllllltllllflliiiiii ................................. i................... DSSTARF UFIRÐI stofnuðu nú í haust, er að gera kvikmynd um starfsemi Æsku- lýðsheimilisins. Á vinna þeirra við gerð myndarinnar að vera lítill þakklætisvottur frá klúbbnum fyrir að fá að halda fundi í heimilinu. Ýmis önnur starfsemi fer fram í Æskulýðsheimilinu auk fundahaldanna og klúbbstarf- seminnah Á hverjum föstudegi eru kvikmyndasýningar kl. 5 og kl. 9 síðdegis og er sú fyrri ætluð 12 ára börnuni’ og yngri, en sú síðari, kvöldsýningin, fyrir unglinga frá 13 ára aldri. Kvikmyndir þær, sem sýndar eru bæði innlendar og erlend- ar, eru við hæfi barna og ungl inga. Kvöldvökur og aðrar skemmtanir eru einnig oft haldnar, og þá tíma, sem ekk- ert annað er um að vera, er beinlínis opið, og geta gestir þess þá leikið sér með hin ýmsu leiktæki, sem þar eru til. Sumir tefla, aörir spila og enn aðrir lesa eða skoða ým- is blöð og tímarit, sem liggja Júlíus Júlíusson frammi. Hjá þeim eldri er mjög vinsælt að leika nýjar hljómplötur með vinsælum hljómsveitum eins og The Be- atles, Rolling Stones eða Dave Clark Five. Það er óhætt að segja, að starfsemin sé blómleg, og Framhald á 10. síðu J æskulýðsheimilinu. ... „. „.......... .... u„.„„ii„„„„„„ii„„„„„....ov Nýjar bækur frá Leiftri Hvikul er konuást eftir Guðrúnu frá Lundi. — Þessi saga Guðrún- ar hefur hvergi birzt áður. Sagan gerist á fyrri hluta þessarar aldar og hefst á þvi, er útflytj- endur til Ameríku eru að yfirgefa landið. _ Sagan lýsir átökunum í íslenzku þjóðlífi, þegar einstaklingar og heilar fjölskyldur slitu öll tengsl við vini og ættingja. Líklega er betta átakan- legasta tímabili.í sögú íslenzku þjóðarinnar. Og Guðrún frá Lundi lýsir því látlaust og snilldar- lega. Heillar mig Spánn eftir Fredrik Wislöff. Spánn er heillandi land. Saga Spánar er stórbrotin. Spænska þjóðin er glæsileg og tignarleg í fasi. List hennar sér- stæð, og margt s.em vekur athygli ferðamanns- ins. Höfundurinn kynnir okkur þetta litríka land, sögu þess, listina og hið ólgandi líf. — Bókin er falleg og ágætlega skemmtileg. Fullnuminn Vestanhafs eftir Cyril Scott. Þýðandi Steinunn Briem. Full- numinn Vestanhafs er framhald hinnar frægu bókar tónskáldsins og rithöfundarins Cyril Seott — FULLNUMINN — þar sem hann segir frá kynnum sínum af dularfullum spekingi. Hér hitt- ast þeir aftur í Bandaríkjunum, og lýsir Scott á fjörlegan hátt hinni amerísku útgáfu af meist- aranum. Lending með lífið að veði Skáldsaga eftir J. Castle og Arthur Haily. Þýð- andi Hersteinn Pálsson. Viðburður sá, sem hér er lýst, gerist að nóttu. Stór flugvél er þá á leið yfir hinn ókleifa fiallgarð milli Winnipeg og Vancouver. í vélinni eru 35 farþegar, en báð- ir flugmennirnir eru meðvitundarlausir — höfðu fengið matareitrun. Með eindæma snarræði bjargar flugfreyjan áhöfn og farþegum. Sagan er byggð á sönnum atburðum. Bóndinn í Þverárdal skáldsaga eftir Unu Þ. Árnadóttur. Una er skag- firzk og er þetta fyrsta bók hennar. En Una á til góðra að telja. Faðir hennar og Elínborg Lárusdóttir eru systrabörn, og hinn þjóðkunni hagyrðingur, séra Hannes á Ríp, langafi þeirra. Sigurður Guðmundsson málari og séra Pétur Guðmundsson í Grímsey voru langömmubræður Unu í móðurætt. — Þetta er bók, sem vekja mun athygli. í vökulok ljóðabók eftir Margréti Jónsdóttur. Margrét er landskunn, bæði af sögum sínum og ljóðum. Systurnar ■skáldsaga úr Reykjavíkurlífinu eftir Ingibjörgu Jónsdóttur. — Sagan um systurnar er ástar- saga, saga um örlög tveggja systra. Leikurinn er ójafn. Júlla er ekki fríð og komin yfir þrí- tugt, en Sigrún er ung og fögur. Smáfólk tíu sögur eftir Guðrúnu Jacobsen. — Þetta er fimmta bók Guðrúnar og tvær síðustu bækurnar hefur hún sjálf myndskreytt. í sögum Guðrúnar Jacobsen skiptist á létt gamansemi og bung al- vara. Fyrri bækur hennar hafa hlotið ágætu dóma. — Sumar sögurnar í þessari bók eru snilldarvel skrifaðar. Maddaman með kýrhausinn eftir Helga Hálfdánarson, er bók, sem mikla at- hygli mun vekja. Helgi er hlédrægur, en hörku- greindur og glöggur fræðimaður. Honum þykir illa hafa verið farið með Völuspá, merkasta kvæði á Norðurlöndum að fornu og nýju. Helgi segir það deginum ljósara, að í öllurn útgáfum sé kvæðið víðs fjarri sinni upphaflegu mynd. Eftir miklar rannsóknir hefur honum tekizt að að leysa mörg þau vandamál, sem öðrum hefur yfírsézt, og setur hér fram tilgátu um upþhaf- lega gerð VÖluspár. Stjörnuspáin eftir R. H. Nylon. — Viltu þekkja sjálfan þig og vita hvað frámtíðin ber í skauti sínu? Hef- urðu gaman af að kynnast lyndiseinkennum kunningja þinna og vina? — Stjörnuspáin er bezta fræðigreinin, sem hægt er að fara eftir, þegar skyggnzt'er eftir huldum rökum fram- tíðarinnar og örlögum manna. Lífið í kringum okkur eftir Ingimar Óskarsson. — Ingimar er lands- kunnur, bæði af útvarpserindum sínum og grein- um í blöðum og tímaritum. í þessari bók lýsir hann á sinn skemmtilega hátt fjölda mörgum sérkennilegum dýrum, bæði á sjó og landi. — Fjöldi mynda prýða bókina. Todda frá Blágarði eftir Margréti Jónsdóttur. — Margrét Jónsdóttir er fyrir löngu þjóðkunn, bæði af sögum og ljóða- bókum. — Þetta er sagan um TODDU litlu eða Þórdísi Sveinsdóttur. — Hún á íslenzka móður, en danskan föður. Og sagan segir frá ýmsum ævintýrum, sem Todda lendir í með leiksystkin- um sínum í fæðingarborg, Kaupmannahöfn. Börnin í Löngugötu eftir Kristján Jóhannsson. — Sagan gerist í Reykjavík. Höfundurinn er ungur kennari, og hann þekkir börnin í umhverfinu. Börnin í Löngugötu eru býsna mörg, og ekki er hægt að lýsa þeim öllum. En við fáum að kynnast honum Steina, hann er 10 ára. Beint á móti eiga tví- burarnir heima, þær Hulda og Kristín. Þær eru 9 ára, og enginn nema mamma þekkir bær sund- ur. Og svo er það hann Danni og fjörkálíurinp - hún Finna. Rósalín eftir Johanne Spyri. Þýðandi Freysteinn Gunn- arsson. — Rósalín er átta ára. Hún heitir ann- ars Þeresía, en er alltaf kölluð Rósalín. Nafnið fékk hún af því að hún var svo elsk að blóm- um. Þetta er falleg saga. Höfundinn, Johanne , Spyri, þekkir fjöldi manna, sem lesið hafa Heiðu j og Smaladrenginn- Vinzi. Og þýðandann, Frey- * stein Gunnarssori, þekkia allir. Þrjár í sumarleyfi — Trilla, Trína og ég. Skólanum er lokið og þrjár telpur í sólskins- skapi halda í sumarleyfi. Þær eru 11 ára og hlakka til að hitta ættingja og vini, sem eiga heima í sveitinni. Þar kynnast þær kettinum Gosa og lenda í ótal ævintýrum. Pétur og Tóbí. Bókin er í senn litabók og lestrarbók. Öll börn hafa gaman af ævintýrum, og öllum þ.ykir þeim gaman að lita. — Þetta er bókin, sem barnið vantar. Nancy og leyndardómar gamla hússins. Nancy er dóttir lögfræðings og hefur gaman af leynilögreglusögum. Allt sem er levndardóms- fullt er henni hugleikið — og í þess.ari bók kemst hún í eitt slíkt ævintýri. Hanna tekur ákvörðun. Hanna er komin á þann aldur, að ástin er farin að ólga í blóði hennar og alvara lifsins að taka í taumana. Matta-Maja verður fræg. Matta Maja er lika að komast á leiðarenda. Hún er orðin kunn dansmær, en braut frægðarinnar er stundum erfiðleikum háð. — Þess skal getið, að í næstu bók verður hún alvarlega ástfangin og er það síðasta bókin í hinum vinsæla bóka- flokk um Möttu-Maju. Jói og flugbjörgunarsveitin efti-r Örn Klóa. Örn Klói er dulnefni, en höf- undurinn er íslenzkur piltur, Kristján Jónsson leikari, og er þetta 8. bók hans. Sagan af Tuma litla eftir Mark Twain. — Ekki þarf að kynna höf- undinn. Hann er heimsfrægur. Sagan af Tuma litla hefur áður komið á íslenzku, en veri-ð ófáan- leg mörg undanfarin ár. — Margir, sem lásu fyrri útgáfu af sögunni um Tuma litla. eru nú komnir á fullorðins ár, og hafa gama.n af að rifja upp prakkarastrikin hans Tuma og félaga hans. KIM-bækurnar — KIM og gimsteinahvarfið (10. Kim-bókin) og KIM og brennuvargarnir (11. Kim-bókin). — Bækurnar um Kim og félaga hans eru orðnar svo kunnar, að ekki þarf annað en minna á, þegar ný Kim-bók kemur. Og nú eru tvær nýjar Kim-bækur komnar og verða eflaust horfnar úr bókaverzlunum fyrir jól. Bob Morán-bækurnar — Kjarnorkuleyndarmálið og Smyglaraskipið, í þýðingu Magnúsar Jochumssonar fyrrv. póst- meistara. Bob Moran-bækurnar eru sérstæðar í flokki unglingabóka. Þær eru hetjusögur um ofurmennið Bob Moran, sem fer hamförum um loft, láð og lög. og leysir allar þrautir. En sög- urnar eru skrifaðar a£ mikilli þekkingu á þeim viðfangsefnum, sem hver saga fjallar um, og, fróðleik um hin fjölbreyttustu efni. Zorro-bækurnar — ZORRO og dularfulla sverðið og ZORRO berzt á báðar hendur. — Ekki þarf að lýsa ZORRO. Unglingar um allt land þekkja hann og fylgjast af áhuga með ævintýrum hans. Og spenningur- inn eykst með hverri bók. Blóðrefur eftir Karl May, sem er þýzkur rithöfundur og talinn með þeim snjöllustu, sem skrifað hafa Indíánasögur. Blóðrefur er 4. bókin í flokki Indíánasagna Karls May. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. nóv. 1964 9

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.