Alþýðublaðið - 08.12.1964, Page 7

Alþýðublaðið - 08.12.1964, Page 7
Mikilhæfur en mistækur Guðmundur Daníelsson: DRENGUR Á FJALLI Stuttar sögur. ísafoldarprentsmiðja. Reykjavík 1964. „DRENGUR Á FJALLI” sann- ar hvort tveggja, hvað Guðmund- ur Daníelsson er mikilhæfur og mistækur smásagnahöfundur. Vitaskuld telst hann sér í lagi skáld langrar og breiðrar frá- sagnar, sem ennfremur getur orðið harla djúp og hröð, þegar honum tekst bezt, en ósjaldan gerist hann og þeim vanda vax- inn að bregða upp óvenjulega Skýrum svipmyndum fólks, at- burða og örlaga. Smásagan er þarna mitt á milli, ef hún verður þá skilgreind. Hún reynist minnsta kosti löngum hættulegur t'óður miUi skers og báru. Sög- urnar fjórtán í „Drengur á fjallí” sýna þetta mætavél. Annað hvort verður siglingin tilkomumikil eða strandið eftirminnilegt. Munurinn á snjöUustu og lök- Ustu sögum bókarinnar er mun drýgri spölur en vegarlengdin mUli Eyrarbakka og Stokkseyrar, og var hún þó í æsku minni lengstu fimm kílómetrarnir í heimi! En víkjum nú að sögun- um hverri um sig. Mér finnst Frú Pálína mis- heppnuð frá upphafi, efnið lítill- ar athygli vert, aðalatriðið, sem á að vera, smámunir einir og að hún gjaldi fremur en njóti tækni höfundarins — það svarar ekki kostnaði að eyða góðu púðri ó smáfugl. Hjólið get ég heldur ekki vlðurkennt, örin geigar og hæfir ekki skotmarkið að mínum dómi. Svipuðu máli gegnir um Baldur Frey. Kimni Guðmundar verður þar ekki ádeila eins og hann ætlar sér og ádeilan ekki heldur slík kímni sem þurft hefði til árangurs. Skáld á fundi kemst skár á framfæri, en er samt veigalítil smásaga, hún minnir á heysátu, sem fer úr reipunum og fýkur út í veður og vind, því að hér er dálítill stormur. Liljan í sandinum nær og varla tilgangi sínum, þó að íþrótt höfundarins sé þar nokkur. Svipmyndirnaf tvær, Gunna og Vordraumur í garði, hugnast mér sýnu betur. Þær leyna á sér og eru meiri af- rek en sýnist í fljótu bragði. Þetta á samt eigi síður við um Sumar, enda lætur Guðmundi oft prýðilega að túlka endurminning- ar þannig, að skáldskapur verði, einkum ef hann fer sjálfur með aðalhlutverkið. Hins vegar þyrfti rammi myndarinnar að vera list- rænni smíð, sagan kemur og fer of snöggt til að höfundurinn hemji hana, hvað þá lesandinn. Yfir fljótið og Þú ert maður- inn ! mega heita í góðu gildi sem læsilegar frásögur, en skáld- skapur þeirra mun víst Guð- Guðmundur Daníeisson mundi Daníelssyni hægðarleikur, þrátt fyrir einstök skemmtileg atriði, svo sem mannlýsingu og sálarlífstúlkun Þorleifs Arason- ar. En nú kemur reynsla höfund- arins sjálfs til sögunnar, og þá vænkast heldur en ekki hagur Guðmundar og bókarinnar. Fisk- urinn mikli og Lokadagur fjalla um sama efni að kalla og hefðu kannski getað verið ein saga, en hvað um það, Guðmundur veit, hvað hann er að gera. Hér gæðir hann hversdagslegt efni svo mennskum og stílrænum per- sónuleika, að sögurnar rísa hátt yfir stund óg stað í veldi þeirrar opinberunar, sem heitJr öðru nafni skáldskapur. Þó sætir Drengur á fjaUi enn meiri tíð- indum. Þann snilldarþátt ritaði Guðmundur Daníelsson upphaf- lega sem bókarhluta, endurminn- ingu frá æskudögum, grein um sjálfan sig bernskan í umhverfi 'átthaganna, en af hlauzt tigin smásaga, þrungin eftirvæntingu, baráttu, sigri, gleði og síðan von- brigðum, en jafnframt nýrri við- leitni ungrar karlmannslundar, sem vill ekki gefast upp og á að miklu að hverfa, landtöfrum, fjallagaldri, þrekraun, forlögum. Sumir álíta þetta beztu smásögu Guðmundar, og ég hef verið þeirrar skoðunar, unz mér gafst kostur þess að lesa og meta síð- ustu sögu bókarinnar, TapaS stríð. Hún er tvímælalaust sam- keppnisfær við Dreng á fjaUi sem áhrifamikill og listrænn skáldskapur. Guðmundur hefur naumast öðru sinni túlkað af ann- arri eins hófsemi og hnitmiðun aðkcnningu byltingar á heima- vígstöðvum mannrænna tUfinn- inga. Hér er ekkert of eða van, en öllu komið til skila, viðhorfi föðurins, afstöðu móðurinnar og viðbrögðum sonarins. Eg vildi ekki síður vera höfundur Tapaðs stríðs en Drengs á fjalli — en báðar eru sögurnar óumdeilan- leg listaverk. Aðfinnslur við stíl Guðmundar Daníelssonar dæmast vafalaust hótfyndni og jafnvel furðulegt at- hæfi þvílíkur kunnáttumaður sem hann er að leysa vanda hans. Samt vottar stundum fyr- ir því, að stíllinn verði helzt til þvingaður, en þá hef ég helzt í huga endurtekningar orða og setningahluta. Sú aðferð getur borið stuttar sögur ofurliði og hlýtur að teljast hæpin fyrirhöfn af hálfu Guðmundar. Hann er svo fjölhæfur og hugkvæmur ,í- þróttakappi stíls og máls, að hon- um ber engin nauðsyn til að undirstrika sérkenni sín á þann hátt sem hendir hann öðru hvoru. Og sízt munu þau vinnu- þrögð minni sigur að túlka vand- virka nærfærni en temja sér stórmannleg tilþrif. Þetta tvennt þarf auðvitað að fara saman, þeg- ar í hlut á annar eins höfundur og Guðmundur Daníelsson, en meðalhófið er jafnan vandratað. Sennilega hefði komið til greina að haga orðavali af ríkari ná- kvæmni á stöku stað, og prent- villurnar eru til lýta, enda þótt éngin þeirra virðist stórskaðleg. Ályktun mín að loknum lestri bókarinnar skal hins vegar ekki liggja í láginni: Árangur Guð- > mundar, þegar sprettirnir verða geystastir og samræmdastir, skipa honum í meistaraflpkkinn. Helgi Sæmundsson. Aðvörun til söluskattsgreiðenda í Kópavogi. Atvinnurekstur þeirra söluskattsgreiðenda, sem ekki hafa gert full skil, verður stöðvaður. næstu daga án nokkurrar frekari aðvörunar. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Teppahreinsun Hreinsum teppi og húsgögn í heimahúsum, fljótt og vel. Fullkomnar vélar. Teppahraðhreinsunin Sími 38072. Augiýsið í Alþýðublaðinu Auglýsingasíminn 14906 William Shakespeare LEIKRIT í þýðingu Helga Halfdánarsonar. Stórvirki, sem hlýtur einróma lof bókmenntamanna. Draumur á jónsmessunóit ☆ Rómeó og Júlía ☆ ■ Sem yður þóknast ☆ Júl'nss Sesar ☆ Ofviðrið ☆ Hinrik fjórði ■ FYRRA LEIKRITIÐ. . , . ☆ Hinrik fjórði SÍÐARA LEIKRITIÐ. ☆ Makbeð ☆ Þrettárrdakvöld ÞRJU BENDI. Verð í b. kr. 620,— í skinnbandi kr. 720,- HE vantar unglinga til að bera blaðið til áskrit enda í þessum hverfum: Hverfisgötu Bergþórugötu Högunum . Afgreiðsla Alþýðublaöslns Sími 14 900. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. des. 1964 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.