Alþýðublaðið - 08.12.1964, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 08.12.1964, Qupperneq 13
3 ástarsögur frá „HilcSi „ íí Réttur ástarinnar. Ný skáldsaga eftir Ib Henrik Héraðslækninn eftir Cavling Skáldsaga eftir Denise Robins. Cavling. keraur nú út í 2. útgáfu. Þetta er hrífandi lýsing á bar- Einkaritari læknisins. Nútíma Fyrsta útgáfa sem kom út fyr- áttu ungrar stúlku um fyrstu saga. ir nokkrum árum seldist gjör- ást mannsins. Cavling þarf ekki að kynna samlega upp á örstuttum tíma. hann selzt alltaf upp. Harðar deilur 71 gegn 17 Framh. af 11. síðu. rnótherja, að lið nái að sýna mjög góðan leik. Beztir hjá ÍR voru Þor- Steinn Hallgrímsson, Birgir Jak- obsson, Guðmundur Þorsteinsson og Hólmsteinn Sigurðsson og skor uðu þeir 6, 16., 12 og 16 stig, talið í sömu röð. Dómarar voru R. G. Hyslop frá Skotlandi og Guðjón Magnússon, sem kom í stað danska dómarans Dan Christiansen, sem átti að koma til landsins á föstudagskvöld en vegna seinkunar á vél Lof tleiða frá Kaupmannahöfn kom liann ekki til landsins fyrr en hálftíma eftir að leiknum lauk. — AB, KR - Valur Framh. af bls. 11. og ekkert við því að segja. Staðan í hálfleik var 10:3 og leiknum l'auk með 17:8 sigri KR. * Lið KR er mun sterkara en í fyrra og getur orðið skeinuliætt á íslandsmótinu. Lið ÍR-inga er enn að mötast éftir hina miklu blóð- töku í haust. Dómari var Björn Kristjánsson. Fleiri og fleiri hallast að því, að þetta Reykjavíkurmót sé eigin- lega ekkert annað en hálfgert grín- mót, þessir stuttu leikir í meist- araflokki eigi engin rétt á sér. Við erum á þeirri skoðun, að breyta þurfi fyrirkomulagi mótsins, leika klukkutíma leiki í mfl. karla og 40 mín. leiki í kvennaflokki og hafa annaðhvort hraðmót fyrir yngri flokkana, eða þeir leiki sína leiki í æfingatímum félaganna, en úr- slitaleikir færu síðan fram í Há- logalandshúsinu. Handknattleiks- unnendur hafa ósköp takmarkað- an áhuga á mótinu eins og það er nú. Auglýsingasíminn 14906 Farmhald af síðu 1. stætt mál að ræða, aðeins væri verið að endurnýja geyma, sem ekki fullnægðu lengur kröfum tímans, og taldir væru ónýtir. Kommúnistar héldu því fram 'áð hér væri um stjórnarskrárbrot að ræða, eh talsmaður Framsókn armanna í efri deild. Ólafur Jó- hannesson lagaprófessor við Há- skóla íslands, treystist ekki til >að taka undir þá fuliyrðingu, held ur taldi, að okkur bæri ekki skylda til að leyfa þessa mann- virkjagerð hér á landi. í efri deild kvaddi sér fyrstur hljóðs Gils Guðmundsson (K) og kvað hér vera mjög alvarlegt mál á ferðinni, og sagði að hér byggi annað og meira undir en viðhald einnar olíustöðvar. i neðri deild var það Ragnar Arn alds (K) sem fyrstur tók til máls og hélt háværa ræðu um það sem hann kallaði „hervæðingu" Hval- fjarðar og sagði að hér væri um skýlaust brot á stjórnarskrá ís- lands að ræða. Það sem nú hefði verið gert væri móðgun við Al- þingi og alvarlegt lögbrot og samn ingurinn því ógildur. Minntist Ragnar síðan á gamla tillögu, er liann flutti um þetta mál i fyrra og kvartaði undan því, ,,að sezt hefði verið á hana“ og hún ekki fengið fram að ganga. Ragnar sagði ennfremur, að Þessar fram- kvæmdir gætu hugsanlega verið tengdar áformunum um kjarnorku flota NATO, en geta má þess að síðastliðinn sunnudag fullyrðir Þjóðviljinn að svo sé. Mundi ein- hver vafalaust kalla þetta skort á samræmi. Eysteinn Jónsson (F) gerði síð an grein fyrir stefnu Framsóknar flokksins, sem hann kvað fylgj- andi þátttöku í vestrænu sam- starfi og NATO, en ekki telja, að okkur bæri að gera annað en það sem við sjálfir teldum rétt og skynsamlegt, Gæti svo farið að í Hvalfirði skapaðist önnur herstöð, sagði hann og ekki minni vandamál, en í sambandi við Kefla víkurflugvöll. Kvað Eysteinn Framsóknarflokkinn vera andvíg an öllum svona framkvæmdum í Hvalfirði. Emil Jónsson^ félagsmálaráð- herra (A), varð fyrir svörum í efri deild. Hann sagði, að hér væri ekki nýtt mál á ferðinni heldur hefði málið áður verið rætt tvisvar sinnum á Alþingi. Vitnaði hann síðan í fréttatilkynn ingu ríkisstjórnarinnar, um að heimiluð hefði verlð bygging fyrr greindra mannvirkja f Hvalfirði samkvæmt framkvæmdaáætlun NATO. þeir geymar, sem þar væru fyrir hendi væru orðnir 20 ára gamlir, eða rúmlega það og voru taldir ónýtir. Þeir geymar, sem byggja ætti yrðu eingöngu not- aðir á sama hátt og þeir, sem fjrrir væru í Hvalfirði. Það er að segja til þess að geyma. varabirgðir af olíu. Það hefði verið haft á orði að þetta væri óheimil samnings- gerð, sagði Emil, en ekki hefði verið leitað samþykkis Alþingis þegar Oliufélagið h.f. leigði NATO þá geyma sem nú eru í Hvalfirði og væri þó hér um algjöra hlið- stæðu að ræða. Þá benti ráðherrann á að sam- kvæmt varnarsamningnum værum við skuldbundnir til að veita af- stöðu hér undir nauðsynleg mann virki. Til varna landsins. Emil sagðist ekki leggja dóm á hvort friðarhorfur hefðu batnað undan farið, en vonandi væri það þó svo og það væri þá fyrst og fremst að þakka tilvist Atlanzhafsbanda lagsins, sem hefði reynzt það mót vægi, sem því var ætlað að vera. Hér væri eingöngu um endurnýj un gamalla mannvirkja að ræða sagði Emil að lokum, og þær fram kvæmdir sem gera ætti væru byggðar á ákvæðum varnarsamn ingsins frá 1951. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra (S) minnti sömuleiðis á að þetta mál hefði verið þraut- rætt í þinginu áður, og hefðu öll sjónarmið í þvi komið fram. Rík- isstjórnin telur sig hafa óyggj- andi heimildir til að gera þann samning, sem gerður hefur ver ið, sagði forsætisráðherra, Hann benti á að vamarstöð væri þeg- ar fyrir hendi í Hvalfirði, og að ýmsar aðrar framkvæmdir hefðu verið unnar hér á vegum varnar liðsins án þess, að til kasta Al- þingis kæmi og minnti þar á Sór- anstöðina á Snæfellsnesi og radar stöðvarnar á fjórum landshom- um. Það væri skiljanlegt að endur nýja þyrfti þessi mannvirki núna þar eð þau væru orðin gömul. Ef Alþingi vildi hætta við þessar framkvæmdir sagði forsætisráð- herra, væri sú leið greiðust að samþykkja vantraust á ríkisstjórn ina„ koma henni frá völdum og segja síðan upp varnarsamning- unum. Fyrir svörum af hálfu Framsókn armanna í efri deild varð Ólafur Jóhannesson (F). Hann taldi að ekki væri hægt að fullyrða að hér væri um stjórnarskrárbrot að ræða en benti hinsvegar á að málið hefði átt að koma til kasta utan- ríkismálanefndar. Birgir Finnsson (A) forseti sam einað Alþingis vitnaði til þeirra ummæla Ragnars Arnalds, ^að sezt hefðj verið á tillögu hans“, og benti Birgir ., að hún hefði verið á dagskrá 30. okt., 13. nóv. 20. nóv. og 4. des. hefðu farið fram umræður um hana. Síðan hefði hún aftur verið á dagskrá 11. des. 19. febr. 8. apríl 24. apríl og 6. maí. Auk þess hefði þetta mál verið rætt tvisvar sinnum útan dagskrár, og þá hefðu umræður verið 78 vélritaðar síður, en þeg ar það var rætt á dagskrá urðu umræður 68 vélritaðar síður, eðav samtals 146 vélritaðar siður og væri því augljóst, að þingmenii liefðu fengið rúman tíma til að túlka afstöðu sína Nokkrum sinn um hefði málið verið tekið út af dagskrá að beiðni sjálfs flutn- ingsmannsins, sagði Birgir að lok um. í efri deild töluðu auk þeirra sem fyrr eru greindir, Alfreð Gíslason (K) og Gils Guðmunds- son kvaddi sér hljóðs á ný. Emil Jónsson sjávarúvegsmála ráðherra svaraði ræðum þeirra, sem höfðu engin ný rök að geyma. Lúðvík Jósefsson og Þórarinn Þórarinsson töluðu í efri deild, en síðastur kvaddi sér hljóðs for- sætisráðherra, Bjarni Benedikts- son. Benti hann meðal 'annars á að það ætti ekki að hafa í för með sérstaka hættu, þótt einhver annar aðili, en Olíufélagið h.f. geymdi oliu í Hvalfirði. Svaraði hann ræðum þeirra þingmanna deildarinnar, sem endurtekið höfðu röksemdir, sem fram höfðu komið áður Mennlamálaráð- herraræðirum stjórnmálaviðhorfið MENNTAMÁLARÁÐHEKRA, Gylfi Þ. Gíslason flytur síðasta er. indið, sem flutt verður á vegum félagsmálaskóla FUJ fyrir áramét, í kvöld klukkan 9 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Mim ráðherrann flytja erindi um stjómmálavið- horfið, og eru félagar hvattlr tit að mæta vel og stundvíslega. Hannes á horninu Framhald af 2. síðu inn úr umferðinni. En það hefur ekki verið gert til þessa. í SAMBANDI VH) þetta vil ég minnast á Bústaðaveginn. Þar aka menn alltaf hratt, en hvergi verður hálkan eins mikil og þar þegar hálka er á annað borð. Vegurinn er ein svellbunga. Þessi vegur er rhjög vanræktur. Þar er sjaldan borinn á sandur og því síður salt. Þetta er hættu legasti vegurinn í Reykjavík á vetrum." Hannes á hominu ALÞVÐUBLAÐIÐ - 8. des. 1964 13 Útför Páll Zóphóníassonar f. v. alþingismanns verður gerð frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 9. desember kl. 10:30. Athöfninni verður útvarpað. Þeir sem vilja minnast hins látna eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Unnur, Vigdís, Zópónías, Páll Hannes og Hjalti. Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vin- arhug við fráfall mannsins mins, sonar okkar, bróður og tengda- sonar Viktors Heiðdal Aðalbergssonar Sigríður Jónsdóttir Sigríður Friðriksdóttir Aðalbergur Sveinsson Signý Einarsdóttir Jón F. Karlsson systklni

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.