Alþýðublaðið - 13.12.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.12.1964, Blaðsíða 7
LISTAVERKA LEITAÐ Framhald af 5. síðu Þrjú stór söfn af stolnum list- I munum fundust í suð-vestur! Þýzkalandi. Eitt þeirra fartnst í | kílómeterslöngum múrsiHnsheili í austurrísku Ölpunum, annað í Neuschwansteinkastala í Bayern, og 72 kassar df listaverkum, sem stolið hafði verið í Frakklandi og i safninu í Kiev, fundust í jörðu í klaustri í Buxheim. Að sjálfsögðu var fyrst ráðizt á þá listaverkasala og eigendur, sem voru af gyðingaættum í Frakk landi, svo Rotschild, og voru vgrk in send til Jeu de Paume safns- ins, þaðan sem þau voru send til safna í stór-Þýzkalandi. Þó var þrugðið út af þessu, er Göring kom sjálfu'r til Parísar ■ 1941 og valdi' þersónulega máiverk, er steía skyldi handá sjálfum hon um og Hitler. Siíkt endurtók sig nokkrum sinnum. í lok 1942 var Göring búinn að koma sér upp frá bæru safni málverka, þeirra á með al 10 verkum Renoir, fjórum Cézanne og fimm Van Gogh. Mest af einkasafnt Göring . náðist ó- skemmt og ódeilt í Berchtesgad- en, þar á meðal 52 verk Cranchs eldra. Bandamenn vissu um svo til all- ar geymslustöðvar Rosenbergs og félaga í Þýzkalandi og Austurríki, og í mörgum tilfellum var búið að gera lista yfir, hvað á stöðum þessum væri að finna. Litlir hóp- ar sérfræðinga fyígdust svo með framsókn herja Bandamanna og höfðu það verkefni að finna geymslurnar, bera kennsl á inni- haldið og hafa eftirlit með send- ingum verka aftur til sinna lög- mætu eigenda. Þannig hafa náðst aftur um þrír fjórðu hlutar Da- vid-Weill safnsins frá París, en meðal þeirra verka, sóm enn vant ar og fjölskyldan hefur gefið upp aila von um að fá aftur, eru 40 málverk, þeirra á meðal einn Bonn ard, einn Vuillard, og einn Berthe Morisot, auk alls David-Weill bókasafnsins. Ómögulegt er að gera sér grs(ini fyrir verðmæti þessa safns af fyrstu útgáfum allt aftan frá 18. öld, en ekki er tal- ið ólíklegt, að það mundi seljast í dag fyrir 7 — 8 milljónir króna. ÍTALÍA. Um 600 listmuni, eða sjötta hluta þess, sem þýzkir hermenn og háttsettir nazistar stálu af ítölskum söfnum, kirkjum og einka söfnum í síðustu styrjöld vantar enn. Meðal þeirra eru verk eftir Raphael, Michelangelo, Tintoretto, Hans Memling og fjölda minna þekktra, en ekki síður verðmætra, listamanna. Það er einkum að þakka starfi dr. Rudolfo Siviero frá Flórens, að svo mikið hefur náðst af ítölsk um listaverkum aftur. Þegar ár- ið 1943 stofnaði hann leynifélag, sem hafði gát á ránum Þjóðverja og samdi skrá um verkin og hvert þau voru flutt. Dr. Siviero héfur sjálfur sagt frá því hvernig kom ið var í veg fyrir, að hin fræga mynd ,,Böðunin“ eftir Fra Ang- elico (1387—1445) félli í hendur nazistum í Flórens. Daginn áður en „sækja“ átti myndina fór hann ásamt nokkrum félögum sínum til kirkjunnar San Martino a Mensola skammt fyrir utan Flórens, tók myndina niður og faldi hana. Þegar þýzkir em- bættismenn komu að sækja hana, var þeim sagt, að hún hefði verið send til Vatíkansins til varðveizlu. | Þó að miklu væri stolið í Flór- ens og Napoli, gegndi ekkj sama máli með Rómaborg, enda var fjölda listamuna þar í borg komið til varðveizlu í Vatíkariinu. ÞÝZKALAND. Vegna skiptingar Þýzkalands og athafnasemi listmunaþjófa síðustu árin hefur vestur-þýzka lögreglan átt mjög erfitt með að gera sér ljósa grei-n fyrir því, hve miklu af listaverkum var raunverulega stolið í glundroðanum 1944 og 1945 af óbreyttum borgurum og ruplandi scidátum. Það er hins vegar ljóst, að gífurlega miklu hefur vcrið stolið. Vitað er, að rænt var af hvað mestri gaumgæfni úr einkasöfn um eins og safni Krupp fjölskyld- unnar, safnj Steengracht baróns og kastala Marylands lávarðar í Norður-Þýzkalandi. í Kruppsafnið vantar enn 148 málverk, þar á með al mörg verk hollenzku meistar- frá 17. öld. Af 650 málverk- um ríkissafnanna i Miinchen, sem komið var fyrir í einka-loftvarna byrgi Hitlers í miðborginni 1945, hafa aðeins fundizt um 50. Lög- reglan veit, að hungraðir Bayern búar seldu um hundrað þcssara verka, sem stolið var 27. apríl 1945 fyrir smjör, egg og hveiti — aðallega hernámsliðinu. Er raun ar talið, að langmest af verkum sem stolið var við fall naz- ista, hafi fyrir löngu verið selt úr landi. «- „Venus“, meistaraverk eftir Cranach eldri frá árinu 1530, málað með olíu á tré. Það hafði verið í Stórhertogasafninu í Weimar í Þýzkalandi siðan 1851. RUSSLAND. 57 listasöfn voru í þeim hlutum Sovétríkjanna, sem Þjóðverjar her námu í styrjöldinni. Segja opin- berir aðilar, að 98.000 listmunir hafi týnzt í styrjöldinni, þar af sé vitað, að 70.000 eyðilögðust í eldi, stórskotahríð, loftárásum og öðrum hernaðaraðgerðum og 4. 500 hafi skemmzt, en afganginn hafa Þjóðverjar haft á brott með sér, og svo til ekkert hafi náðst aftur. Þar eð flest umræddra safna voru héraðssöfn í borgum eins og Minsk, Kiev, Odessa, Riga, Lvov og Khrakov voru tiltölulega fá heimsfræg listaverk meðal þeirra, sem töpuðust, þar eð þau eru flest í hinum frægu söfnum Hermitagé og rússneska safninu í Leningrad og Pushkin og Tretyakov söfnun um í Moskva. Sú varúðarráðstöf un var þar að auki gerð að flytja Jistaverkin úr þessum söfnum, áð- i „Madonna og barn með engli“ eftir flæmska málarann Hans Memlipg-, sem Hermann Göring gerði upptækt í Renders-safninu í Belgíu. ur en Þjóðverjar nálguðust um I of. PÓLLAND. Tap Pólverja vegna lístaverka- rána í síðari heimsstyrjöldinni nemur hundruðum mílljóna doll- ara. Auk stórverka eins og „Mynd af ungum manni“ eftir Raphael, sem þýzku hernámsyfir- völdin stálu úr Czartoryski-safn- inu í Krakow, voru þúsundir minna þekktra listaverka ýmist tekin úr einkasöfnum eða söfnin tekin í heild. í Póllandi' fyrir stríð var að finna smálistasöfn í tugum halla út um allt land. Mörg þessara safna voru ekki fyllilega skráð og því ókleift fyrir yfirvöldin eftíil stríð að gera sér fulla grein fyr- ir tapinu. O.Vinberir aðilar í Pól landi segja, að einkasöfnin hafi verið „fullrænd". í landsbókasafninu i Varsjá <?TU um 10 bindi, þar sem skráð eru handrit, skjöl, höggmyndir, skurð myndir, málverk og önnur lista- verk, sem ekki hefur tekizt að finna, þrátt fyrir nákvæma leit eftir stríð, en hún stóð alveg fram til 1950, en sýnt þótti, að ekki myndi unnt að finna fleira í landinu sjálfu. Talið er, að enn vanti um 25% af helztu listaverk unum. Hin frægu Wawel veggtjöld — sem eru athyglisverð dæmi um Arras myndvefnað á miðri 16. öld — komu ekki aftur til Pól- lands fyrr en árið 1958 að undan- gengnum langvarandi samninga- viðræðum milli stjórnarinnar í Varsjá og ýfirvaldanna í Quebee í Kanada. Rúmlega 130 af Wawel tjöldun um voru tekin niður fj'rir tilstilli ríkisstjórnar þeirrar, er sat aS völdum í Póllandi i upphafi stríðs ins, og hafði hún þau með sér á flóttanum til Rúmeníu og síða:i til Frakklands. Þegar óhjákvæmi legt virtist, að Frakkland munöi falla, voru tjöldin send til Kánada til geymslu ,og var þeim þar kcra ið fyrir í neðanjarðarhvelfingur., Kröfum kommúnistastjórnarinn ar í Póllandi eftir stríðið var í fyrstu ekki s:nnt, en að lokúra var fallizt á þá kröfu hennar aö hún væri eini rétti aðilinn, er samningsrétt hafi um þjóðlega pólska muni, og nú hanga tjöldin aftur í Wawel-kastalanum í Krakow. GRIKKLAND. Grísku söfnin, sem voru full af ómetanlegum dýrgripum fornald- ar, voru bókstaflega tekin sundur í stríðsbyrjun, 1939. í Ajenu var allt að 2.500 ára gömlum marmara og bronz styttum komið fyrir í ieyndum hellum undir Akraopolis. Verðmætum safngripum var kom- ið fyrir í kistum og sett í hvelf ingar Grikklandsbanka og en:i önnur verk grafin i jörðu í görð- um safna um allt land. Ekki tókst að koma öllu í örugga geymslu. Þjóðverjar og íta'ii', sem réðust inn i Grikkland og hcé sátu það frá apríl 1941 til októ- ber 1944, gerðu aldrei kröfú til þessara listaverka. Þeir báðt* stjórnina um að grafa þau upp, svo að hægt væri gð athuga þau, en Stjórnin streittíst á móti. Þo rændu þúsundir liðsforingja ug óbreyttra hermanna úr hfcrnáms- liffinu söfn úti á landsbyggðinni. Hundruð verðmætra, _ fornra höggmynda hurfu ásamt dýrmæt- Framhald á 10. síðu AlÞÝÐUBUÐIÐ —■ 13. des. 1964 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.