Alþýðublaðið - 13.12.1964, Blaðsíða 8
TEIKNll
Kirkjan á Breiðabóls stað í Fljótshlið' 1836.
ISLENZKAR SVEITAKIRKJUR
NÝJAR kirkjur hafa risið af
gjrunni hér á landi á síðustu ár-
lim hver af annarri( þótt lands-
mönnum sé sí og æ borið á brýn
trúleysi og lítil ræktarsemi í
kirkjulegum efnum. Sumar hinna
nýju kirkna bera svipmót nútím-
ans, aðrar eru byggðar í göml-
um stil, og sumir vilja ugglaust
ætla, að enn aðrar séu með öllu
stíllausar. Gleggsta dæmið um
andstæðurnar í kirkjubyggingum
okkar nú á dögum blasir við sjón-
um, þegar gengið er um Háteigs-
veg. Þar er í byggingu Háteigs-
kirkja með fjórum turnspírum í
austurlenzkum stil, en örskammt
frá stendur Kirkjubær kirkja
óháða safnaðarins, lítil en ný-
tízkuleg. Og þegar fram líða stund
ir mun frá þessum stað sjást
gnæfa við himin Hallgrímskirkja,
sem rís af grunni hægt og hægt,
jvrátt fyrir hávcerar d/eilur og
kröftug mótmæli.
En við skulum láta kirkjur nú-
tímans liggja milli hluta að þessu
sinni, en í stað þess fræðast ör-.
lítið um islenzkar kirkjur fyrr á
timum. í hinu merka riti séra Jón
asar Jönassonar frá Hrafnagili,
(,íslenzkir þjóðhættir" er fróðleg-
ur kafli um kirkjur og kirkjulíf
hér á landi á liðnum öldum. Lýs-
ing hans fer hér á eftir:
Kirkjur voru víðast hvar litlar
og lítið um prýði á þeim, enda
voru þær fátækar og höfðu litlu
úr að spila. Nærfellt alls staðar
voru þær byggðar með torfveggj-
um og torfþaki, en í báða gafla
voru timburstafnar. Tveir glugg-
ar voru á kórstafni og stundum
gluggabora upp imdir burstinni,
og svo var sinn glugginn hvoru
megin hurðar og einn yfir prédik-
unarstól. Annars var fyrirkomu-
lag allt eins og enn gerist, altarið
fyrir miðjum ansturstafni og oft-
ast einhver altaristöflunefna yfir,
en stundum voru þær töflur ærið
fornfálegar, og prédikunarstóll að
sunnanverðu milli kórs og kirkju.
Skilrúm allþétt var á milli kórs og
kirkju og stundum afþiljað upp
að bita eða þvi sem næst. Oftast
voru þær þiljur eða milligerðir
eitthvað strikaðar, útskornar effa
sagaðar, sömuleiðis var prédikun-
arstóllinn skorinn út og oft sett-
ur saman úr strikuðum spjöldum.
og málaðar ýmislega. Oftast var
altarið líka eitthvað prýtt. Ræfrið
var súðþakið, en oftast þó meff
langböndum og reisifjöl. Ein eða
tvær klukkur fylgdu hverri kirkju,
þeim var komið fyrir á f jóra vegu:
Annað hvort var klukkuport fram-
an við kirkjudymar eins og for-
skyggni, eða það var sett í sálu-
hliðið, eða klukkurnar voru fest-
•ar á ramböldum ofarlega á stafní
upp yfir kirkjudyrunum, og þaff
var tíðast, - en svo voru klukkum-
ar stundum hengdar upp inni i
framkirkjunni upp af fremsta bit-
anum í kirkjunni og stundum enda
neðan í hann. Það var samt víst
fátítt. Turnar þpkktúst alls ekki
og forkirkjur heldur ekki nema &
biskupsstólunum, og sjaldan var
kross upp af ‘tafni, nema þá á
vindskeiðunum, eins og gerðist á
stofum, skemmum og bæjardyr-
Kirkips* voru víSast
hvar og lítiH
utn urvHi á þeim,
enda voru þær fá«
tækar höfðu Htlu
úr að splla ...
Sáluhlið Árbæjarkirkju.-
8 13. des.: 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ