Alþýðublaðið - 22.12.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.12.1964, Blaðsíða 6
HARDIR KOSTIR Albert Zobala, 31 árs gömlum vörubílstjóra í Los Angeies, finnst ekkert jafnast á við heim- ilið — og það er þess vegna, sem hann vill ekki fara heim. . Kona hans sótti um skilnað frá honum, en bauðst þó til þess að taka við honum aftur, ef hann uppfyllti 15 skilyrði, sem hún lagði fram skriflega í réttinum. Hér eru þau: j i .i 1. Ekki dropa af alkóhóli. . Láta mig hafa hvern eyri, sem þú vinnur þér inn. |3. Þú mátt ekki koma neins 1 staðar við eftir vinnutíma. 4. Þú mátt undir engum kring- j umstæðum heimsækja systur j þína. 5. Þú mátt aldrei gera neinum öðrum en mér greiða. Þú mátt aldrei kaupa öl. 7. Hvað sem ég bið þig um að í gera, verðurðu að gera það umsvifalaust. 8, Þú mátt aldrei stíga fæti inn á bar, jafnvel þó að þér sé boðið. 9. Þú mátt aldrei lána nokkr- um manni peninga — ekki einu sinni tíu cent. 10. Þú verður að láta mig 'sækja launin þín. 11. Þú mátt aldrei svo mikið sem ýja að lygi við mig. 12. Þú mátt aldrei gorta af neinu við neinn. 13. Ef þú hefur eitthvað að gera, máttu aldrei fara krók. 14. Ef þú þarft að láta klippa þig, máttu aðeins vera kort- ér hjá rakaranum. 15. Þú mátt aldrei koma isvo mikið sem einni mínútu of seint heim. Og svo var enn ein viðbót: Allt þetta og miklu meira heimta ég af þér, ef ég á að opna dyrnar fyrir þér. Ef þú ekki fellst á þetta, geturðu hypjað þig. — Og það gerði Albert. WWWtWVWWMMMWWWWWWWMMWWWMW Heimsmeistari i sturtubaði geisl- á tán- 18 ára gamall Texasbúi, — að honum útfjólubláum Gary Stanford, steig um dag- um til að hlýja honum ínn út úr baðherberginu sínu um. í háskólanum í Houston, vafði handklæði um mjaðmirnar og lýsti sig heimsmeistara í sturtubaði. Hann hafði verið hvorki meira ne minna en 36 klukkutíma undir sturtunni. Húðin var öll krypluð — og vatnsósa, ; en hann var hins vegar tandurhreinn og óskaði einskis annars en að þorna. Hinn nýi heimsmeistari fór undir sturtuna rétt fyrir mið- nætti á ' sunnudegi. Hann hafði lesið í blaði, að einhver náungi í Kansas hefði staðið 30 tíma undir sturtunni, og hann hafði svarið að slá það met. Hann stóð við orð sín og var nákvæmlega 36 tíma og sex mínútur undir bununni. Á meðan hann þraukaði undir bununni eyddi hann tím- anum í að syngja, tefla við vini sína fyrir utan bunima og hlusta á grammófónplötur. — Þess á milli fékk hann sér sjúss, en vinir hans beiridu að WWWWWtWWWWWWWWWWWWWWWVTi 6 22. des. 1964 — ALÞÝ0UBLAÐIÐ Á fund drottningar Háskólastúdentar í Bret- landi gera það venjulega einu sinni á ári að klæða sig upp í undarlega búninga, aðallega til að safna fé til hvers kyns góðgerðastarfsemi. — Fyrir skemmstu var svokölluð „Bag Week,” í háskólanúm i South- ampton og þá fóru þrír stúd- entar, fengu sér leigðar gamal- dags hermannabúninga og brynjur og hugðust ganga fyrir drottningu í Buckinghamhöll í Lundúnum. Lögreglunni þótti þetta ókennilegir náung- ar og spurði, hvað þeim væri á höndum. Þegar þeir sögðust vera komnir til að leysa her- vörðinn af, báðu lögreglumenn þá að hypja sig brott sem skjótast. WVWWWWMWVWVMWWWWWVWWWWHWWWWWWVWWmWWWW Áætlanir um einsfæða tilraun í Svíþjóð SÆNSK nefnd stakk upp á því fyrir skemmstu, að varið skyldi rúmum 250 milljónum króna af ríkisfé til þess að gera nákvæma rannsókn og tilraunir með það, hvað helzt má gera í baráttunni gegn afbrotum unglinga, en slík tilraun, ef af verður, mun ekki eiga sér neina hliðstæðu í heim- inum. byggt upp til hins ýtrasta allar , öll vera styrkt, svo að þau gætu sínar stofnanir til barna- og ungl , starfað með sem mestum árangri, ingaverndar. Barnavernd, skólar, ! jafnframt því sem samstarf þess- geðverndardeildir, vinnumiðlun, ara stofnana yrði eins náið og lögregla og ákæruvald mundu þá unnt er. BAK VIÐ TJÖLDIN Hugmyndin er, að yalin verði meðalstór þorg í Svíþjóð, 50-80 þús. manna borg, og bæjaryfirvöld unum gefnar frjálsar hendur með það hvernig þau verja umræddu fé í því augnamiði að hindra að börn og unglingar lendi á villi- götum. Ástæðan til þessara tillagna nefndarinnar er sú staðreynd, að afbrot og and-þjóðfélagsleg eða asoeial afstaða barna og unglinga | hefur færst.mjög í vöxt í Sví- þjóð, eins og raunar mjög víða ! annars staðar, á seinni árum, — ^ þrátt fyrir allar tilraunir til að koma í veg fyrir þá þróun. Þekking á því, hvaða ráð séu tiltækilegust til að berjast gegn þessari óheillaþróun er mjög af skornum skammti, og telur nefnd- in að tilraun, er aukið geti þekk- ingu manna á þessu sviði, yrði mjög verðmæt. Umrædd borg mundi þá geta RUDOLF BING, hinn valdamikli forstjóri Metropolitan óper- unnar í New York, er víst ekki almáttugur, þegar allt kemur til alls, a.m.k. hefur hann ekkert getað ráðið við inflúenzufaraldur- inn, sem þar geisar um þessar mundir, svo að þurft hefur að aflýsa hverri sýningunni af annarri. Hann hefur því brugðið á það ráð að setja upp auglýsingu í sal söngvaranna, þar sem segir, að á meðan á faraldrinum standi megi ekki ‘kyssa alvörukossa á sviðinu. Og hann bætir við kur- eislegum tilmælum um, að á meðan á sama faraldri standi stilli söngvararnir sig um að kyssast á bak við tjöldin líka. _ Jf _ TIL þess að forðast blóðsúthellingar hafa þrír stóru flokk- arnir í Nígeríu orðið sammála um að banna stuðningsmönnum sín- um að hafa með sér á fundi byssur, boga og örvar, axir og flöskur. — ★ — VEITINGASTAÐUR einn í Hollywood auglýsir: „Dæileg, meyr fílasteik. Minnsta pöntun: tuttugu porsjónir. Við getum ekki staðið í því að skera einstakar porsjónir af fílum okkar“. “ ★ — SEXTÁNDA konan hefur skilið við eiginmann sinn, Glynn Wolfe, vegna þess að hann gaf fimmtándu konunni alltof mikinn gaum. Það er óþarft að taka það fram, að sá marggifti Wolfe er hótelstjóri í Las Vegas.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.