Alþýðublaðið - 22.12.1964, Qupperneq 15
Pardew hætti að hugsa um þetta
eins og hún hefur gert, þegar
búið er að flytja hana til.
— Ef hún fær nú þá flugu í
höfuðið, að þú sért að reyna að
halda henni í burtu frá þessum
unga manni ....
— Hvaða fjarstæða ....
Þegar hún mundi hitta Nonu
um helgina ásamt foreldrum
liennar væri tækifæri til að ving
ast við hana og tala um Len Bel-
lamy, og sýna henni að það var
ekki hans vegna sem hún vav
flutt til.
— Það var ævinlega líf og
fjör á ' barnadeildinni og þau
börnin, sem ekki voru mikið
veik voru yfirleitt kát og fjörug.
Þetta var einmitt það sem Nona
hafði þurft með.
Hún batt töluverðar vonir við
kvöldverðarboðið í Woodleigh.
Kevin sendi bíl sinn og einkenn-
isklæddan ökumann til að sækja
liana. Þegar hún kom til Wood-
leigh voru Pardew hjónin þar
fyrir en dótiir þeirra ekki. Hún
ætlaði að vera hjá gamalli skóla-
systur sinni um helgina þar sem
hún átti frí. — Þetta hefur hún
gert til aS forðast það að hitta
mig, hugsaði Ruth, þegar hún sá
hve vandræðaleg móðir Nonu
var þegar hún var að skýra frá
þessu. Þetta voru ekki bara dutl-
ungar úr óþægri stelpu, þetta
var hrein stríðsyfirlýsing.
— Henni Nonu okkar finnst
lífið á spítalanum vera heilt æv-
intýri, sagði nú frúin. Það verð-
ur líklega ekki svo lítið, sem
hún þarf að segja henni vinkonu
sinni, ef ég þekki þær rétt.
— Hefur hún sagt yður, að
næstu þrjá mánuði verður liún
á barnadeildinni? spurði Ruth.
— Já og hún er afskaplega
hrifin af þeirri tilbreytingu.
— Bölvuð þvæla, sagði Kevin.
Hún er forreið yfir því að hafa
flutt til. En hún jafnar sig áreið-
anlega. Við erum þér mjög þakk-
lát Ruth fyrir að hafa flutt liana
til.
— Ungar stúlkur eiga það til
að láta sér verða alvarleg mistök
á, sagði- frú Pardew. Ég hafði
hér um bil gert eina slæma
skyssu. Það var myndarlegur
Iæknastúdent, sem átti ekki græn
an eyri .... nú leit hún stríðnis-
Iega á mann sinn, en hann svar-
aði um hæl. Hver sem sá náungi
liefur verið þá slapp hann sannar
lega naumlega. Svo skellihló
hann að sinni eigin fyndni, Molly
Pardew var greinilega ekki bet-
ur gefin en svo, að henni fannst
þetta afskaplega fyndið líka.
Ruth fannst frúin afskaplega
brúðulég, það var svo sem auð-
séð á öUu að hún hafi aldrei á
ævi sinni difið hendi í kalt vatn
eða snert á nokkru verki. Hár
hennar var vandlega uppsett,
augnabrúnirnar vel snyrtar og
hláturinn hvellur.
Hún hlaut að hafa verið
afskaplega sæt ung stúlka á sín-
um tíma, en tilfinningalif lienn-
ar var sennilega ekki þroskaðra
en almennt er hjá 16-17 ára stúlk
um. Ruth hugsaði með sér, að í
útliti væri Nona tvímælalaust
mjög lík móður sinni, en skap-
gerðin var greinilega allt önnur,
því Nona var töluvert skapmikil.
24
Kevin var ekkert að skafa ut-
an af hlutunum frekar en venju-
lega. — Við viljum komast hjá
því, ef þess er nokkur kostur, að
Nona flækist á einhvern hátt í
málefni þessa drengs, sem hún
alls engin kynni ætti að hafa af.
Ruth fannst hún mega til með
að segja, að það væri nú varla
hægt að komast hjá einhverri
flækju-vegna slyssins, sem þegar
hafði skeð, og það gerði hún.
— Já, slysið var ljóta fjárans
óheppnin, samsinnti Kevin.
Rutli varð hugsað til þess, að
þetta slys var síður en svo búinn
hlutur fyrir Len Bellamy, og enn
einu sinni varð hún svolítlð rugl-
uð, þegar hún fann hverjar and-
stæður bjuggu í Kevin. Henni
hafði líka skilizt að í þessu boði
ætti að ræða um það hvað hægt
væri að gera fyrir drenginn en
gestgjafinn og gestimir virtust
síður vilja tala um þetta, og því
var málið ekki rætt.
Þau drukku sherryglas úti á
svölunum og svo fór Kevin með
hana til að sýna henni garðinn.
Páskaliljurnar undir trjánum
voru nú allar fölnaðar, en þær
SÆNGUR
REST-BEZT-koddar
Endurnýjum gömlu
sængurnar, eigum
dún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsum
stærðum.
DÚN- OG
FIÐURHREINSÚN
Vatnsstíg 3. Sími 18740.
iwmtwwwwwtwww*****
hlutu að hafa verið fallegar hugs-
aði Ruth meðan þær voru í full-
um blóma. Garðurinn var samt
ennþá ljómandi fallegur og mörg
haustblómin skörtuðu enn sínu
fegursta. Ruth hefði getað verið
þarna klukkustundum saman og
dáðst að þessu. Henni varð
skyndilega hugsað til Grieg kon-
sertsins, og þá um leið varð
lienni hugsað til John Corts og
systur hans. í garðinum var til-
búið klettabelti með allskyns
gróðri. Það hlaut að hafa kostað
dálaglegan skilding að láta út-
búa það. Þarna var líka lítil brú
og tilbúinn foss. Kevin sýndi
henni garðinn, sem hann greini-
lega var mjög stoltur af, en Ruth
fannst eins og eitthvað vantaði
þarna. Eftirlíkingar gátu aldrei
fullkomlega laðað fram töfra
náttúrunnar hve góðar sem þæ
voru.
Þegar þau komu aftur heim
að húsinu kom frú Triggs og
sagði að maturinn væri tilbúinn.
Þau snæddu við kertaljós og
fluttu sig svo inn í annað her-
bergi og drukku þar kaffi er þau
höfðu lokið við að borða. Rutli
reyndi nokkrum sinnum að
brjóta upp á málinu, sem henni
fannst hún hafa komið til að
ræða, en það fékk ekki hljóm-
grunn. Þegar hún gerði það fór
Molly Pardew ævinlega að tala
um einhver ný föt, sem hún hafði
verið að fá sér eða að segja frá
getur ekki verið til taks hvenær
sólarhringsins, sem er. Ef fólk
býst við þvi, skaltu sannarlega
sýna því, að þessu er ekki þann-
ig varið.
Ruth brosti líka, en það
fylgdi ekki hugur því brosi.
— Vinnutími minn er ekki frá
níu til sex, sagði hún, og því
miður liætti ég ekki að vinna
þótt ég hafi fataskipti. Þetta er
eiginlega eins og að vera skip-
stjóri á skipi. Skipstjórinn þarf
ekki að standa vaktir, en ef eitt-
hvað fer aflaga, þá verður hann'
að mæta í brúnni.
SÆMGUR
Hrein
frisk
heilbrigð
húð
Endurnýjum gömlu sængurnar.
Seljum dún- og fiðurheld ver.
NÝJA FIÐURHREINSUNIN
Hverfisgötu 57A. Sími 16738.
síðasta bridgekvöldínu, sem hún
hafði tekið þátt f. Ruth fannst
það alveg stórfurðulegt að karl-
mennirnir skyldu geta hlustað á
þessa bannsetta vitleysu, sem
hún var sífellt að blaðra um. Þar
kom að, að hún þoldi þetta ekki
lengur og reis upp.
— Þið verðið að afsaka, en nú
má ég til með að fqra til baka.
Þetta er fyrsta kvöldið sem nýja
vaktakerfið er við lýði, og ég er
því miður hrædd um að það sé
ekkert sérlega vinsælt. Þess-
verð ég helzt að vera til staðar
og reyna að sjá um að allt gangi
fyrir sig.
Kevin virtist verða fyrir tals-
verðum vonbrigðum. — Þú hlýt-
ur að hafa einhverja aðstoðar-
manneskju, sagði hann, sem get-
ur litið eftir þessum venjulegu
störfum fyrir þig.
— Þetta eru nú ekki alveg
venjuleg störf, sagði Ruth. Þetta
er heilmiklar breytingar. Ég hef
mínar eigin hugmyndir um það
hvernig reka á sjúkrahús, og ég
er hrædd um að ég verði að
koma þeim í framkvæmd sjálf.
Kevin reyndi að brosa, en
sagöi svo. — Ég- býst við aö fyr-
irrennari þinn hafi ekki verið
ákaflega mikið ó ferð og flugi
um spítalann. Þú verður að láta
fólkinu skiljast að þú átt þína
frídaga eins og aðrír og að þú
NÝ SENDING
a£ SVÖRTUM GLANSANDI
REGNKÁPUM.
Verð kr. 595,00.
BERNHARÐ LAXDAL
Kjörgarði.
brunatryggingar
á húsum í smíðum,
véium og áhöidum,
efnl og lagerum o.fi.
ygging henlar ýöur
Innbús
Vatnstjóns
Innbrots
Glertrygglngar
ITHYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIR
LINDAR
GATA » REYKJAVlK SlMI
2126 0 SlMNEFNI ; SURETY
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. des. 1964 15