Alþýðublaðið - 22.12.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 22.12.1964, Blaðsíða 16
| „Ævintýri á gönguför" | ! jólaleikrit Leikfélagsins i! AMHUMtHHHtHMMHVIMW HHMHHHHHMHMMHMHTi Reykjavík, 21. des. GO. Frumsýning á jólaleikriti Leik- félags Reykjavíkur Ævintýri á gönguför, verður á 3. í jólum, en Ragnhildur Steingrímsdóttir setur leikinn á svið. Þetta er í fyrsta tskipti sem hún vinnur fyrir L.R. en hún hefur á undanförnum ár- um ferðast um landið og stjórnað um 201 leiksýningum. Hitt er svo annað mál, að Ævintýri á göngu för eftir Hostrup ei' enginn ný- græðingur á sviðinu í Iðnó. Sýn- ingin nú um jólin verður sú ní- tunda, sem færð er upp í því húsi Og líklega sú tólfta alls á landinu. Fyrst var leikurinn sýndur í Iðnó árið 1898 á vegum L.R. og síðast var hann sýndur þar árið 1952 og þá urðu sýningarnar alls 50. Þýð- ingin sem nú verður notuð er eftir Jónas frá Hrafnagili en Lár- ius Sigurbjörnsson yfir fór hana fyrir uppfærsluna 1952 og Tómas Guðmundsson orti nokkra söng- textana upp. Brynjólfur Jóhannesson leikur Kammeráð Krans birkidómara, en Haraldur Björnsson verður í hlut verki assesors Svale. Þessir tveir heiðursmenn fóru með sömu hiut verk á sýningu Leikfélagsins árið 193^3. Erlingur Gíslason verður í hlutverki Skrifta Hans, en Inga Þórðardóttir leikur frú Krans. Vermundur er leikinn af Gísla Halldórssyni, en Björg Davíðsdótt ir og Guðrún Ásmundsdóttir fara með hlutverk Láru og Jóhönnu. Björg er nú í fyrsta skipti í meiri háttar hlutverki, en liún er ný- útskrifuð úr leikskóla Leikfélags ins og hefur aðeins leikið smáhlut verk áður. Arnar Jónsson og Pét ur Einarsson fara með hlutverk stúdentanna Ejbæk og Herulfs og Pétur bóndi er leikinn af Karli Sigurðssyni. Steinþór Sigurðsson gerði leik tjöldin og undirleik annast þau Guðrún kristinsdóttir og Máni Sigurjónsson. Þau munu skiptast á og leika undir aðra hvora sýn- ingu. Næsta verkefni L.R. verður svo barnaleikritið Almansor konungs- son eftir Ólöfu Árnadóttur. Það verður frumsýnt í Tjamarbæ í byrjun janúar. Leikritið er byggt á austurlenzku ævintýri og er fyrsta leikrit Ólafar sem sýnt er ó sviði. Hún hefur áður gert leik- rit fyiár barnatíma útvarpsins, Leikstjóri verður Helgi Skúlason. Nú um jólin er leikskrá L.R. sextug, Hún kom fyrst út um jól in 1904 með leikritinu John Storm eftir Hall Cane. KYNDISTÖÐIN f KÖPA- VOGI TEKIN TIL STARFA Reykjavík, 21. des. - GO Á LAUGARDAGINN vígði bæjar- stjórinn í Kópavogi, Hjálmar Ól- afsson, hina nýju kyndistöð, sem (sett hefur verið upp til hitunar á svokölluðu Sigvaldahvérfi. neðan Digranesvegar í Kópavogi. Sagt hefur verið frá fjarliitunarkerfi þessu áður hér í blaðinu, en það á að hita upp 70 hús í hverfinu og verðui' jafnframt fyrsta sporið í hitaveitumálum Kópavogskaup- staðar. Hverfi það, sem hér er um að rseða teiknaði og skipulagði Sig- valdi Thordarson arkitekt, en kjarni þess eru 50 keðjuhús sem | öll eru byggð eftir sömu teikning- I unni. Á fundi þ. 19. febr. 1963 I samþykkti svo skipulagsnefnd j Kópavogs, að láta gera athugun á ! þvi, hvort hagkvæmt væri að leggja fjarhitun í þetta nýja liverfi og var Fjarhitun sf. fengin til að gera þá athugun. Að henni lok- inni samþykkti Bæjarstjórn til- lögu þess efnis að bæjarsjóður byggði og ræki fjarhitunarkerfið og ákvað jafnframt að lóðunum yrði úthlutað með kvöð um þátt- töku í hituninni. Orkuverðið verður sem næst 80% af áætluðu kostnaðarverði við sérkyndingu. Tengigjald var ákveðið 30.000 krónur af hverju keðjuhúsi eða 47.50 ó rúmmeter og sama gjald fyrir hvern rúm- metra í öðrum húsum hverfisins, sem óskað væri eftir að tengdust kerfinu. Þá hefur verið samþykkt gjaldskrá fyrir kerfið, kr. 10.00 fyrir hvern rúmmeter af vatni en auk þess reiknást fastagjald kr. 0.40 fyrir hvern rúmmeter af vatni í húsi. Það, að hægt er að hafa orku- verðið lægra, en með venjulegri kyndingu er végna þess að í stór- um katli er liægt að brenna þyngri og ódýrari olíu, auk þess Framh. á 14. síðu. Alþýðublaðið kost* ar aðeins kr. 80.00 á mánuði. Gerizt á« skrifendur. Stærsti og komnasti báturinn Reykjavík, 21. des. - GO NÝR bátur kom tll landsins í morffun, Reykjaborg eign Baldurs Guðmundssonar útgerðarmanns. Báturinn er sá stærsti og full- komnasti að öllum búnaði, sem enn liefur komið liingað til lands. Hann er 333 brúttótonn búinn tvehn 600 ha. Lister díselvélum, eða 1200 ha. alls. Hann er með tveim skrúfum, ísframleiðsluvéi, vél til að vinna vatn úr sjó og nýrri tegund af kraftblakkargálga, sem hægt er að Ieggja og færa trl eftir þörfuin. Eimingarvélin er af Nyres gerð og afkastar 2—214 tonni af vatni á 'ólarhring. Hún mun einkum notuð í sambandi við ísframleiðsl- una. Sérstakur ísgeymsluklefi er frammi í skipinu og heldur hann 20 stiga frosti á Celsius og útbún- aður er til að blása ísnum aftur í lestarnar. í vélarrúminu, sem er líklega það stærsta í íslenzkum fiskibáti, eru sem fyrr segir tvær vélar, en auk þess hefur vélstjórinn skrif- stofu innaf, þar sem hann getur fylgst með öllu í vélarrúmi gegn- um glugga og einnig er þar renni- bekkur og rafsuðuvél. Ljósavél er engin í vélarrúmi, heldur eru tveir 48 kw. rafalar tengdir aðal- vélum, en ljósavél til að keyra í landi er staðsett frammi undir hvalbak. Aftur í skipinu eru íbúðir fyrir 16 menn, rúmgóður matsalur og eldhús. Engar mannaíbúðir eru frammí. í brú eru öll fullkomnustu fiskileitar og siglingatæki, en hún er mjög rúmgóð. Skipið var smíðað í Sandefjord í Noregi og gekk 13 mílur í reynslu ferð. Skipstjóri verður Haraldur Ágústsson, sem áður var með Guð- mund Þórðarson og frægur er a£ aflasæld. Með honum verður sama áhöfnin, að undanteknum vélstjór- unum. 1. vélstjóri er Hermann Helga- son. 1 MILUÓN í AMT- BÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI? Reykjavík, 21. des. EG. FJÁRVEITINGANEFND hefur lagt til, að ein milljón króna verði veitt til Amtbókasafnsins á Akur eyri, ef bókasafn Davíðs Stefáns- sonar verður keypt og varðveitt þar. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, upplýsti á Alþingi í dag, að þessi tillaga væri flutt i samráði við ríkisstjórnina og hann kvaðst ennfremur vilja upp- lýsa, að ef svo færi, að bæjar- stjórn Akureyrar tæki ákvörðun um að kaupa hús skáldsins og varðveita bókasafnið þar, þá teldi ríkisstjórnin sig hafa heimild tii að láta þetta fé ganga til styrktar þeim kaupum. MOSKVU, 21. desember (NTB- AFP) — Sovézkir Iiðsforing)jar skýrðu frá þvi í dag, að landvarna ráðherrann^ Rodion Malinovsky dveldist við Svartahaf í orlofi og væri væntanlegur til í Moskvu eft ir nokkra dagra. Vélbáturinn Reykjaborg I Reykjavíkurhöfn. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.