Alþýðublaðið - 30.12.1964, Side 3
8 nýir fulltrúar
í Öryggisráðinu
New York, 29. des. (ntb-rt).
Fulltrúar Hollands, Uruguay og
Malaysíu voru í dag „kjörnir”
nýir meðlimir Öryggisráðsins frá
óg með 1. janúar.
Vegna ástands þess, sem ríkir
í Allsherjarþinginu vegna skulda
Sovétríkjanna og annarra rikja
var ekki hægt að kjósa leynilegri
kosningu eins og venja er; For-
setinn hvatti með stuðningi þings-
ins formenn sendinefnda til að
koma á skrifstofu hans og skýra
sér þar frá því hverjir þeir vildu
að yrðu nýir meðlimir Öryggis-
ráðsins.
Indónesía, Albanía og Kambó-
dia mótmæltu þessari aðferð á
fundi Allsherjarþingsins, sem
stóð í 20 mínútur, en báru ekki
fram formlega kröfu um eðlilega
atkvæðagreiðslu. Frakkar tóku og
afstöðu gegn aðferðinni.
Fulltrúar Hollands, Uruguay og
Malaysíu taka við af fulltrúura
Noregs, Brazilíu og Marokkó í
ráðinu. Tveggja ára starfstíma
þeirra er lokið.
8. LANDGANGA INDONESA
i MALAYSÍU MISTEKST
Kuala Lumpur, 29. des.
(ntb-reuter).
Níu Indónesar til viðbótar voru
handsamaðir í Malaysíu í dag eft-
ir áttundu landgöngu Indónes-
íu síðan í ágúst síðastliðnum. —
Mennirnir voru handteknir á
vestanverðri Singapore-eyju, þeg-
ar þeir komu til þorps nokkurs
til að kaupa sér mat. Öryggis-
sveitir komust yfir mikið magn
skotfæra.
Indónesarnir veittu enga mót-
spyrnu og segjast hafa komið í
bát frá Indónesíu á sunnudaginn.
Sukarno forseti hefur sagt, að
Indónesar muni knésetja Malay-
síu — ef guð lofar — fyrir 1.
janúar næstkomandi. 55 Indónes-
ar hafa fallið í landgöngutilraun-
um siðan í ágúst, 234 hafa verið
teknir til fanga og sennilega hafa
fimm drukknað. Fimm menn úr
malaysískum hersveitum og her-
sveitum frá brezka samveldinu
hafa fallið en sex særzt.
Varaforsætisráðherra og land-
varnaráðherra Malaysíu, — Tun
Abdul Razak, skoraði í dag á öll
lönd, sem fylgjandi væru lýðræði,
að styðja Malaysíu í hinni óyfir-
lýstu styrjöld við Indónesíu. í gær
hafnaði Razak bandarísku tilboði
um varnarlán með 5% vöxtum og
í dag ítrekaði liann, að hann væri
óánægður með skilmálana.
Svíar stofna
friðarsvert
Nýr sendiherra
Noregs á íslandi
ÞESSI mynd er af Tor Myk-
lebost, hinum nýja
Noregs á íslándi, sem tekur
við að Johan Zeier Cappelen.
Myklebost er 51 árs að aldri
og hefur verið blaðafulltrúi
norska utanríkisráðuneytisins
síðan 1956. Áður hafði hann
starfað sem blaðamaður
blaðafulltrúi í sendiráði Nor-
egs í Washington (á árunum
1941-45 og 1949-56).
Stokkhólmi, 29. des. (NTB).
Sænsk friðarsveit, sem verður
stofnuð, m. a. á grundvelli reynslu
Norðmanna og Bandaríkjamanna
á þessu sviði, verður væntanlega
send til þróunarlandanna í sumar.
Ríkisstofnun sú, sem stjórnar þró-
unaraðstoð Svía, að taka afstöðu
til tillögu um sænska friðarsveit
í janúar og allt bendir til þess,
að ákveðið verði að hefjast handa
í sumar.
Fannkoma um
afla Evrópu
London, 29. desember. (ntb-rt).
Mikil fannkoma og frostharka
var um mestaUa Evrópu í dag. í
fjallahéruðum Austurríkis var
hætta á skriðuföllum vegna mik-
%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% iliar fannkomu síðustu daga.
• ■■ •• ■
wÉSi.
Erfið björgun
á flóðasvæðum
San Francisco, 29. des.
(ntb-reuter).
Björgunarstarfinu á flóða-
svæðinu á mörkum Kaliforníu
og Oregon var aftur frestað
í dag vegna óhagstæðs veðurs.
Um 500 manns eru einangrað-
ir vegna flóða og snjókomu.
Margar þyrlur eru til taks
í smábæ nokkrum á landamær-
um ríkjanna, ef veður skánar.
Fjallasvæðin eru erfið yfir-
ferðar og sumt fólk verður að
flytja burtu en annað verður
að láta sér nægja birgðir, sem
varpað verður til jarðar. —
Vegna snjókomu tókst ekki að
koma birgðunum til fólksins
í gær.
Summt af fólki þessu yfir-
gaf heimili sín fyrir níu dög-
um. Margir hafa lítinn sem
engan mat eftir. Óttast er um
14 börn, sem eru einangruð í
húsi 110 km. vestur af bæn-
um, en ekkert hefur heyrzt
frá þeim.
48 menn munu hafa farizt
í flóðunum og mikið eigna-
tjón hefur orðið í ríkjunum
Kaliforníu, Oregon, Idaho,
Washington og Nevada.
IMWWUWWWMWMWMWMWMWWMMWWWMWWWWWWWWWMMMWWWWWWWMW
J
Saragat tekur við
embætti forseta
RÓM, 29. desember. (ntb-rt).
Hinn nýi forseti Ítalíu, Gius-
eppe Saragat, lýsti því yfir þegar
hann vann embættiseið sinn í
dag, að hann mundi vinna að
friði, afvopnun og þjóðfélagslegu
réttlæti. Seinna tilkynnti Aldo
Moro forsætisráðherra að hann
mundi biðjast lausnar fyrir sig
og ráðuneyti sitt eins og venja
er, þegar nýr ríkisleiðtogi er kjör
inn. Búizt var við að Saragat
mundi að gömlum sið neita að
taka lausnarbeiðnina til greina.
Boðskap Saragat til þjóðarinn-
ar í morgun var ákaft fagnað af
rúmlega 900 fulltrúum öldunga-
og. fulltrúadeildar þingsins, sem
hafa reynt að kjósa nýjan forseta
nær tvisvar sinnum daglega á
undanförnum vikum.
í boðskap sínum ræddi Saragat
um þrjár skyldur vorra tíma: —
Varðveizlu friðarins, eflingu hinna
frjálsu stofnana og þjóðfélagslegt
réttlæti. Hann lagði áherzlu á
þörfina á afvopnun undir eftir-
liti, alþjóðlegum skilningi og um-
burðarlyndi og sagði, að pólitísk
og efnahagsleg eining Evrópu
væri mikilvægur þáttur f varð-
veizlu friðarins. Hann sagði, að
ítalska lýðveldið hefði orðið til
á grundvelli andspyrnuhreyfing-
arinnar og lauk boðskap sínum
með því að hrópa: „Lifi Ítalía!”
Þingmenn hrópuðu: „Lengi lifi
lýðveldið!” ’
Skotið var 101 heiðursskoti er
forsetinn ók frá þinghúsinu til
bústaðar síns í fylgd með lífverði
sínum. Mikill mannfjöldi fagnaði
forsetanum á leiðinni sem ekið
var um. Páll páfi hefur sent hin-
um nýkjörna forseta heillaóska-
skeyti. Fánar blöktu á öllum op-
inberum byggingum og skólabörn
fengu tveggja daga frí í tilefni
kjörs hins nýja forseta.
------:---------------<-----------
Þótt því sé almennt fagnað að
loksins hafi tekizt að kjósa nýjan
forseta, óttast menn jafnframt á-
hrifin, sem hin erfiða deila 1
kosningunum getur haft til lang-
frama á þingi.
Aðalmálgagn kristilegra demó-
krata, „II Populo,” hyllti hinn
nýja forseta í dag með mikilli
virðingu. En blaðið sagði, að
kristilegir • demókratar, stærstl
flokkurinn sem stendur að sam-
steypustjórn Moros, yrði að augsa
vel sinn gang vegna önppveitis-
ins, sem ríkti í röðum haas í for-
setakosningunum.
KOSNINGAR I NIGEPIU
Lagos, 29. des. (ntb-rt).
Stærsti stjórnarandstöðuflokkur
inn í Nígeríu, Sameinaða fram-
farabandalagið (UPGA), tilkynnti
í dag, að hann muni ekki taka
þátt í þingkosningunum á morg-
un. Fyrr í dag var tilkynnt, að
forseti og forsætisráðherra lands-
ins hefðu ákveðið að kosningarn-
ar skyldu fara fram eins og ráð-
gert hefur verið, þrátt fyrir mót-
mæli stjórnmálahópa, sem segja
að kosningarnar verði óréttlátar.
Aðalritari Framfarabandalags-
ins, Fred McEwan, sagði, að rangt
værl, að forsetinn og forsætiqráð-
herrann væru á einu máli. í gær
var sagt að þeir væru ósammála
um hvort kosningarnar skyldu
fara fram og forsetinn sagður vilja
frestun. Verkalýðssambönd í Ní-
geríu hafa hvatt meðlimi til að
gera setuverkföll til stuðnings
kröfum um frestun kosninganna.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. des. 1964 3
*