Alþýðublaðið - 31.12.1964, Side 4

Alþýðublaðið - 31.12.1964, Side 4
Áramótin bjóða eldi Keím Gerið því allt, sem I yðar vaidi stendur til aS verjast þeim vágesti Látið pappaumbúðir ekki safn ast saman. Komið þeim út, annað hvort með því að brenna þeim í miðstöðvarkatl- inum, eða hendið þeim í ösku- tunnuna. Leyfið ekki reykingar nálægt jólatrénu, pappírsskrauti, eða pappírsumbúðum. Hafið nóg af stórum og góðum ösku- bökkum alls staðar í íbúð- inni og notið þá óspart. — Geymið eldspýtur þar sem litlar hendur ná ekki til þeirra. Gerið áætlun um hvað pér eigið að gera, ef eldur brýzt út. Hafið handslökkvi- tæki við höndina — og í lagi — vatnsfötur eða jafnvel garð slöngu tengda við vatnskrana nálægt jólatrénu. En munið, að ef þér getið ekki samstundis slökkt sjálfur, þá kall- ið umsvifalaust í slökkviliðið í síma: 11 1 00. Brennið ekki áramótagleðina Húseigendafélag Reykjavíkur. Ófærðin Frh. af 1. síðu. ryðja vegi á morgun, gamlárs- dag, ef veður leyfir. Talsmaður vegaeftirlitsins tók það fram, að meðan veður væri eins og þaö liefur verið í dag, væri engum bíl fært inn fyrir Elliðaár —.hvað þá lengra. Þá hafði blaðið samband við lögregluna í Reykjavík. Sam- kvæmt upplýsingum hennar hefur verið mjög mikið annríki vegna ■umferðartruflana. Tvö minnihátt- ar slys urðu, en talsvert var um toifreiðaárekstra. Til dæmis höfðu .orðið 12 árekstrar frá hádegi og til klukkan 6. Þá var og mikið að gera við að svara fyrirspurnum í síma, og hjálpa bifreiðum, sem höfðu stöðvast í fyrrinótt. Litlar truflanir urðu á rafmagni en svo mikið álag var á síma- kerfinu, að símanotendur urðu lengi að bíða til að fá sóninn. Ekkert varð að bátum í höfninni. Fréttamaður blaðsins hafði samband við nokkra staði vestan- lands og norðan og spurði frétta af veðri. Á Flateyri var leiðindaveður, hvasst og nokkur snjókoma. Eng- ir skaðar höfðu orðið af veðrinu. Tveir Akureyrartogarar lágu í höfninni, höfðu leitað þar vars undan veðri. Á Patreksfirði var veðrið slæmt á svipaðan hátt og á Flat- eyri. Ekkert hafði komið þar fyr- ir, en vegir allir í kring orðnir ófærir. í Ólafsvík var veðrið vont, en var þó verra í gær og fyrradag. Þá var rok og stórhríð. Stórhríð var í StykkÍBhólmi, norðan 12 vindstig, en lítil úr- koma. Særok var þar mikið og snjórinn orðinn blautur. Skóf því ekki. Á Skagaströnd var mikil snjó- koma í nott, en hægara í dag. Sérstaklega var hvasst milli kl. 7 og 11 í gærkvöldi og þá mun jám hafa tekið af nokkrum hús- um. Mjög hvasst var á Siglufirði í gær, en betra veður í dag. Raf- áskriffasíminn er 14900 magnslaust varð kl. 9 í gærkvöldi og kom straumurinn ekki aftur fyrr en kl. 4 í dag. Á meðan var notast við rafmagn frá Síldar- verksmiðjum ríkisins. Siglufjörð- ur fær rafmagn frá Skeiðfoss- virkjun, en bilunin varð innan- bæjar, vegna ísingar á háspennu- kapli. Lyfjabúðir Lyfjabúðin Iðunn hefur nætur- vakt til 2. janúar. Nýársdagur Ingólfsapótek opið frá kl. 9-22. Vesturbæjarapótek næturvakt frá 2. til 9. janúar. Sunnudag 3. janúar: Apótek Austurbæjar frá 9—22. ÓfærB á Akureyri Akureyri, 30. des. — GS, GO, HÉR HEFUR verið iðulaus stór- hríð í allan dag. Það byrjaði að snjóa í gærkvöldi í logni og í morgun var komin moldöskubylur með 7—8 vindstigum af norðri og 8—9 stiga frosti. Ófærð er mikil á götum bæjarins og vegir út úr bænum ófærir. Hingað kom þó nokkur mjóik í dag og ekki er út- lit fyrir mjólkurskort yfir hátíð- ina. Mikið hefur verið um bílafestur á götunum, enda veðrið eins og gerist verst hér norðanlands. Upp úr klukkan 5 í dag fór svo að draga úr veðurhæðinni, en snjókoman er enn mikil. Ekkert hefur komið fyr- ir í veðrinu. Hannes á horninu Framhald af 2. síðu lendingar, á þessum 5 aldarfjórð ungum. ÞESSUM DEGI megum við ekki glata. Hann verður að vísu ekki dagur, þar sem dansað verður á torgum. Ekki dagur leikja og brauðs. En hann á að vera helgur dagur, og við eigum að kenna börnum okkar hvað hefur helgað liann. Að það eru þúsund irnar, sem neituðu að trúa því að ekki væri hægt að lifa á ís- landi og aldrei skiluðu auðu.“ K.F.U.M. UM ÁRAMÓTIN: Gamlárskvöld: Kl. 11.30 e. h. Áramótasam- koma í húsi-félagsins við Amt- mannsstíg. Á Nýársdag: Kl. 8,30 e. h. Almenn sam- koma í húsi félagsins við Amt- mannsstíg. Sverrir Sverrisson, skólastióri, talar. Einsöngur. Sunnudagur 3. janúar: Kl. 10.30 f. h. Sunnudagaskól- inn við Amtmannsstí'g, Drengja- deildin Langagerði. Samkoma f samkomusalnum Auðbrekku 50, Kópavogi. Kl. 1,30 e. h. Drengjadeildirn- ar Amtmannsstíg, Holtavegi, Kirkjuteigi. Kl. 8,30 e. h. Samkoma í húsi félagsins við Amtmannsstig. Sira Jóhann Hannesson, prófessor, talar. Fórnarsamkoma, Allir vel- komnir. Árshátíð K.F.U.M. og K. verður haldin þriðjudaginn 5. janúaf kl. 8 í húsi félaganna. Að- göngumiðar seldir hjá húsvörð- um og sækist í síðasta lagi á sunnudag. Flugeldar, Rakettur, Blys - LONDON, tóbaksverzlun 4 31. des. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.