BFÖ-blaðið - 01.01.1982, Síða 2
Félagsstarfíð
Góðir félagar,
Starfið
Nú er sumarið senn að baki og mál að setjast niður og
horfa fram til félagsstarfsins í vetur.
I sumar hafa liðir verið fastir eins og venjulega. Öku-
leiknin var haldin með pompi og prakt á 24 stöðum um
landið með rúmlega 300 þátttakendum, og vélhjóla-
keppnunum er einnig lokið, en þar er um færri keppendur
og keppnisstaði að ræða.
Úrslitakeppnir hafa farið fram og búið að skera úr um 3
fulltrúa Islands í norræna ökuleikni, sem haldin verður á
Spáni i nóvemberlok. Einnig er búið að finna 2 hæfustu
vélhjólakeppendurna, sem þátt taka í alþjóðlegri vél-
hjólakeppni í Egyptalandi n.k. vor.
Það má með sanni segja, að ofangreindar keppnir taki
allan tíma framkvæmdastjórans og stjórnarmanna frá
vori til hausts. Þar af leiðandi bíða ýmis mál hausts og
vetrar, sem snerta meira samskipti við hinn almenna fé-
laga.
Hvers vegna félagi í BFÖ?
Góður kunningi minn spurði mig um daginn, þegar ég
bauð honum að ganga í BFÖ. „Hvað hef ég nú upp úr
því?“
Góð spurning. Það var í mínum huga ekki erfitt að
svara henni.
Þú færð tækifæri til að taka þátt í félagsstarfi, sem
vinnur að þjóðþirfamálum, þ.e. bindindissemi og bættri
umferðarmenningu. Þú átt möguleika á að njóta afsláttar
af ýmissi þjónustu og vöru fyrir bileigendur, auk ým-
issrar félagsþjónustu annarrar. Og ekki síst styrkir þú,
með þínu félagsgjaldi, aðra til starfsins.
2