BFÖ-blaðið - 01.01.1982, Qupperneq 10

BFÖ-blaðið - 01.01.1982, Qupperneq 10
menn félagsins stóðu að stofnun tryggingarfélagsins Ábyrgðar hf. Jafnljúft er og skylt að þakka þann stuðning sem Ábyrgð hf. hefur veitt til starfsemi fé- lagsins og þann skilning sem forráðamenn Ábyrgðar hafa jafnan sýnt, er málefni BFO hefur borið á góma. Þó vitnað sé til framfærsluskyldunnar, er rétta stefnan sú að við styrkjum hverjir annan svo sem frekast er unnt, þannig að báðir aðilar eflist. Ábyrgð hf. hefur frá upphafi Ijáð rúm fyrir skrifstofu og fundaraðstöðu sem félaginu er ómetanleg. Hér skulu einnig þökkuð samskipti við starfsfólk Ábyrgðar sem hafa verið óvenju góð, og létt að skilja velgengni félags sem hef- ur slíku starfsfólki á að skipa. BFÖ-BLAÐIÐ Ritnefnd BFÖ hefur á starfstímabilinu unnið sérstak- lega gott starf. Stjórnin ákvað í upphafi hve mörg tölu- blöð kæmu út, og stóð ritnefnd fyllilega við þær óskir. Blaðið hefur verið fjölbreytt og blrt fréttir og fræðslu úr stafi BFÖ og utan úr heimi. Þá hefur þrautseigja ritnefndar gert mögulegan tekjustofn auglýsinga eins og fyrr var vikið að. Nýlega var ákveð- ið að breyta um stærð blaðsins og kom síðasta tölublað út svo breytt. Það er mat glöggra manna að breytingin sé til bóta. Ekki þarf að fjölyrða um gildi þess að geta sent málgagn til félaganna, ekki síst þeirra er búsettir eru fjarri skrifstofu félagsins. Blaðið kom út fjórum sinnum hvort ár. UNGMENNADEILD BFÖ Eins og þingfulltrúum er kunnugt, var á síðasta þingi BFÖ stofnuð ungmennadeild, er sérstaklega skyldi vinna að málefnum þeirra félaga sem tilheyrðu aldrinum 12-25 ára. Á grundvelli lagabreytinga var á þinginu talin stjórn deildarinnar undir stjórn félaga okkar Jóhanns Halldórssonar. Starfsemi deildarinnar fór hægt af stað, en starfs- grundvöllur kannaður. Ljóst er að málefni ungmenna- deildarinnar þarf að ræða á þessu þingi, og mun formaður hennar gera síðar á þinginu grein fyrir starf- inu. Ekki er nokkur vafi á að starfsemi meðal yngri félaga BFÖ hefur mikla þýðingu fyrir framtíð félagsins. Starfsemi vélhjólaklúbbanna í Hafnarfirði og í Breið- holti hafa sýnt að máttur ungra manna er síður en svo þverrandi, og hefur viðgangur klúbbanna aukist. Framkvæmdastjóri félagsins, Einar Guðmundsson á hér drjúgan þátt og hér með þakkaður sérstaklega. Ef æskan réttir þér örvandi hönd, þá ert þú á framtíðar- vegi. Þeirra orða skulum við minnast og vaka yfir starf- semi ungmennadeildarinnar sem fjöreggi framtíðar BFÖ. BIFREIÐAKAUP Nátengdur framkvæmd ökuleikninnar er sá liður skýrslunnar sem hér fer á eftir. Þegar umfang og vfðfeðmi ökuleikninnar var orðið svo mikið sem raun bar vitni, var Ijóst að nauðsynlegt var að hafa á hendi bifreið sem vel væri ferðafær og hefði rúm fyrir rúmfrek gögn keppnanna. Stjórn fé- lagsins tók því ákvörðun sem farsæl hefur orðið, en djarfhuga þótti í fyrstu. Fest voru kaup á Volkswagen sendibifreið fyrir kr. 13.000.- og reyndist hún með 10 ýmsum hætti, svo sjálfsagt þótti að endurnýja og voru því gerð skipti og keypt sendibifreið af Toyota-gerð fyrir kr. 58.000.-. Kaupverð fyrri bílsins voru fjármögn- uð með láni og auglýsingum utan á bifreiðina, en velviljuð fyrirtæki greiddu vel fyrir þá kynningu. Seinni bifreiðin var fjármögnuð með sama hætti, ásamt því að tekjur af BFÖ-blaðinu hjálpuðu til. Það kann að virðast ótrúlegt að félagið hafi eignast á tveimur árum bifreið, nú að verðmæti um 80.000 krónur, en það ótrúlega hefur skeð og vil ég þakka það bjartsýni framkvæmdastjóra og meðstjórnarmönnum. Enn sem fyrr lagði Ábyrgð hf. lóð á vogarskálina, lóð sem kom á réttum tíma og kom sér vel. Ef rétt er á haldið og áframhald verður á möguleik- um til auglýsinga á bílnum, er ekki fráleitt að enn frek- ari endurnýjun geti átt sér stað á komandi árum. Bif- reiðin er lifandi auglýsing fyrir þróttmikið starf félagsins, hvar sem hún fer. NORRÆN SAMSKIPTI f nóvember 1980 komu hingað til lands þeir Thorleif Karlsen, formaður NUAT og Valeri Surell framkvæmda- stjóri MHF og NUAT. Koma þeirra tengdist fundi Norræna Bindindisráðsins sem haldið var hér í Reykjavík. Stjórn BFÖ nýtti tækifærið og fékk þá til fundar og fræddist um starfsemina ytra, ásamt þvf að lýsa löngun okkar og þörf á aukinni þátttöku í nor- rænu samstarfi. Thorleif Karlsen er jafnframt formaður IAMA, alþjóðasamtaka bindindisfélga ökumanna, en þar erum við einnig aðilar. Með stofnun ungmennadeildarinnar og vélhjóla- klúbbanna varð Ijóst að þörf var á fræðslu um meðferð vélhjóla. Stjórn NUAT Ungdom varð því við beini okk- ar og sendi hingað á síðasta vetri tvo fulltrúa til nám- skeiðahalds í þeim fræðum. Hingað komu John Granly, fyrrverandi formaður NUAT Ungdom, sem fulltrúi MA- ungdom og Arne Anderson frá MHF-ungdom. Með stuðningi frá Norræna menningarmálasjóðnum var ferðin kostuð, og fóru þeir félagar í nokkra unglinga- skóla, bæði sunnan og norðan lands og fræddu nem- endur við miklar vinsældir. Framkvæmd fræðslunnar var í samvinnu við Æskulýðsráð ríkisins, Umferðarráð og Slysavarnarfélag íslands, sem lánaði erindreka sinn Brynjar Valdimarsson, til að ferðast og starfa með gestunum. Heimsókn þeirra félaga var mikil lyfti- stöng fyrir okkur og sýnir hvað hægt er með samstilltu átaki, og hvað norræn samvinna er mikilvæg. ÖKULEIKNI - GÓÐAKSTRAR Drjúgur þáttur í starfsemi BFÖ hefur verið fram- kvæmd Ökuleikninnar. Við höfum haft trausta sam- starfsaðila og skipulagning og framkvæmd keppnanna hefur gengið vel í umsjá ökuleiknisnefndar og fram- kvæmdastjóra. 1980 voru haldnar 22 ökuleikniskeppnir og 11 vél- hjólakeppnir. 1981 voru keppnirnar i ökuleikni 23 og vélahjólakeppnir 10. Framkvæmd keppninnar gekk á flestum stöðum vel og þátttakendur skiftu hundruðum. Auglýsingagildi keppnanna er mikið fyrir BFÖ og má segja að með þeim sé viðtækust kynning á félaginu og baráttumálum þess. Ljóst er að mikill akur er óunn-

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.