BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Síða 7

BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Síða 7
Það er ekki ljóst, hve mikil neyslan þarf að vera til þess að einkenni komi fram, en líklega þarf hún að vera af stærðargráðunni 2-3 sjússar daglega um nokkurt skeið. Það er hins vegar full ástæða til að ætla, að minni neysla geti truflað fósturþróunina, þó að öll einkenn- in komi ekki fram. Þannig hefur verið sýnt fram á aukna tíðni á lærdómserfiðleikum, einbeitingarskorti og hegðunargöllum hjá börnum slíkra mæðra. Það er því full ástæða til að ráða þunguðum konum alfarið frá nokk- urri neyslu áfengis í meðgöngunni. Hvað varðar tíðni þessa galla, þá telja Svíar og Bandaríkjamenn, að þeir komi fyrir hjá u.þ.b. einum af hverjum 800 til 1200 nýbur- um, sem er svipuð tíðni og barna með svokall- að Down syndróm (mongólisma). Tíðni á Is- landi er ekki þekkt, en sennilega nokkuð lægri. Kunna öðruvísi drykkjusiðir að valda þessu. Reykingar í meðgöngu skapa vandræði af öðrum toga, þar sem ekki hefur verið sýnt óyggjandi fram á, að reykingar geti valdið fósturgöllum. Áhrif reykinga í meðgöngunni eru fyrst og fremst í þá átt að hamla vexti og þroska fóstursins, og er þetta talið stafa annað hvort af áhrifum nikótíns á æðakerfi fósturs- ins eða af auknu koldíoxíð í blóði þess. Þannig eru börn reykingakvenna að meðaltali 200 til 300 grömmum léttari en börn samanburðar- hópa við fæðingu og fylgjan er öll rýrari. Þá er hættan á burðarmálssjúkdómum og burðar- málsdauða aukin hjá börnum stórreykinga- kvenna. Auk þessara áhrifa á fósturþróunina er reykingakonum einnig mun hættara við fósturláti og fylgjulosi í meðgöngu. Að lokum nokkur orð um önnur ávana- og fíkniefni, svo sem marihuana og heroín. Þessi efni liggja undir sterkum grun um að valda fósturskemmdum á sama hátt og áfengi, en vísindaleg sönnun er erfið, þar sem slíkir sjúklingar neyta oftast fleiri en einnar teg- undar og búa við slæmar aðstæður að öðru leyti. Þá hefur af svipuðum ástæðum vafist fyrir mönnum að sanna samband milli and- legrar líðanar móður og ástands fósturs. Eg hef í máli mínu viljandi lagt megin- áherslu á áhrif tveggja algengustu ávanaefn- anna á fósturþróunina. Það eru að sjálfsögðu margir aðrir þættir, sem ákvarða heilbrigði barns við fæðingu, sumir óviðráðanlegir, en aðrir, sem við ættum að ráða við. Áhrif áfengis Þannig vekur norska áfengisvarnarráðið athygli á því að barnshafandi konur ættu ekki að neyta áfengis. og reykinga eru hins vegar margsönnuð og útbreiðslan í þjóðfélaginu slík, að telja verður, að hér sé um meiriháttar heilbrigðisvanda- mál að ræða, sérstaklega í ljósi þess árangurs, sem náðst hefur á öðrum sviðum mæðra- og ungbarnaverndar á íslandi, sem státar af ein- um lægsta burðarmálsdauða í heimi. □ 7

x

BFÖ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.