BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Qupperneq 12

BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Qupperneq 12
hefur t.d. sýnt sig að mörgum er það ómögu- legt að neyta áfengis, án þess að af því hljótist skaði, bæði fyrir viðkomandi og aðra. Hvað snertir afstöðu okkar til annarra vímugjafa gilda sömu grundvallarlögmál. Athyglin má ekki í sjálfu sér beinast að efninu fyrst og fremst, heldur því hvernig við nýtum það okkur, til góðs eða ills. Heilbrigð afstaða í þessu efni mótast því bæði af trú og skynsemi. III. Allur maðurinn heill Að lokum vil ég í stuttu máli minnast á mikilvægi þess að maðurinn kunni að gera skil á sjálfum sér, að þekkja sjálfan sig og þá aðallega að greina sjálfan sig eftir líkamlegri getu og takmörkunum, tilfinningalegu jafn- vægi sínu og félagslegu samhengi. Líkamlegt heilbrigði hvers manns miðast að því að hann njóti líkama síns sem best, finni til líkamlegrar getu sinnar miðað við ástand og aðstæður, sem verði honum svo hvatning til góðra og uppbyggjandi verka. Hér er ekki beinlínis átt við líkamlegt heil- brigði, eins og við erum vön að hugsa það orð, heldur heilbrigði, sem miðar að jákvæðri lífs- stefnu. fótalaus maður sagði við mig fyrir stuttu: „Ég er alveg bráðhress og hef ekki ver- ið svona frískur lengi.“ Þessi maður fann til 12 líkama síns á jákvæðan hátt og naut þess að lifa. Hér var sem sé jákvæð afstaða tekin út frá getu og takmörkunum. Það ber vott um heilbrigði, trúarlegt heilbrigði. Tilfinningalegt jafnvægi er ákaflega mikil- vægt til að andlegt heilbrigði megi haldast. Því er það afar brýnt hverjum manni að kunna einhver skil á eigin tilfinningum, rétt eins og það er nauðsynlegt að skynja tilfinn- ingalegt ástand annarra sem í kringum okkur eru. Greining tilfinninga felur t.d. í sér að þekkja í sundur gleði, kæti, frið, sálarró, sem oftast er nú auðveldara heldur en að geta gert skil á neikvæðari tilfinningum eins og reiði, afbrýði, öfund og ég tala nú ekki um sorg, eða það sem ég vildi kalla djúpan tilfmningalegan söknuð. Mörgum reynist erfitt að átta sig á því án hjálpar, hve djúpstæð áhrif, söknuður hef- ur á andlegt jafnvægi okkar, af því að hann brýst svo oft fram í annars konar tilfinning- um, sem verða ráðandi. Því er hér oft barist á röngum vígstöðvum. Mannleg hlýja, kærleik- ur og skilningur skiptir hér auðvitað mestu, til að jafnvægi náist og það heilbrigði, sem við öll leitum eftir. Þá skiptir ekki síst miklu máli að maðurinn sjái hið andlega og líkamlega í samhengi og leggi ekki ofurkapp á annað hvort, en van- ræki hitt. Of mikil áhersla á hið líkamlega (t.d. ofur- kapp á líkamsrækt) skerðir andlega heilsu, andlegt þrek, innsæi og skilning á annarra högum, þ.e. ýmsar fínni hliðar þess tilfinn- ingasambands, sem ríkja þarf í millum fólks. Ofuráhersla á hið andlega getur aftur á móti slitið okkur úr samhengi við raunveru- leikann, skert raunsæi, tillitssemi, leitt til óánægju og þess að maðurinn verði innhverf- ur og einangrist. Þetta gæti heitið fölsk frið- þæging í guðfræðinni. í þessu erindi hefur verið drepið á margt, sem ég geri mér ljóst að þyrfti meiri umfjöllunar við. Yfirskrift erindisins kysi ég helst að hafa: Allur maðurinn heill. Ég hef reynt að benda á mikilvægi þess að líta á manninn sem líkama, anda og sál, sem ekki verði aðskilið, ef heilbrigði á að nást. Jafn- framt hef ég reynt að benda á mikilvægi þess að maðurinn sjái sjálfan sig í samhengi við Guð og menn, og sköpunina í heild, svo að heilbrigði hans megi varðveitast sem best. „ . . . verið heilbrigðir í trúnni, kærleikanum og þolgæðinu.“ (Tít. 2:2). □

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.