BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Side 14

BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Side 14
Fíkniefnaneysla sem og fleiri lífsvenjur nútímans er alvarlegasta ógnun við heilbrigði á okkar tímum. Lífsvenjur eru ekki lengur alfarið bundnar við náttúrufar og menningu (2). Upplýsingastreymi er orðið svo ört að eng- in landamæri eru til í því tilliti. Fjölmiðlar geta haft þar veruleg áhrif á bæði til góðs og ills. Þeir þurfa því að þekkja ábyrgð sína og áhrif. Heilbrigði er dagskipan yfirvalda víðast í heiminum, ekki síst fyrir tilstilli WHO (Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar) sem vill stefna að heilbrigði fyrir alla árið 2000. An þátttöiíu Qölmiðla er vart að vænta mikils árangurs. En þeir bera ekki ábyrgðina einir. Þeir sem vinna að bættu heilbrigði þurfa að leggja fjölmiðlunum til upplýsingar og veita þeim alla hugsanlega aðstoð. Þetta á bæði við um stofnanir og samtök sem að þessu vinna. Heimildir: 1. Tidskrift om edruskapssp&rsmal - nr. 1/85. Utg. af: Statens edruskapsdirektorat og Avholdsfolkets landsnemd í Noregi. 2. World Health - The magazine of the World Health Organization. — March 1986. Gefn, Sviss. Heilsuskokk All sérstök auglýsing birtist í Morgun- blaðinu 17. júní síðast liðin frá Abyrgð. Þar er almenningur hvattur til að taka þátt í heilsuskokki Ábyrgðar og ÍR, sem standa mun í sumar á skokkbrautunum við Laugar- dalslaugina. Æfingar eru stundaðar þrisvar í viku, á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudög- um. Þá geta heilsuskokkarar hitt Guðmund Þórarinsson, íþróttaþjálfara, á tímabilinu 16.30 til 18.30, sem gefur holl ráð við æfing- arnar. í sumar munu birtast í Morgunblaðinu vikulegir þættir um heilsuskokkið. Þátttaka hefur verið mjög góð. Á annað hundrað manns hafa skráð sig í skokkið. Hafið hugfast að aldrei er of seint að byrja. Við hjá BFÖ-blaðinu höfum sannreynt af eigin reynslu að heilsuskokkið er heilsu- samleg og góð hreyfing. Allar nánari upplýsingar eru gefnar í 14 síma Ábyrgðar 83533. Félagsstarfið Aðalfundur Reykjavíkurdeildar BFÖ Aðalfundur Reykjavíkurdeildarinnar var haldinn 29. maí sl. Fundinn sátu rúmlega 20 félagar en hann var haldinn í Templarahöll- inni við Eiríksgötu. Elsa Haraldsdóttir, fráfarandi formaður deildarinnar flutti skýrslu stjórnar og rakti það helsta úr starfi deildarinnar sl. starfsár. Elsa baðst undan endurkjöri og var Haukur ísfeld kjörinn formaður í hennar stað. Aðrir stjórnarmenn eru Vigfús Hjartarson, Jóhann B. Jónsson, Stefán Jónatansson og Kristinn BreiðQörð, en í varastjórn sitja Reynir Sveins- son og Brynjar Valdimarsson. Allmiklar umræður urðu um ýmis umferð- armál og nokkrar tillögur voru samþykktar, sem m.a. fjölluðu um nauðsyn á betri aðstöðu fyrir Bifreiðaeftirlitið, auka þurfí fjárframlög til Umferðarráðs, stuðningi lýst við Krabba- meinsfélagið í þeirra baráttu gegn reyking- um, hvatning til Umferðarnefndar Reykja- víkurborgar um að samræma víða umferðar- rétt úr svokölluðum botnlöngum, þakkir til löggæslumanna fyrir vel unnin störf o.fl. Nýkjörinni stjórn var falið að senda tillög- urnar til viðkomandi aðila. Að lokum þáðu fundargestir veitingar í boði deildarinnar. IIMPFRnARRDnQ umrcnvHnDnua Svo var það konan sem kom með nýja bíl- inn á verkstæði, með brotinn gírkassa. Þeg- ar hún var spurð um aksturslagið sagðist hún byrja á því að setja í fyrsta gír, og svo í annan gír, og svo í þriðja gír og svo í fjórða gír og svo í rallgírinn sem væri merktur R. Næst þegar hún kom á verkstæðið kvart- aði hún um mikla bensíneyðslu. Við athug- un kom í ljós að hún hafði innsogið alltaf á, því hvar annars staðar átti hún að hengja veskið sitt?

x

BFÖ-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.