BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Síða 4

BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Síða 4
nær má þá vænta þess eftirlitsleysis að ölv- unarakstur sé úr sögunni? Það væri vissulega hámark þess gæsalappafrelsis sem allir gapa nú um. SEM hópurinn - samtök endurhæfðra mænuskaddaðra - hafa gefið okkur hinn rétta tón — aðvörun um að ölvun og akstur fari aldrei saman, þau bera mörg hver afleiðing- arnar sem örkuml ævilangt. En hvernig skal á að ósi stemma, hvernig skal verjast þessari vá? Sem ungur maður fann ég aðeins til þess eitt ráð óbrigðult, því ráði hefi ég fylgt, það eitt ráð á ég enn í dag. Lausnarráð mitt var bindindi - það að bragða aldrei áfengi. Og ég fullyrði, að ég hefi í engu átt færri unaðs- og gleðistundir sakir þess heldur þvert á móti, því hvarvetna greini ég tómleika gervigleðinnar hjá þeim sem þykjast þurfa að finna farveg áfengisins til að mega njóta lífsins. Svar okkar við ölvunarakstri er: Aldrei að taka fyrsta staupið, aldrei að neyta áfengis. Það er einfalt ráð og það eina sem dugar. DRttGUM ÚR FERÐ AÐUR EN VIÐ BEYGJUM! UMFERÐAR RÁÐ Árni Helgason: Leiðarlýsing um Snæfellsnes -seinni hluti Lesandi góður, við skulum taka upp þráð- inn þar sem frá var horfið og verða samferða um norðanvert Snæfellsnes. Við hefjum ferð- ina á Hellisandi sem er gamall útgerðarstað- ur. Fyrir neðan hraðfrystihúsið getur að skoða gamlar lendingar og eins í Keflavík skammt utan við þorpið. Oskiljanlegt er að ekki skyldu fleiri menn farast við þær lend- ingaraðstæður. Sandarar, en svo eru íbúarnir gjarnan nefndir, sækja kirkju að Ingjaldshóli sem er skammt upp af þorpinu á einhverjum besta útsýnisstað á Nesinu. í Rifi er vaxandi verstöð. Fyrr á öldum var þar veiðistöð og verslun. Þar var Björn hirðstjóri Þorleifsson á Skarði veginn af enskum kaupmönnum á 15. öld. „Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði“ voru viðbrögð konu hans Ólafar er hún frétti lát Björns. Leiðin liggur í austur til Ólafsvíkur um Ólafsvíkurenni. Ennið er klettabelti fyrir opnu hafi sem var áður mikill farartálmi. Þeir sem lögðu leið sína þar undir urðu að sæta sjávarföllum og eins voru hættur á skriðuföllum. Um aldamót gerðist það að lít- ill steinn flaug úr Enninu og rotaði hest undir manni einn sunnudagsmorgun. Ólafsvík er gamall verslunarstaður en nú er hann eink- um þekktur sem umfangsmikill útgerðarstað- ur. Um Búlandshöfða liggur vegurinn til Eyr- arsveitar. Búlandshöfði var erfiður farar- tálmi en bætt er úr með sæmilegum vegi, þó aldrei öruggum í óveðrum og eða snjó. Þaðan er dýrlegt útsýni bæði til Grundarfjarðar og Ólafsvíkur og tilvalið að staldra við nokkra stund. Fjöllin Kirkjufell, Stöðin og Mýrar- hyrna eru einstaklega tignarleg. Kirkjufellið er afar erfitt uppferðar og fáir hafa þangað komist og nokkrir hrapað og þá er bani vís. Handan Búlandshöfða tekur við Látravík og í Lárósum er hafbeitarstöð, þar sem farið hefur fram brautryðjendastarf í laxarækt 1 um aldarfjórðung. Á vinstri hönd skammt frá

x

BFÖ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.