BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 14

BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 14
Frá Umferðarráði Reiðhjólahjálmar eru nauðsynleg öryggistæki Sífellt er verið að leita leiða til að draga úr slysahættu í umferðinni og eru líklega allir sammála um að allt sem í mannlegu valdi stendur sé gert til þess að koma í veg fyir slys og óhöpp. En það eru einnig til leiðir til að draga úr þeim skaða sem verður þegar óhöpp eiga sér stað. Notkun bílbelta er líklega það atriði sem mest hefur dregið úr áverkum þeg- ar óhöpp hafa átt sér stað. Þau fækka alvar- legum slysum og koma í veg fyrir að fólk láti lífið. Þannig má segja, að þrátt fyrir að ekki sé alltaf hægt að koma í veg fyrir slys, þá sé mikilvægt að þau verði ekki alvarleg. Annað sem nefna má í þessu sambandi er notkun reiðhjólahjálma. Þeir eru algengir í Svíþjóð og Noregi og í Danmörku er í gangi talsverð umræða um notkun þeirra. Þá er athyglinni fyrst og fremst beint að börnum. Þegar þau lenda í óhöppum á reiðhjólum er þeim mjög hætt við höfuðáverkum. Notkun hjálma getur dregið mjög úr alvöru slíkra óhappa. Hér á landi byrja börn tiltölulega ung að hjóla á tvíhjóli. Fyrstu árin er reyndar lögð áhersla á að þau hjóli ekki á götum, heldur haldi sig á gangstéttum og helst Qarri ak- brautum. En það er í raun sama hvort verið sé að hjóla á götu eða gangstétt, það er alltaf hætta á óhöppum. Ung börn hafa ekki gott vald á hjólinu og ef eitthvað ber útaf eru hend- urnar oftast uppteknar við að reyna að koma í veg fyrir óhappið og fyrir bragðið slasast börn- in á höfði. Hingað til lands hafa verið fluttir hjálmar um nokkurra ára skeið. Á síðastliðnu vori tók Umferðarráð höndum saman við Olíufélagið Skeljung, sem hafði hjálma á boðstólum á bensínstöðvum. Gert var veggspjald þar sem hvatt var til notkunar reiðhjólahjálma og svo virðist sem það hafi haft talsverð áhrif. En hvernig á að velja reiðhjólahjálm? Jú, hann þarf að vera léttur og lipur, hann þarf að ná vel niður fyrir gagnaugu og sá sem ber hann verður að sjá vel til beggja hliða. Umferðarráð hvetur alla foreldra og for- ráðamenn barna til að verða sér úti um hjálm fyrir þau. Með því móti er hægt að koma í veg fyrir alvarleg slys. En til að hjálmarnir festist í sessi þurfa foreldrar að taka höndum saman - það þarf að teljast „fínt“ að nota hjálm. Hjálmurinn þarf að teljast „töff‘, hann má aldrei virka hallærislegur. Takist það má telja víst að slysum fækki fyrr en varir. S.H. 14 FLUGLEIÐIR SPORTBÚÐ KÓPAVOGS HAMRABORG 28 • KÓPAVOGI SÍMI641000 íþrótta- og útilífsvörur við allra hæfi

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.