BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 10
Haukur Gunnarsson,
íþróttamaður:
1. Ég er bindindismaður vegna
þess, að ég er íþróttamaður,
keppnismaður. Einfaldlega drekk
ég ekki áfengt vín þess vegna.
2. Auka fræðslu um skaðsemi
áfengis. Kynna slíkt fyrir þjóð-
inni, því íslendingar kunna ekki
að skemmta sér án áfengis, og
gjaman þá í framhaldi að hafa
einhvern þann stað, þar sem
menn gætu skemmt sér án áfeng-
is.
Jón Sigurðsson,
viðskipta- og iðnaðar-
ráðherra:
1. Afstaða mín til áfengis er ein-
föld: Ég neyti þess lítt eða ekki en
ég viðurkenni auðvitað rétt ann-
arra til að lifa sínu lífi öðruvísi en
ég. Ég tók þessa afstöðu snemma
þegar ég sá að áfengisneysla og
góður árangur í lífi og starfí fóru
sjaldan saman. Ég eins og aðrir
íslendingar þekki og hef lengi
þekkt mörg dæmi um það að
áfengisneysla leggi í rúst líf efni-
legra manna og kvenna. Þá hefur
mér sviðið sárt að sjá hvernig
10 áfengisneysla eins hefur spillt
hamingju fjölda annarra, barna,
maka og annarra venslamanna.
Ölvun er einnig mjög oft ástæða
umferðarslysa sem eru skelfileg-
ur bölvaldur í nútímasamfélagi.
Það er ábyrgðarhluti ekki ein-
ungis gagnvart sjálfum sér heldur
einnig gagnvart öðrum að neyta
áfengis í óhófi. Mörkin milli hófs
og óhófs í þessu efni eru hins veg-
ar óljós og ég hef kosið að láta vera
að leita þeirra.
2. Ekkert heilbrigðisvandamál
snertir jafnmarga einstaklinga
jafnalvarlega og áfengis- og fíkni-
efnavandamálið. Við þessum
vanda verður að bregðast með öfl-
ugu fræðslustarfi og upplýsinga-
miðlun um skaðsemi áfengis og
annarra vímuefna. Þessi fræðsla
ætti fyrst og fremst að miðast við
æskufólk og ættu skólar ásamt
fjölmiðlum að gegna lykilhlut-
verki í þvi fræðslustarfí. Líklega
þarf að byija þetta fræðslustarf
fyrr í skólunum en gert hefur
verið. Það þarf að vinna gegn
þeirri mynd sem sjónvarpið gefur
börnum yfirleitt af áfengisneyslu
sem oftast er í jákvæðu samhengi.
Þá er ekki síður mikilvægt að hið
opinbera styðji íþrótta- og æsku-
lýðsstarf af myndarskap. Ég er
þeirrar skoðunar að frjálst félaga-
starf æskufólks við holl viðfangs-
Þeir sem svöruðu
sömu spurningum í
síðasta tölublaði:
Árni Sigfússon
Elfa-Björk Gunnarsdóttir
Pálmi Matthíasson
Sigurjón Óskarsson
Styrmir Gunnarsson
Valgerður Matthíasdóttir
Þorgrímur Þráinsson
Þórdís Gísladóttir
efni sé ein besta vörn gegn fíkni-
efnum sem völ er á. Mikla áherslu
þarf að leggja á forvarnir gegn
fíkniefnum en meðferð þeirra sem
ánetjast áfengi og eiturlyfjum er
einnig mikilvægur þáttur í bar-
áttunni við vímuefnavandann.
Ég tel að einnig á þessu sviði séu
frjáls samtök áhugamanna mikil-
væg til þess að árangur náist ekki
síður en opinber heilbrigðisþjón-
usta. Hér er mikið verk að vinna.
Otto J. Michelsen,
fyrrv. forstjóri:
1. Strax sem unglingur horfði ég
upp á orsök og afleiðingu áfeng-
isneyslu og tók snemma þá
ákvörðun að valda ekki móður
minni þeirri hryggð að horfa upp
á mig drukkinn.
Síðar var það hin sterka þjóð-
erniskennd mín og ábyrgð sem
einstaklingur sem hvatti mig til
að viðhalda líkama og sál
óskemmdri til að geta af fullum
styrk unnið þjóð minni sem mest
gagn.
Það er skoðun mín að lífið hafi
ég að láni og beri mér því að varð-
veita það eins og ég best hef vit á.
Þá tel ég einnig að heimili þar
sem bindindi er ástundað sé