BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 9

BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 9
að því að neita, heldur miklu heldur er litið á það sem ákveðinn styrk. Þeir sem nota ekki áfengi eru síður en svo hjákátlegir. Oft gefur fólk þá skýringu að það hafi byrjað að neyta áfengis til að vera með. Að það hafi verið sagt við það, fáðu þér með okkur til að geta tekið þátt í samkvæminu. Vertu skemmtilegur. Ein af ástæðunum fyrir þessum þrýstingi er sú að þeir sem þurfa á áfengi að halda og hafa ekki nægilegan viljastyrk til að segja nei, þurfa að fá fleiri með sér til að réttlæta áfengis- neyslu sína. 2. Það eru ný og gömul sannindi að áfengi er engum manni hollt. Því hlýtur það að vera mikilvægt verkefni stjórnvalda að efla áfengisvarnir sem mest. Til þess að slíkt megi takast þarf að koma á fræðslu í skólum landsins, gefa út námsefni, mennta kennara og fá til liðs við stjórnvöld einstaklinga og félaga- samtök sem vilja vinna að þessu þjóðþrifamáli. Á síðari árum hefur orðið nokk- ur breyting á viðhorfum fólks til áfengis á þann vega að það sé ekki fínt að vera drukkinn. Þeir sem nota áfengi hafa reynt að fara bet- ur með það. Sú heilsubylting sem 1. Hver er afstaða þín til áfengis og hvað ræður henni? 2. Hvað finnstþér brýnastaðgera í áfengisvörnum? verið hefur ráðandi hefur hjálpað þar til. Með tilkomu áfengs öls hefur því miður orðið breyting á til hins verra. Margir líta ekki á það sem áfengi og þeir einstaklingar sem veikir eru fyrir sjá sér leik á borði. Því er ungu fólki enn meiri hætta búin nú en óður hvað varðar framboð á vímugjöfum með til- komu sterks öls. Guðmundur Magnússon, prófessor: 1. Ég álít áfengi vímugjafa og bölvald sem ég hafi enga þörf fyrir. Það er einkum þrennt sem ræður þessari afstöðu minni: a. Mér finnst það þverstæða að maðurinn leggi mikið á sig til að fræðast og þroskast og helli svo í sig efnum til að má það úr minni sínu aftur. b. Það sem við viljum ekki að aðr- ir geri okkur skulum við ekki þeim gera. c. Ég tími ekki að kaupa áfengi. 2. Nú eru góð ráð dýr. Ég trúi ekki á boð og bönn sem haldgóða lausn á áfengisvandanum. Fyrir utan almenna fræðslu mætti reyna ný herbrögð eins og verið er að gera í baráttunni gegn umferð- arvá. Því ekki að láta unglinga í skólum landsins heimsækja af- vötnunarstaði, geðdeildir ogfang- elsi alveg eins og farið er í bekkjar- ferðir í leikhúsin? Það hefur líka sýnt sig að þeir sem stunda íþrótt- ir neyta síður ófengis og því ætti að hvetja unglinga til iðkunar íþrótta og annarrar tómstunda- iðju sem heldur þeim frá vímu- gjöfum. Einnig væri athugandi að láta þá einkaaðila sem græða á áfengissölunni standa straum af afleiðingum hennar í ríkari mæli en nú er, svo sem með hlutdeild í kostnaði við löggæslu og heilsu- gæslu. Guðrún Zoéga, nemi og langhlaupari: 1. Ég æfi hlaup og ef ég drykki, hefði það áhrif á getu mína. 2. Meiri fræðslu í skólum og kynna, hvaða áhrif það hefur á heilsu fólks að neyta áfengis. 9

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.