BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 13
Félagsstarfið
Þúsund þátttakendur
í Ökuleikni
Þá hefur Ökuleikni lokið 12. hringferð sinni
um landið. Þátttaka var í heildina nokkuð
góð, 402 tóku þátt í Ökuleikni sem er svipaður
fjöldi og í fyrra en 608 kepptu á reiðhjólum
sem er 15% fjölgun. Raunar má segja að þátt-
taka hafi verið framar vonum þar sem veður-
guðirnir voru ekki hliðhollir Ökuleikni í þetta
skiptið þannig að það heyrði til undantekn-
inga ef keppt var í sól og blíðviðri.
Þegar á heildina er litið má þó segja að
keppnin í sumar hafi gengið vel fyrir sig.
UmQöllun um hana hefur verið meiri en oft
áður og ber þar sérstaklega að þakka Ríkisút-
varpinu og DV fyrir gott samstarf og góða
kynningu á keppninni. Telja má víst að mun
fleiri viti nú um hvað Ökuleiknin snýst en
áður og að það muni skila sér í meiri þátttöku
á komandi sumri.
Tilgangurinn með Ökuleikni er að gera fólk
meðvitaðra um bílana sína og aksturinn.
Ökuleikni er fyrir alla ökumenn unga sem
aldna en ekki sérstaklega fyrir einhverja bíla-
dellukarla. Allir sem hafa gildandi öku-
skírteini geta tekið þátt og haft bæði gagn og
gaman af.
Úrslitakeppnin sjálf fór fram í Reykjavík
fyrstu helgina í september við húsakynni
Mazda umboðsins. Þá var úti veður vott, eins
og segir einhvers staðar, og hefði eins mátt
halda keppnina í Laugardalslauginni ef því
hefði verið að skipta. Bæði dómarar og þeir
áhorfendur sem voguðu sér út úr bílum sínum
urðu holdvotir á svipstundu. En ef litið er
framhjá því var keppnin bæði skemmtileg og
spennandi. Fimmtíu keppendur mættu til
leiks af öllu landinu sem er mjög gott hlutfall
af þeim sem áttu þátttökurétt.
Þegar líða tók á keppnina á laugardeginum
gerði taugaóstyrkur greinilega vart við sig
hjá mörgum keppendunum. Ýmist lokuðu
þeir sig inni í bílum sínum eða æddu um og
nöguðu neglurnar milli þess sem þeir fylgdust
með frammistöðu hinna. Þrátt fyrir veðrið var
heildarárangurinn nokkuð góður en þó náði
enginn að fara villulaust og hreppa þannig
Mözduna sem í boði var. Eftir fyrri daginn var
Birgitta Pálsdóttir frá Siglufirði efst í
kvennariðli en Þráinn Jensson frá Akranesi í
karlariðli.
Veðrið var heldur skárra þegar keppendur
mættu til leiks á sunnudeginum. Miklar
sviptingar urðu á sætaröðinni og margir sem
voru ofarlega eftir fyrri daginn náðu ekki að
fylgja árangri sínum eftir. Má þar sjálfsagt
bæði kenna taugaóstyrk og reynsluleysi um
því sumir voru að keppa í sinni fyrstu úrslita-
keppni.
Leikar fóru svo að í karlariðli sigraði Þrá-
inn Jensson frá Akranesi, í öðru sæti lenti
Jóhannes Brynleifsson, Þorlákshöfn og í því
þriðja Garðar Ólafsson, Hvolsvelli en hann
sigraði í fyrra. í kvennariðli fór Þóra Víkings-
dóttir, Akureyri, með sigur af hólmi, í öðru
sæti varð Gíslína Ágústsdóttir og í þriðja sæti
Ásdís B. Pálsdóttir frá Seyðisfirði.
Starfsmenn Ökuleikni ’89 voru Elvar Höj-
gaard og Bryndís Jónsdóttir. Kunna þau öll-
um þeim sem komið hafa nálægt keppninni,
aðstoðað eða keppt, bestu þakkir fyrir
skemmtilegt sumar. □
Þráinn ogÞóra, sigurvegarar í Ökuleikni 1989.