BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Page 11

BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Page 11
sterkara í brimróti lífsins og þar sé ábyrgðin mín stærst og mest þörf á fyrirmynd. Öll eftirgjöf er varasöm nema maður gjörþekki sjálfan sig. Lítið gat á vegg stífl- unnar grefur út frá sér. 2. Hvernig haga á áfengisvörn- um er margslungið vandamál og einstaklingsbundið. Þó er það sannfæring mín að fyrst og fremst þurfi að virkja tískuna. Hún er gríðarlega sterkt afl og sjáum við glögglega og stundum átakanlega hvernig hún fær þorra fólks til að hlaupa og það hratt, þegar tísku- kóngar úti í heimi kynna sinn boðskap. í áfengisvörnum þurfa að vera sterkar fyrirmyndir sem vilja og þora. Nefna vil ég sem dæmi veit- ingu áfengis í opinberum veisl- um. Þar tóku af skarið Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra og Jón Helgason kirkju- málaráðherra sem veittu ekki áfengi í veislum sinna ráðuneyta. Hlutu þeir bæði lof og last fyrir en hvar á bindindi heima ef ekki innan kirkjunnar og skólakerfis- ins? Veiting áfengis í veislum sem kostaðar eru af skattpeningum almennings á ekki að eiga sér stað. snertingu við þetta vandamál, sagt frá sinni reynslu. Æskilegt væri að Ríkissjónvarpið sýndi mun fleiri fræðslumyndir um líkam- legar afleiðingar vímuefnaneyslu. Slíkt er alltaf mjög áhrifaríkt. Þorvaldur Halldórsson, tónlistarmaður: 1. Ég er mótfallinn notkun áfengis. Hefi prófað hvoru tveggja og vil sjá veröldina og njóta henn- ar með fullu viti með öll skynfæri virk. Þá nýtur maður tilverunnar betur. Ég hef einnig gert mér grein fyrir þeirri hættu, sem fylg- ir notkun áfengis við störf og akstur. 2. Brýnt er að koma í veg fyrir, að unglingar noti áfengi. Unglingar ánetjast fíkn miklu fyrr en full- orðnir og því markmiði má ná með forvarnarstarfi, sem byggist á fræðslu. Vinna þarf að hugar- farsbreytingu hjá fólki, að það sé ekki fínt að sveifla glasi, að fólk hálf skammist sín fyrir að neyta þess. Með því að stunda hollar lífsvenjur og í gegnum kristna trú, þá öðlast maður lífsfyllingu, sem nær langt út fyrir þau áhrif, sem vímuefni geta nokkru sinni veitt. □ Unnur S. Bragadóttir, varaþingmaður: 1. Áfengi fer að öllu leyti illa með okkur og ég tel tilveruna vera mun bjartari og maður lifir betra lífi án þess. 2. Góð fordæmi eru gulls ígildi. Á aldrinum 8-9 ára eru börn mjög áhrifagjörn og þar finnst mér eins og vanti meiri fræðslu í skólum. Við munum eftir því, þegar mikið andóf var gegn reykingum. Þar var á ferðinni eitthvað áþreifan- legt í fræðslumálum. Einnig væri gott, ef unglingar, sem hefðu lent í fíkniefnum, gætu komið í skóla og vitnað um bitra reynslu sína af fíkniefnum. Þannig gætu eldri unglingar, sem hefðu komið í 1. Hver er afstaða þín til áfengis og hvað ræður henni? 2. Hvað finnst þér brýnast aðgera í áfengisvörnum?

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.