BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 7
an þarf að koma til vitneskja um viðhorf,
þekkingu o.fl. hjá þeim ökumönnum sem
teknir eru vegna ölvunaraksturs. Um það er
ekkert vitað. Það er þó vitað að þeir eru lang-
flestir ungir að árum, á aldrinum 17-20 ára.
Umferðarlögin eru afdráttarlaus hvað
varðar ölvunarakstur. í 45. grein þeirra segir
að: Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur
0,5 prómillum, en er minna en 1,2 prómill,
eða hann er undir áhrifum áfengis, þótt
vínandamagn í blóði hans sé minna, telst
hann ekki geta stiórnað ökutæki örugg-
lega (leturbr. ÁE). I framkvæmd ná þessi lög
þó aðeins til þeirra sem hafa 0,6 prómill vín-
anda í blóði þar sem gert er ráð fyrir möguleg-
um skekkjum 1 mælingum þrátt fyrir að mjög
áreiðanlegri tækni sé beitt við þær. Þarna er
ósamræmi í lögunum.
í umferðarlögunum segir sem sagt að jafn-
vel þó að vínandamagn sé minna en 0,5 próm-
ill í blóði ökumanns teljist hann ekki geta
stjórnað ökutæki örugglega. Því má spyrja
hvaða tilgangi 0,5 prómilla mörkin þjóni. Er
ekki eðlilegra til samræmis við boðskap
umferðarlaganna að miða mörkin við 0,0
prómill og gera ráð fyrir einhverri skekkju
eða sveigjanleika sem er innan þeirra marka
að öryggi í umferðinni sé ekki ógnað?
Með því að hafa þessi mörk afdráttarlaus
vinnst margt. í fyrsta lagi fer ekki á milli
mála hver ábyrgð ökumannsins er. Loku er
skotið fyrir að hann taki þá áhættu að aka
undir áhrifum áfengis í trausti þess að vín-
andamagnið sé undir leyfilegum mörkum.
Vert er að minna á að áfengi er vímuefni og
skerðist dómgreinda manna þegar við lítið
magn. Þetta eykur hættuna á að viðkomandi
ökumaður vanmeti það magn sem hann hefur
innbyrt og ofmeti þar með hæfni sína til að
aka. Hvort tveggja er stórhættulegt.
í öðru lagi felast í 0,0 mörkunum skýr skila-
boð til ökumanna sem annarra um hve alvar-
legt ábyrgðarleysi ölvunarakstur er. Að þar
rúmist ekkert bæði/og. Annað hvort er öku-
maður hæfur til að stjórna farartæki sínu eða
ekki. Með þessu væru lögin færð til samræmis
við þann áróður sem hafður er uppi gegn ölv-
unarakstri og felst m.a. í ábendingunni: Eftir
einn ei aki neinn.
Erfitt er að sjá hvað hugsanlega mælir gegn
því að leyfilegt vínandamagn í blóði öku-
manna sé fært úr 0,5 prómillum í 0,0 prómill.
Þess er vitanlega ekki að vænta að með því
einu verði alfarið komið í veg fyrir ölvunar-
akstur. Það á einkum við þá sem ákafastir eru
í áfengisneyslu. Til þeirra verður að ná eftir
öðrum leiðum og ölvunarakstur er oft aðeins
ein hlið á þeim vandamálum sem áfengis-
neysla þeirra er. Það er einnig nauðsynlegt að
huga að viðurlögum við ölvunarakstri. Sjálf-
sagi er sjálfsagt heilladrýgstur í þessu sem
öðru en honum er misskipt eins og gengur.
Óttinn við vöndinn er mörgum skiljanlegri en
löngunin í gulrótina.
Hugsanlega reka einhverjir upp ramakvein
við þessari hugmynd og bera fyrir sig frelsi og
mannréttindi. Þeim til huggunar má benda á
að á hverju ári farast eða stórslasast margir
landsmenn vegna ölvunaraksturs. Eru þau
ekki þess virði að leitað sé allra leiða til að
bjarga þeim?
Sá sem ekur bíl er ekki einn á ferð og
aksturinn hans einkamál. Hann ber ekki að-
eins ábyrgð á sjálfum sér heldur einnig öðrum
vegfarendum. Það er lágmarks mannrétt-
indakrafa allra að geta borið sig um í fullri
vissu um að lífi þeirra og limum sé ekki ógnað
af þeim sem misnota þá ábyrgð og þau réttindi
sem þeim er trúað fyrir.
7