BFÖ-blaðið - 01.05.1990, Qupperneq 6

BFÖ-blaðið - 01.05.1990, Qupperneq 6
sem enn stendur þó þessum tveimur hreyfil- gerðum fyrir þrifum eru erfiðleikar í samb- andi við geymslu orkunnar og flutning henn- ar í bílnum. Kostir vetnis eru margþættir. Nóg er til af vetni (H2) í heiminum, reyndar fastbundnu í efnasambandi sem vatn (H20). Aðeins þarf að koma til nægjanleg, og reyndar talsvert mikil, raforka til þess að kljúfa vetnið úr vatninu. Vetni brennur líka því sem næst hreint og án myndunar aukaefna með því að hvarfast aftur við súrefni loftsins (02), mynda vatn á ný og skila þar með orkunni til baka sem áður fór í að kljúfa það úr vatninu. Vetni er kjörið til að brenna í brunahreyfli og ekki þarf að umbreyta byggingu bíla veru- lega til þess að nota það sem orkugjafa. Við venjulegan umhverfishita er vetni í loft- kenndu ástandi, sem reyndar er kostur og nauðsynlegur þáttur til þess að kveikja í því í brunahólfum hreyfils, en ákaflega mikill ókostur hvað varðar geymslu efnisins. Til þess að geta flutt með sér nægjanlegt magn orku í formi vetnis þarf að koma því í vökva- ástand, svipað og gert er með gas í hitunar- tækjum fyrir útilegur. En til þess að koma vetni í vökvakennt ástand þarf að kæla það niður í —253 gráður á Celsius, sem er aðeins 17 gráðum ofan við alkul. í þessu atriði er meginvandamálið í sambandi við vetnið fólg- ið og eins í viðhaldi kælingarinnar. Betri og jafnvel áhugaverðari kostur fyrir okkur íslendinga ætti að vera rafknúnir bílar. Þeir hafa þá kosti umfram vetnisknúna bíla að vera enn minni mengunarvaldar, bæði hvað varðar hljóð- og loftmengun og vera auk þess mun nýtnari á þá orku sem þeir nota. Þetta kemur til af þrennu: Ekki er þörf á nema einni umbreytingu frumorkunnar (þ.e. yfir í raforku), orkunýting rafhreyfla er mun meiri og betri heldur en brunahreyfla og eðli raf- hreyfla gerir að verkum að drifbúnaður raf- bíla er talsvert einfaldari og þ.a.l. ekki eins orkukræfur og drifbúnaður bíla með bruna- hreyfil. Rafgeymar vandamál Eftir sem áður er helsta vandamál rafbíl- anna óleyst, þ.e. þyngd orkuforðans, sem taka þarf með sér til þess að knýja bílinn áfram. í þessu tilfelli eru rafgeymar orkuforðinn. í dag er víða unnið að því að leysa þetta vandamál, að framleiða rafgeymi sem er verulega mikið léttari en blýgeymirinn. Fyrirtækið ABB, sem er samsteypa úr sænska fyrirtækinu ASEA og Brown Boveri Corp. í Sviss, hefur nú BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF.

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.