BFÖ-blaðið - 01.05.1990, Side 11
Kjartan Gunnarsson,
framkvæmdastjóri:
1. Ég er þeirrar skoðunar að það
sé hverjum einstaklingi heppileg-
ast að vera laus við áfengisneyslu.
Enda þótt áfengisneysla í hófi sé
sjálfsagt í augum margra eðlileg-
ur og óaðskiljanlegur hluti
skemmtana- og samkvæmislífs,
þá eru hin neikvæðu áhrif áfeng-
isneyslunnar fyrir hvern ein-
stakling og alla í umhverfi hans
miklu neikvæðari en svo að
jákvæðari þættirnir vegi þar upp
á móti. Það er því miður þannig í
samfélagi fólks að áfengisneysla
er ekki einkamál þess sem áfeng-
isins neytir. Áfengisneyslan hef-
ur ótrúleg áhrif á allt umhverfi
þess sem áfengisins neytir, oftar
en ekki veldur áfengisneyslan
ósætti og ágreiningi, brýtur niður
trúnað og eyðileggur fjölskyldu-
tengsl, svo ekki sé talað um
vinnutap og heilsutjón þess sem
áfengisins neytir. Þeir sem ekki
neyta áfengis bera þannig oft
þungar byrðar af áfengisneyslu
annarra. Þannig lendir það þjóð-
félagslega tjón sem áfengisneysl-
an veldur, hvort sem er í formi
glataðra vinnustunda, glataðrar
heilsu og dýrrar sjúkrahússvist-
ar, slysa, afbrota, jafnt á þeim sem
ekkert hafa til saka unnið í þess-
um málum og á þeim sem valdir
eru að ógæfunni með því að taka
það áhættusama og örlagaríka
skref, að láta áfengið ná tökum á
sér. Það eru þannig margvísleg og
þung rök sem hníga í þá átt að
áfengisneysla sé óheppileg og ætti
að vera keppikefli að vinna gegn
henni eins og annarri vímuefna-
notkun. En þrátt fyrir það sem ég
hef sagt hér að framan og vegna
þeirrar spurningar sem til mín
var beint vil ég í örstuttu máli
draga saman afstöðu mína og
segja að ég hef ávallt fyrst og
fremst verið bindindismaður fyrir
sjálfan mig og látið öðrum eftir að
taka sínar ákvarðanir. En ástæð-
an fyrir því, að ég kýs ekki sjálfur
að neyta áfengis er fyrst og fremst
sú, að fátt eða ekkert veit ég
aumkunarverðara en heilbrigð-
an, skyni gæddan mann sem af
fúsum og frjálsum vilja kemur
sjálfum sér í ástand, sem hann er
ófær um að stjórna, kemur sjálf-
um sér í ástand þar sem hann ræð-
ur í raun engu lengur um athafnir
sínar og ákvarðanir, er orðinn
ómerkilegur leiksoppur vímu og
óráðs og hefur þannig kastað frá
sér þeim hæfileikum sem greina
manninn frá dýrunum.
2. Brýnast finnst mér í áfeng-
isvörnum að efla mjög og auka
það starf sem unnið er á vegum
samtaka eins og AA-samtakanna
og SÁÁ, en það ótrúlega mikil-
væga starf og góði árangur sem
þessi samtök ná í baráttunni við
áfengissýkina er að mínum dómi
skýrustu og bestu skilaboðin sem
hægt er að senda út í þjóðfélagið
um skaðsemi áfengisins. Hver
maður sem unnið hefur sjálfur
bug á áfengissýki sinni er talandi
dæmi um að áfengið leysir ekki
vandamálin heldur eykur þau og
hann er talandi dæmi um að það
er hægt, ef menn raunverulega
vilja, að ná fullum tökum á áfeng-
isneyslunni og hætta henni. Ég
hygg að áfengisvarnarstarf sem
unnið er af þeim sem sjálflr hafa
verið háðir áfenginu og orðið
áfengissýkinni að bráð, sé miklu
árangursríkara heldur en þrot-
laust starf bindindissamtaka og
manna sem tala um þessi mál án
þess að hafa upplifað þau sjálfir og
gengið í gegnum þær vítiskvalir
sem ofneysla áfengis og baráttan
við hana eru. En auðvitað ber svo
líka að efla almennt fræðslu- og
upplýsingastarf um skaðsemi
áfengis og annarra vímuefna, því
auðvitað er áfengi vímuefni, sem í
engu er eðlisólíkt þeim vímuefn-
um sem barist er gegn af öllum
kröftum.
Aldagömul hefð áfengisneysl-
unnar breytir í engu eðli áfengis-
ins sem vímuvalds, og það að vím-
unnar er neytt í klingjandi kristal
í gullskreyttum sölum skilur
hana ekki með neinum hætti frá
skítugri heróínsprautunni í kjall-
aragreninu.
Margrét ívarsdóttir, nemi:
1. Áfengi hefur slæmar afleiðing-
ar, og það eru fáir sem kunna með
það að fara. Af reynslu minni við
vinnu mína á skemmtistað, og
eins vegna reynslu af einstakling-
um sem ekki kunna með það að
fara, þá hefi ég snúist algerlega á
móti því.
2. Það ætti að hætta að selja bjór.
Fræðsla og fyrirbyggjandi aðgerð-
ir eru mikilvægar. Það þarf að
11