BFÖ-blaðið - 01.12.1990, Side 8
Eftir einn ei aki neinn:
Víðtækur stuðningur við
lækkun áfengismarkanna
Á síðustu árum hafa 2.300-2.600 ökumenn
verið teknir árlega vegna ölvunaraksturs.
Þar af voru um 10% með minna vínandamagn
í blóði en 0,5%c. Hlutdeild ölvaðra manna í
dauðaslysum í umferðinni er talin vera um
25% og öðrum alvarlegum umferðarslysum
um 18%. Báðar þessar tölur hafa farið hækk-
andi á undanförnum árum.
Lækkun prómillmarka
Fyrir skömmu lagði Árni Gunnarsson
ásamt fleiri þingmönnum fram frumvarp í
Neðri deild Alþingis þess efnis að lækka gild-
andi mörk um vínandamagn í blóði öku-
manna úr 0,5 prómillum í 0,25 prómill.
BFÖ-blaðið birtir hér fyrri hluta greinar-
gerðar með frumvarpinu og álit nokkurra ein-
staklinga, sem sinna sérstaklega umferðar-
öryggismálum eða tengjast þeim, á efni frum-
varpsins.
Frumvarp til laga
um breytingu á umferðarlögum, nr. 50/1987,
með síðari breytingum.
Flm.: Árni Gunnarsson, Ragnhildur Helga-
dóttir, Geir Gunnarsson, Kristín Einarsdótt-
ir, Jón Kristjánsson.
1. gr.
2. mgr. 45 gr. laganna orðist svo: Ef vínanda-
magn í blóði ökumanns nemur 0,25%c eða
meira telst hann ekki geta stjórnað ökutæki
örugglega.
2. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1991.
Úr greinargerð
„ . . . Tilgangurinn með flutningi þessa
frumvarps er að eyða þeirri óvissu sem ríkt
hefur um áfengisneyslu og akstur bifreiða.
Verði þessi breyting að lögum þarf enginn að
8 velkjast í vafa um að ekki má aka bifreið eftir
að hafa drukkið áfengi, hversu lítil sem neysl-
an hefur verið.
Ekki þarf að fara mörgum orðum um nauð-
syn þessarar breytingar. Umferðarslysum af
völdum ölvunaraksturs hefur farið fjölgandi.
Núgildandi umferðarlög valda því að öku-
maður verður hverju sinni að meta sjálfur, eft-
ir að hafa neytt áfengis, hvort hann er hæfur
til að aka bifreið eða ekki. Þetta mat varð mun
erfiðara eftir að bruggun áfengs öls var leyfð
hér á landi. Með þessari breytingu verður
eftirlit með framkvæmd laganna mun auð-
veldara en áður.
Sú lækkun á vínandamagni í blóði, sem hér
er lögð til, kemur ekki í veg fyrir að almenn-
ingur geti notað lyf með vínanda í eða drukkið
léttan pilsner.
Ölvunarakstur er nú orðinn þvílíkt vanda-
mál í mörgum löndum, ekki síður en á íslandi,
að víða hefur leyfllegt vínandamagn í blóði
verið lækkað og tekin upp ný viðmiðun 0,0%c.
Með þessu frumvarpi er á afdráttarlausan
hátt staðfest að neysla áfengis og akstur fer
ekki saman.“