Skólablaðið - 15.05.1910, Síða 1
SKOLABLAÐIÐ
1910.
____C' _ .
FJÓRÐl ÁRGANOUR
Reykjavík, 15. maí.
i 5. tbl.
Kennaraskólinn.
I. Úr ræðu skólameistara við uppsögn kennaraskólans.
.....Það er eins og að það fylgi þvíaltaf aðnokkru
leyti sérstök ábyrgð eða vandi að vera fyrstur. Það er altaf
svo mikið undir upphafinu komið. Það er ekki lítils vert
fyrir hvaða tnálefni sem er eða stofnun eða félagsskap,
hvernig hin fyrstu kynni af þeim verða. Þér eigið nú það
mikilsverða hlutverk fyrir höndum, að koma almenningi í
skilning um, að eigi hafi verið að óþörfu eða ófyrirsynju í
það ráðist, að auka kröfurnar um undirbúning barnakenn-
ara og kosta til þess ærnu fé eftir vorum efnum. Þér eigið
að hjálpa alþýðu manna til að skilja það, sem hún hefir
átt of bágt með að skilja til þessa, hvílíkur munur er á góðri
barnakenslu og slæmri; að það er hrópleg fyrirmunun að
velja menn til þeirrar sýslu af handahófi og rétt til mála-
mynda, rétt eftir því hver ódýrastur fæst, eins og alt annað
skiftí litlu.
Jeg skal eigi orðum eyða að því, hversu almentþaðer
enn, að meta skakt barnakennarastarfið; og það litlu fremur
með alþýðu en lærðu mönnunum svo kölluðu. Hitt sný
eg eigi aftur með, að það er mikils vert, varðar miklu fyrir
land og lýð, að leiðrétta þá skökku skoðun, og eg treysti
yður til að reyna að vinna að því. Eigi á eg við það, að
þér gjörið það með blaðagreinum. Þær geta verið góðar
með, en með þeim vinst það samt aldrei. Af er sú tíð, að