Skólablaðið - 15.05.1910, Page 5

Skólablaðið - 15.05.1910, Page 5
SKÓLABLAÐIÐ 69 18. Páll Stefánsson ísafirði.........................73 — 19. Sigurður Kristjánsson Ysta-Felli Þingeyjarsýslu. 87 — 20. Sigurður Sigurðsson ísafirði.....................90 — 21. Svafa Porleifsdóttir Skinnastöðum Pingeyjarsýslu 89 — 22. Þjóðbjörg Þórðardóttir Reykjavík................81 — Baðstofa og eldiviður. iii. Hvort er betra, torfbær eöa timburhus. Á síðasta mannsaldri hefúr orðið stór breyting á húsakynn- um sveitamanna. Torfbaðstofurnar eru nú miklu bjartari og rúmbetri, en áð- ur gerðist. Og mjög víða eru komin upp timburhús; óvíða steinhús. Það er talinn einn hinn mesti framfaravottur, ef sagt verður um heila sveit, að þar sé »komið timburhús svo að segja á hverjum bæ«. Og svo mkill er framfarahraðinn að nú þegar er kviknaður kurr á móti timburhúsunuin. Nú þykir alt ónýtt nema steinhús; »steinhús á hverjum bæ« —það er nú viðkvæðið. Torfhúsin eru dauðadæmd. í hvínandi flaustri og æðandi hugsunarleysi hefur þjóðin dæmt í útlegð þá húsagerð, sem hér hefur tíðkast síðan á land- námstíð Hvað hafa torfhúsin unnið til saka? Það er sagt að þau séu ljót, þröng, rök, óholl, endist illa og standi ekki af sér jarð- skjálfta. En vilji menn íhuga alt þetta í makindum, þá trúi eg ekki öðru, en að mörgum snúist hugur, frá timburhúsunum til torf- bæjanna. Allur þessi ys og þys mun mestmegnis stafa af því, að útlendir ferðamenn hafa jafnan gert gys að torfbæjunum og farið mörgum háðslegum crðurn um þá. Eru torfbœir Ijótir? Ekki í mínum augum. Eg sé ekki fegurri prýði í sveit en vel hýstan bóndabæ, nieð hefilsléttum, dökkbrúnum torfveggjum, ■ðgrænum þökum og fagurlitum hnarreistum bæjarþiljum fram á

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.