Skólablaðið - 15.05.1910, Page 10
74
SKÓLABLAÐIÐ
óspiltur? sá er þegar spiltur sem það gerir. Krökkum og ung-
lingum er þó nokkur vorkun þótt þeim verði það á, en allseigi
fullorðnum: já, til eru þeir, sem gera börnin reið til þess að
láta þau tala af sér. Svo neyða þeir þau til að biðja fyrirgefn-
ingar. Og svo hrósa þeir sigri þeim, að geta beygt og auð-
mýkt börn svona. Næði eg í þvílík börn, mundieg segja þeím
eitthvað á'þessa leið: »Blessaður, farðu ekki að biðja þá fyrir-
gefningar, sem stríddu þér saklausum svo að þú reiddist og sagð-
ir eitthvað ljótt. Geymdu bœn þína drotni. Því bæn sú er
helgidómur, sem ekki á að varpast fyrir hunda. Auðvitað, ef
þú hefur talað ósatt eða rangt, þá áttu að afturkalla það eða
lagfæra.« Verst er þó, ef yfirboðarar barnanna leika sérað stríða
þeim. Er, til er það samt. Og Páll postuli bannar það alvar-
lega. Efes. 6, 4.
II
Eitt af því, sem kennarar ættu að áminna börn um, er það,
að gera öðrum börnum rétt. Og eg sagði oft á þessa leið við
unglinga sem eg kendi: »Þegar þið verðið hjú, þá gáiðaðþví
að breyía rétt við börnin, sem þið eigið eitthvað saman við að
sælda, hver svo sem börnin eru. Setjist þó allra síst á olboga-
börnin. Takið þau aö ykkur. Það er drenglyndi, já það er
hetjulegt! Öllum er ekki gefið að geta elskað börn heitt og
blítt og vottað þeim elskuna bæði í viðmóti, orðum og verkum.
Og svo eru ekki heldur öll börn jafn meðtækileg fyrir hana. En
allir geta gert börnum rétt. Getir þú eigi verið góður við þau,
svo sneiddu pig hjá þeim. Viljir þú ekki leika við þau, svo
spill eigi leik þeirra mað hrekkjum, amasemi eða öðru þvílíku.
Cjetir þú ekki verið blíður í viðmóti, svo getur þú samt varast
ónot, stríðni og hæðni við þau. Viljir þú ekki ganga neitt eft-
irþeim, svo rek þau ekki frá þér, er þau koma til þín. Ogláttu
þau ekki þurfa að ganga eftir þér. Legg eitthvað í sölurnar til
að gleðja þau, t. d. eitthvað af frítíma þínum. Það borgar sig
vel fyr eða síðar. Geri þau þér rangt að fyrrabragði, svo átel
þau með hógværð. Dugi það ekki, þá hótar þú að leita yfir-
boðara barnanna. Og þú gerir það svo ef þarf. Eti gerðu þig
aldrei að húsbónda yfír þeim, nema þeir, sem að þeim standa,
leyfi þér það Fátt þola börn ver en ofríki hjúa til dæmis.