Skólablaðið - 15.05.1910, Page 15

Skólablaðið - 15.05.1910, Page 15
SKÓLABLAÐIÐ 79 auðvaxínn gróðri lífsins, en ekki sviðinn hardbalateigur, sem engin nytjaplanta getur þrifist í. Langar og erfiðar kenslubækur draga huga nemandans frá kenslustundanáminu, sem alt er þó undir komið, og gera hann óþyrstari í hina lifandi fræðslu skólans. Þessvegnavildi egleggja það til, að kennslubækurnar í lýðmenntaskólum vorum væru stutt- ar, bara grind eða stuttort en skipulega samið yfirlit námsgrein- anna, sem fylt sé lífi og klætt holdi og blóði í kennslustundun- um. Og vér ættum ekki að vera að burðast ineð þann kostn- aðarauka að hafa dýrar myndir í kenslubókunum. Þær eigum vér að hafa til sýnis og útskýringar í kenslustundunum og þar stórar og góðar. Og söfn svo góð sem unt er. Mynda- klessur í kenslubókum gera nemandann kærulausari í kenslustund- unum og eftirtektarsljórri á myndir þær, sem þar eru til sýnis. En annars er hann sólginn í þær og opin augu og eyru. Og það skiftir þó mestu, að nemandinn sé andlega síþyrstur og spyrjandi í kennslustundinni. Þetta er nú reynsla. . Svona kennslubækur væri oss eigi ofvaxið að eignast á íslensku. Með því móti vona eg, að enginn þyrfti að sýkjastaf andlegu ofáti — ítroðningshrati, sem hann getur ekki melt. Og takist skólunum að inna af hendi meginhlutverk sitt: að kenna mönnum að lœra — því engum skóla í veröldinni tekst hvort sem er að gera nokkurn mann fullnuma, — þá skortir menn ekki fræðslulindir, þegar út í lífið kemur. Slíkir menn hafa ávalt einhver úrræði til þess að ná í fræðibækur, annaðhvort inn- Iendar eða útlendar, þótt þeir hafi sloppið við þykkar og þung- ar kenslubækur í skólunum. — Eg vona, að fleiri láti til sín heyra, því þetta er alvörumál. Ben. Bj. StokkMmsiunduriim 9.-12. ág. Eftir að sótt hafði verið um ívilnun í fargjaldi og kaup- laust far fyrir nokkra kennara, hafa þessi gufuskipafélög veitt þá ívilnun, sern hér segir: Thorefélagið: fargjald niðursett tim helming , milli íslands

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.