Skólablaðið - 01.05.1911, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.05.1911, Blaðsíða 2
82 SKOLABLAÐIÐ , « Aður en »leikurinn« byrjar, sitja þeir hver með sinn texta, og hvet eg þá til að taka vel eftir og merkja sér í bókinni hvað þeim finst athugavert eða einkennilegt í framburði þess, sem á keflið hefur talað, og hvar honum og mér kann að bera á milli. Hef eg margoft verið hissa á þeim skörpu athugasemdum, sem nemendurnir hafa komið fram með, og sem eg stundum ekki hafði gert. Læt eg þá heyra keflið fleirum sinnum í sama tímanum og vaualega aðeins það eina. í hvert skífti lænst það betur, hver hefur tekið eftir sínu, og hver í kapp við annan kemur með sínar spurn- ingar, sem eg svo leysi úr svo vel sem eg get. Við höf- um þannig farið í gegn um kafla úr Moliére (Tarhiffe), Racine (Phéd.e: Sarah Bernhardt), Corneille (Cinua), Rostand (Cyrous: Coquelin), La Fontaine o. fl.; Shakespeare (Julius Cæsar), Dickens o. fl. — Þjóðsönga franska, enska og amen'kanska höfum við Iíka lært, og þegar vélin »spilar« þá í þriðja skifti taka allir undir með; liafi þeir ekki kunnað lagið áður, læra þeir það í tímanum. — Það þykir liátíð, þegar vélin kemur í bekkinn. Sveinbjörnson. Aarhus 3. sept. 1910.« Annan mann skal eg nefna er hefir notað mjög málvélar við kenslu. Hann hét Aage Werner. Hann kendi ensku og samdi enskunámsbók ásamt öðrum manni. Titill bókarinnar er: A. Werner og A. Brahde: Lærebog i F.ngelsk. (Verð: 2,50 kr.) Þessi bók hefur þrjá kosti. Fyrst þann: Ad skynsamlcgt samhengi er í texta hverrar lexíu, og er þá textinn horttveggja í senn: all-orðmargur og auðveldur. Til skýringar því hvað jeg á við, skal eg leyfa mér að taka dæmi úr »Kenslubók í þýsku«, eftir Jón Ófeigsson. Þar stendur þessi klausa, á 61. bls.: Ich war froh und vergniigt. Wann warst du da? Es war gestern Montag. Die Strasze war ganz leer. Ihr waret damals noch klein. — — Með lengri tilvitnun vil eg ekki þreyta lesandann en bið hann að lesa sjálfur í bókinni og vita sjálfur hvort hann getur fundið bugsanasamhengi milli hinna einstöku setninga í lexíunni.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.