Skólablaðið - 01.05.1911, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.05.1911, Blaðsíða 12
92 SKÓLABLAÐIÐ En ímynda fræðslunefndirnar sér, að þetta sé heilsusamlegt fyrir börnin? ímynda foreldrar sérað 10 —14 ára börn hafi gott af þessari skólavist? Vér skorum á fræðslunefndirnar að taka þetta til alvarlegrar íhugunar og bæta úr þegar áþessu ári áður en skóli byrjar að hausti. Og vér skorum á foreldra og aðra aðstandendur barna, að hætta ekki lífi barnanna með því að láta þau ganga í óvermd skólahús og illa bygð. Og loks skal fræðslunefndum enn bent á, að þær baka sér þunga ábyrgð með því að láta þetta mál atskiftalaust (sjá 30. gr. fræðslulaganna). Þegar svo ofan á kuldann bætist slíkur óþrifnaður, aðskóla- stofugólfið er þvegið tvisvar á vetri, veggir og gluggar aldrei, þá má geta nærri hve vistlegt verður í þessum kenslustofum. Hér er ekki auðið að bera við fátækt — þetta er ekkert annað en sóðaskapur og rænuleysi. Kfinnararnir verða að bera ábyrgðina á því að skólastofun- um sé haldið hreinum. Þeir eiga ekki að þola, að það sé vanrækt. Öllum fræðslunefndum og skólanefndum hefur verið sendur pési, þar seni nieðal annars hafa verið skráðar »Nokkrar hreinlætisreglur til athugunanar í skólahúsum*. Þar segir svo: 5. Oólfið í skólastofunni á að hreinsa daglega með því að draga um það vota tusku. Qlugga, skólaborð og bekki skal s*rjúka með votri tusku á hverjum morgni. Einu sinni á viku á að þvo gólf skólahússins úr sápuvatni, eða sóda A sama hátt á að þvo loft gólf og veggi einu sinni á ári áður en skóli byrjar að haustinu. Oólf eiga öll að vera olíuborin. Við dyr skólahússins á að vera góð skóskafa. Það er eftirgangsleysi af kennurunum að láta ekki hlýða þessum fyrirmælum. þeim á þó minsta kosti að vera ljóst, hvílíkur háski getur stafað af annari eins sóðaumgengni um skólahús og hér var nefnd.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.