Skólablaðið - 01.05.1911, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.05.1911, Blaðsíða 15
SKÓLABLAÐIÐ 95 15. Pétur Einarsson frá Skógum í Fnjóskadal. fékk 78 stig 16. Sveinn Halidórsson frá Kothúsum í Garði - 84 — 17. Sigríður Einarsdóttir frá Kirkjubæ í Hróars- tungu........................................ — 83 — 18. Porleifur Helgason frá Bíldudal...........— 87 — Einn piltur hætti prófi í miðjum khðum. 6. 8. og 14. tóku og kennarapróf í söng. 1. 2. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 17. í leikfimi. Prófdómeridur, tilkvaddir af stjórnarráðinu, voru þessir: Jón Þórarinsson, Pórhallur biskup Bjarnason og séra Guð- mundur Helgason, og í söng Brynjólfur Þorláksson, og leik- fimi Ólafur Rósenkranz og í handavinnu pilta Stefán Eiríks- son. Skólanum var sagt upp seinasta vetrardag. Flensborgarskólinn. Síðastliðinn vetur voru 70 nemendur, 13 stúlkur og 56 piltar, i Flensborgarskólanum úr öllum sýslum landsins, nema Þingeyjar og Norður-Múlasýslu; flestir voru úr Hafnarfirði og Húnavatnssýslu. í heiinavist voru alfarið 23, er höfðu luisnæði í skólanum, en 6 leigðu úsnæði annarstaðar og höfðu mötu- neyti og þjónustu með heimavistarsveinum. Allur kostnaður heimavistarsveina varð 21.25 á mánuði. Burtfararpróf tóku 29 nemendur; prófdómendur, auk kennara, voru: Þórður lœknir Edilonsson, Þorsteinn Briem aðstoðarprestur og Steingrímur Torfa- son kennari. Námsskeið fyrir stúlkur, sem ég auglýsti síðastliðið haust,byrjaði 15. október og endaði 30. apríl. Á því hafa verið 18 stúlkur, flestar 15 í einu. Kenslan hefur staðið 2 og 3 klukkutfma á dag, síðari hluta dagsins. Þessar námsgreinar hafa verið kendar: íslenska, danska, enska, skrift, reikningur og söngur á sunnudögum, þeim sem þess óskuðu. Þessar bækur voru notaðar við kensluna: í íslensku: Jón Ólafsson: Móðurmálsbókin, Skólaljóð, og ýmsar bækur til upplesturs. I dönsku: Jón Ófeigsson og Jóh. Sigfússon: Kenslubók í dönsku. Þóra Friðriksson: Lestrarbók handa unglingum.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.