Skólablaðið - 01.05.1911, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.05.1911, Blaðsíða 3
J3KÓLABLAÐIÐ 83 fig lief ekki komið auga í það. Og eg verð að segja það, að það er til að <era óstöðugan, að borða svo að tugum skiftir af svona hugsana graut. (I lesbók JónS Ófeigssonar tekur hann yfir réttar 30 blaðsíður). Hinsvegar er það nokkur aísökun, að torveldara mun vera að 'finna eða semja samfastan þýskan texta, er sé bæði orðmargur óg þó nægilega auðveldur, með því að þýska málfræðin er talsvert erfiðari en hin enska. En það þarf samt endilega að gerást. Annar kostur bókarinnar er sá, að framburður þeirra orða, er nokkur vandhæfni er á, er táknaður með hljöðletrí á m'illi línanna í lexíunni. Þetta er mikill hægðar- og minnis-auki og kemur talsvert í veg fyrir, að rangur framburður lærist og festist í minni nemandáns. En aðalkostur bókarinhar er þessi: Kaflar hingað og þang- að í bókinni hafa verið ialaðir á riiályélakefli. Alls hafa 14 kefli verið rist textum úr bókinni. Þar að auki má fá 16 öntiur kefli með textum úr (Engelske) Sange og Recitationer, udg. af A. W. (Verð: 1 kr.) Hvert einstakt kefli kostar 1,50 kr. en öll 30 keflin til sam- ans 37,50 kr. Eg hefi f höndum nefnda enskunámsbók, 14 kefli með textum úr bókinni, og málvél. (Lyra fonograf, sem kostaði með 14 nátnskeflum og öllu tilHeyrandi, kominn i mín- ar hendur, 38,80 kr.) Þykir mér furðu gegna hve rramburðurinn er skýr, enda segir A. W. að æfðir leikarar og upplesarar frá Lundúnutn hafi talað á keflin, og liafa þeir sama framburð og mentaðir Suður-Englendingar. Aðalkostur málvélarinnar er fólginn í því, hve góða hug- nrynd hún gefur um hljóntblæ og hljóðfall málsins. Einstakir stafir eru aftur á móti hálfógreinilegir stundum. En manni lærist líka að heyra; það sem maður heyrir illa í fyrstu, getur hann heyrt vel síðar, ef vélin er iátin endurtaka það, Eg hef, enn eigi átt kost á að nota vél na við kenslu. Aðeins hlustað á hana sjálfur, niér til fróðleiks og skemtunar. En eftir því að dæma, sem hr. Sveinbjörnsson og A. Werner segja um vélina, virðist hún munu geta komið bæði kennurum og nemendum að gagni.- Kennarinn getur endurbætt framburð sinn samkvæmt vélinni, og látið hana endurtaka lexíuna í tímanum þangað til nemendui;

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.