Skólablaðið - 01.05.1911, Side 9

Skólablaðið - 01.05.1911, Side 9
SKOLABLAÐIÐ 89 ekki gengið betur en svo, að nefndirnar eru sýknaðar og kenn- arinn dæmdur í málskostnað. Dómur þessi hlýtur að vera nægilega skýr bending barna- kennurunum um það, að gera glögga og löglega samninga. Vera má að fleiri atriði, er kennara og nefndunum fór á milli, hafi ráðið þessum dómsúrslitum. En ólögmætur ráðningarsam- ningur var eitt af þeim. Stjórnarráðsúrskurður. i. Hinn 8. f. m. feldi stjórnarráðið úrskurð út af niðurjöfnun fræðslukostnaðar á Jón bónda Jakobsson á Eyri við Seyðisfjörð í ísafjarðarsýslu. Nefndur bóndi hafði tjáð hreppsnefndinni, að hann ætlaði að nota hinn fasta barnaskóla hreppsins síðastliðinn vetur, en ekki farskóla fræðslu héraðsins í sama hreppi. Hrepps- Uefndin jafnaði því niður á hann skóla-gjaldi, en ekki frœðslu- kostnaði, sem • eins og þar stóð á, var talsvert hærra gjald en skólagjaldið. — En nú brúkaði Jón þessi ekki skólann, heldur tók heimiLskennara. Fræðslunefndin gerði því kröfu til þess,að hann bæri tiltölulegan hluta af fræðslukostnaði íræðsluhéraðsins. Urskurðurinn segir svo, að við niðurjöfnun þá, sem gjörð var í fyrra haust, verði að sitja, en að fræðslunefndin eigi að sjálfsögðu heimting á því skólagjaldi, sem Jóni Jakobssyni var gert og heimilisfólki hans. Svo segir enn fremur í úrskurðinum: í sambandi við þetta skal tekið fram, að svo verður að álíta, að þeir einir gjaldendur, séu undanþegnir aukaniðurjöfnun á fræðslukostnað; fræðsluhéraðsins, er nota hinn fasta skóla hrepps- 'ns alt skóla árið fyrir börn sín, og getur það eigi verið fulinægj- andi í þessu efni, að gjaldandinn hafi barn sitt, eða börn sín í skólanum nokkurn tíma skólaársins. Eins er það rétt álitið, að Þö að húsbóndinn noti skólann fyrir börn sín, þá á fræðslu- nefndiu heimting á að fræðslukostnaði til fræðsluhéraðsins sé jafnað niður á aðra gjaldendur á heimilinu, er ekki nota skólann sjálfir.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.