Skólablaðið - 01.05.1912, Qupperneq 5

Skólablaðið - 01.05.1912, Qupperneq 5
SKOLABLAÐIÐ 69 ekki svo lítill vinnusparnaður fyrir fullorðna heimilisfólkið, að kennararnir létta af þeini töluverðu af barnakenslunni, og mun það ekki alstaðar metið til fjár eins og vert er nú í fólksekl- unni. Fróðlegt gæti það verið að athuga eftir þeim gögnum sem fyrir hendi eru, hve mikið kenslukostnaðurinn hefur aukist við fræðslulögin nýju, en það er allmikið verk og því óvíst hvort tækifæri muni fást til að gera sanianburð þennan, enda full- snemt enn þá á meðan ei er fyllilega farið að vinna um land alt að kenslu eftir fyrirmælum fræðslulaganna. Niðurlag skólalokaræðu. . . . . En svo eru önnur börn hér, sem eg hefi enga von um að sjá framar, sem nemendur mína. Þau kveð eg því í síðasta skifti sem kennari. Ykkur þakka eg hjartanlega fyrir ianga samveru og treysti því að þið reynið nú af fremsta mætti að launa mér og öðrum það, sem við höfum fyrir ykkur haft, með því eina sem við getum að launurn þegið, en það er að þið reynist vel í prófi lífsins. Að þið gerið alt sem í ykkar valdi stendur til þess að verjast því, að freistingar nái tökum á ykkur. Eg veít að fyrir ykkur liggja ótal hættur, ótal villigötur. í ykkur sjálfum búa ýmis konar tilhneigingar til þess, er ykkur mætti til tjóns verða að fara eftir. Eg býst við, að í för ykkar muni slást margir, sem ykkur gæti til skaðræðis orðið að fylgja í öllu. Athugið því vel í hvaða átt þið haldið. Spyrjið jafnan sjálf ykkur, hvort Jesús Kristur mundi hafa hugsað eins og þið, talað eða breytt eins og þið. Hann getur sífelt leiðbeint ykkur. Þið verðið aldrei svo gömul að þið hafið •eigi nóg af orðum hans og dæmi að læra. Biðjið hann að styrkja ykkur til að forðast það sem ílt er, en framkvæma það sem gott er. Að sjálfsögðu getið þið enn lært margt gott og gagnlegt af góðum mönnuni. Leitist jafnan við að ná hylli þeirra, leita ráða hjá þeiin og fara að þeirra góðu ráðum.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.