Skólablaðið - 01.05.1912, Síða 9

Skólablaðið - 01.05.1912, Síða 9
SKOLABLAÐIÐ 73 íslendingum, að þeir vilja lyfta huga sínum í bæninni til guðs, þó að aldrei væri nema þegar þeir eiga bágt og finst þeir þurfi aðstoð í raunum sínum. Og þá er víst að þeir vilja líka vísa börnunum þá leið til huggunar og harmaléttis. — En hinn daglegi og stöðugi lestur þeirra bæna, sem aðrir hafa hugsað og orðað — verður hann ekki hégómi fyrir mörgum? Þó að gert sé ráð fyrir því að barnið skilji orð og mein- ingu bænarinnar, eða bænanna, sem það þylur eftir boði for- eldranna, dag eftir dag, viku eftir viku og ár eftir ár, — verður þá ekki þessi sífelda endurtekning til þess að orðin verði tóm og hugur fylgi ekki máli? Bænin er hugsun, sem barnið á að bera fram fyrir guð; bænarorðin eru búningur hennar. Þegar heimtað er af börnum að þau lesi þessar utan að lærðu bænir sínar daglega og ár eftir ár, þá er heimtað af þeim, að þau beri fram hugsunina með sömu orðum ár eftir ár; og tilætlunin er auðvitað sú að þau hætti því ekki þegar þau hætta að vera börn, heldur haldist þessi barncvani alla æfi; hann gerir það líka oft. En á ekki sextugur maður, sem biður nieð sömu orðum í 20,000-asta sinn erfitt með að láta hug fylgja máli? Hefur ekki þessi sí- felda endurtekning loks gert honum ómögulegt að láta nokkra hugsun fylgja orðununi? Jú, eg veit það, en um þessi efni talar enginn, ekki einu sinni við bestu vini sína. En ef full- þroskaður og nokkurnveginn mentaður maður, sem er vanur bænaiðju og sem vill biðja af einlægu hjarta, rekur sig þrá- faldlega á það, að hugur fylgir ckki máli, þegar hann Ies »Ftiðir vor«, þá er ekki furða þó að börn og unglingar iesi bænirnar sínar hugsunarlítið, eða hugsunarlaust, — þegar fram í sækir. Það er endurtekningin, — endurtekningin og þululærdóm- Urinn, eins og vant er, sem kæfir hugsunina. Lesturinn verður ekki bænalestur, heldur orðaþula. Hvernig á þá að gera við þessu? Hætta að keuna börn- um bænir af því að það sé gagnslaust, eða hvað? Nei, ekki hætta að kenna bænir, heldur hætta að heinita að börn og unglingar þylji sömu bænirnar daglega ár eftir ár. Er þá rétt að láta sér nægja að lyfta huganum til guðs aðeins endur og sinnutn, eða við ginhver sérstakleg og hátíð-

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.