Skólablaðið - 01.06.1912, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.06.1912, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ stigið með því, að eg gerði þetta mál að umtalsefni á fjölmennri samkomu, og má segja það ölluni viðstöddum til hróss, að þeim fanst málefnið tímabæit og erindið ekki óþarft. Þriðja sporið var þrautasporið, og það hafa Good-Templarar stigið. Pað var í því fólgið, að fá alla, sem verslunum stýra hér, til þess, að sknfa undir þá skuldbindingu að selja ekki tóbak upp frá þcssu börnum iunan 14 ára, og hefi eg sannar sögur af af því, að það hafi aliir fúslega gert — nema einn. Hann skarst úr leik, að minsta kosti nú í byrjun. Eg verð að skrifa það í tekjudálkinn hjá öllum hinum, að þeir tóku í málið eins og heiðarlegum mönnum sæmdi, eins og það ber líka vott um skilning þeirra á málinu, undir eins og þeir fóru á annað borð að brjóta það til mergjar. En nú er það tvísýnt, að árangurinn verði eins góður eins og mátt hefði ætla, ef enginn hefði skorist úr leik. Undir því er líka komið, að fullorðið fólk láti sig ekki henda það hugsunarleysis-glap- ræði að gefa börnum vindlinga hér eftir, og því verður maður að treysta að óreyndu. Það verður aldrei of oít brýnt fyrir mönnum, að í hverj- um vindlingi er eitur, og ef til vill margar eiturtegundir. Með hverjum vindlingi, sem vér fáum barninu í hendur til að reykja, hvort sem vér seljum hann eða gefum, gerum vér tilraun til að spilla heilsu þess, kippa úr andlegum þroska þess og sljóvga siðgæðisvitund þess. Hver vindlingur, sem vér gefum því, getur greitt óvinuni lífsins veginn — ef til vill hinni hræðilegu berkla- veiki. Hver vindlingur gerir barnið æ hneigðara til tóbaksnautn- ar, svo það eyðir hverjum eyri, sem það eignast, og venst á að láta sér ekki neitt við hendur loða; og loksins horfir það ekki, ef til vill, í óknytíaleiðina, til þess að geta svalað ástríðu sinni. Hver vindlingur er lagður til höfuðs göfugustu tilfinn- ingunum í sál barnsins — tilfinningunum fyrir eigin sæmd. Yfir öllu þessu verðum vér kennarar að vaka, og fá aðra til að vaka með oss. St. Sigurðsson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.