Skólablaðið - 01.10.1912, Side 8

Skólablaðið - 01.10.1912, Side 8
152 SKÓLABLAÐIÐ Fáein oið um lýðháskóla. (Eftir G. Hjaltason). I. Nú eru íslendingar þá loksins farnir að hugsa um veruleg* an Iýðháskóla, og er Hvítárbakkaskólinn þar góð byrjun. En næsta örðugt hefir verið að koma þeim á skilning um, að þess- háttar skólar væru nokkurs nýtir. Það fann eg best þegar eg á árunum 1881 — 1887 var að basla við að koma upp þess háttar skóla og rita og ræða um það mál. Sigurður Þóiólfsson, Bogi Melsted, Ingimar Eydal og Jón sagnfræðingur og fleiri hafa ritað um lýðháskóla. Og stöku menn hafa skííið það meira eða minna. En flestir landar held eg að hafi ennþá sárlítla hugmynd um hvað lýðháskóli er. Og ekki ætla eg að reyna til að skýra frá því nákvæmlega. Mér mun varla takast það nú betur en áður. Og sama held ég segja megi um hina, þótt þeir færu aftur að rita um lýðháskóla. Okkur vantar margt til þess að geta skilið og metið skóla þessa rétt. Mildar trúvakningar ruddu brautina fyrir lýðháskólunum er- lendis, en þær vantar okkur að mestu ennþá, virðist mér. En eg ætla sanit að reyna að benda, á hvað til þess þarf að vera góð- ur skólaleiðtogi. Það er ekki auðhlaupið að því. Og það sem mig vantaði mest, var nógu sterk trú og nógu heitur kærleikur. II. Hver er tilgangur lýðháskólanna? og hvernig á lýð- háskólakennari að vera? Lýðháskólinn vill veita nemendunum þjóðlega og kristilega menning. Ei því menningarsagi þjóðarinnar og svo mannkynsinsað- al námsgreinirnar. Kensluaðferðin í námsgreinum þessum cr »andans orðið frjálsa«, eða íyrirlestrar. Eiga þeir að vera svo, að þeir veki heitan og fastan áhuga á almennum framfaramálum bœði veraldlcgam og andlegum. Auk þess hefur lýðháskólinn margar aðrar vanalegar skólanámsgreinir, og er kenslan þar

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.