Skólablaðið - 01.06.1913, Qupperneq 4
84
SKOL.ABLAÐIÐ
Frumvarp
tíl laga fyrir Kennarafélag...........sýslu.
1. gr.
Tilgangur féiagsins er, að efla samvinnu milli kennara sýslunn-
ar til þess að bæta mentun alþýðunnar, og hlynna að hagsmun-
um kennaranna í öllum greinuni, andlegum og likamlegum.
2. gr.
Félagið heldur málfundi til a5 ræða mál, er snerta tilgang
þess, svo oft, sem því verður við komið, og aldrei sjaldnar en
tvisvar á ári, haust og vor, og skal vorfundur vera aðalfundur
félagsins.
3. gr.
Formaður sér um, að á hverjum fundi sé til umræðu eitt-
hvert kenslu-eða uppeldis mál Umræðuefnið skal auglýsa télags-
mönnum um leið og fundur er boðaður, en fundarboð á að
vera komið til félagsmanna eigi síðar en l/2 mánuði fyrir fund. —
4. gr.
Atkvæðisrétt á fundi á hver félagsmaður, sern eigi stendur
í skuld við félagið. A fundi ræður atkvæðafjöldi úrslitum mála.
— Lögmætur er fundur, þegar 2/s félagsmanna eru á fundi.
5. gr.
Það, sem fram fer á fundum, skal bóka í gjörðabók félags-
ins, og skrifar formaður undir í hvert sinn með skrifara til stað-
festingar.
6. gr.
Félagsmaður getur hver sá orðið, karl eða kona, sem befir
eða hefir haft atvinnu af kenslu og greiðir eina krónu á ári
hverju til félagsins. Einnig hver sá, er lokið hefir kennaranámi.
Gjalddagi árstillags er fyrir vorfund ár hvert.
7. gr.
Félaginu stjórnar 3ja manna nefnd, — formaður, féhirðir
og ritari, — og skal kjósa hana til eins árs í senn.
8. gr.
Formaður stjórnar öllum aðgerðum félagsins meo ráði